Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1982, Qupperneq 41

Æskan - 01.04.1982, Qupperneq 41
VUDAKOSNIH BRESKU POPPBIADANNA Nýlega birtu bresku poppmúsíkblöðin val lesenda sinna á vinsælustu poppstjörnunum. Þar virðast engar poppstjörnur hafa eins áberandi forystu í vinsældum og Bubbi og Utangarösmenn/EGÓ hafa hérlendis. í Bretlandi eru það hljómsveitirnar Jam og Human League sem skipta á milli sín efstu sætunum. Vinsældir Jam vekja nokkra undrun. Þessi ágæta ,,mod“ rokk- hljómsveit sendi ekki frá sér neina plötu á síðasta ári. En eins og dæmin sanna t. d. frá Islandi þá eru vinsælar plötur einn besti meðbyr sem popparar fá í vinsælda- kosningum. Vinsældir Jam eru þess vegna kærkomin undantekning frá reglunni. Reyndar kemur önnur hljómsveit einnig vel út úr umræddum vinsældakosn- ingum þó hún hafi ekki heldur sent frá sér plötu á síðasta ári. Þetta er hljómsveitin Clash (sem lenti í 5. sæti yfir vinsælustu erlendu hljómsveitirnar í vinsældavali Æsk- unnar í janúar sl.). Vinsældir ný-rómantísku hljómsveitarinnar Human 36 æ;skan 83ÁRA Haul Weller, söngvarl JAM. League þurfa ekki að koma neinum á óvart. I áramóta- uPP9jöri breskra og íslenskra blaða deildi Human League-platan ,,Dare" nefnilega titlinum „besta plata arsins '81 “ með Heaven 17-plötunni „Penthouse & pavement". Því má til gamans skjóta hér inn í að helstu f°rvígismenn Heaven 17 voru stofnendur Human League á sínum tíma. Þá láta bresku blöðin lesendur sína ævinlega velja leiðinlegustu og óþörfustu manneskju heims. Að þessu sinni lenti það á söngvaranum Adam Ant að bera þann háðuglega titil. New Musical Express bryddaði jafnframt upp á þeirri nýjung að láta kjósa um þá manneskju sem lesendur sakna mest. Að sjálfsögðu var bítilsins John Lennons saknað sárast. lan Curtes (fyrrum söngvari Joy Division) og Bob Marley lentu í 2. og 3. sæti. Ekki sáu bresku blöðin ástæðu til að skipa reggí- og ska-poppurum í sérstakan bás að þessu sinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hljómsveitirnar Beat, Madness og UB 40 kæmust ofarlega á blað. Svo skemmtilega vill til að síðastnefnda hljómsveitin er væntanleg til íslands í sum- ar. Væntanlega mun hún halda tvenna hljómleika í veit- ingahúsinu Broadway. Fyrri tónleikarnir verða þá sér- staklega ætlaðir börnum og unglingum.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.