Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1982, Page 42

Æskan - 01.04.1982, Page 42
ENIFRENISTIPOPPSONGVARIHEIMS Þeir eru ekki margir poppararnir sem státa af að vera allt í senn: góður söngvari, góður hljómborðsleikari, snjall útsetjari, flinkur lagasmiður og stórkostlegur Ijóðahöfundur sem jafnframt flytur góða soul- og djass- tónlist. Bandaríski blökkumaðurinn Gil Scott-Heron get- ur þó svo sannarlega hrósað sér af að búa yfir öllum þessum haefileikum. Enda er hann tvímælalaust einn fremsti popptónlistarmaður heims í dag. Hérlendis er Gil Scott-Heron einna kunnastur fyrir framlag sitt á kokkteilplötunni ,,No Nukes“. Þar sómir hann sér vel innan um aðrar bandarískar stórstjörnur s. s. rokk-kónginn Bruce Springsteen, kántrí-rokkarana í Eagles o. m. fl. Þrátt fyrir að ,,No Nukes“ sé prýðisgóð plata þá eru einkaplötur Gil Scott-Heron miklu betri. Á þeim blandar Gil listavel saman diskó-, soul- og/eða reggí-ballöðum annars vegar og hugljúfum blús eða djass-sveiflum hinsvegar. Ballöðurnar heilla hlustandann strax en djassinn kemur í veg fyrir að plöturnar verði leiðigjarnar. Fyrir skömmu kom á markaðinn ný plata frá Gil Scott-Heron, „Reflection". Sú plata er ein af bestu popp-plötum síðari ára. En því miður er hún eingöngu seld í hljómplötu- verslunum Fálkans, hvernig svo sem á því stendur. Eins og allar meiriháttar poppstjörnur býður Gil Scott-Heron upp á svokallaða aðdáendaþjónustu. Þetta er þjónusta sem útvegar aðdáendum myndir af popp- stjörnunni, brjóstnælur o. fl. Ef þig langar til að komast í samband við aðdáendaþjónustu Gil Scott-Heron þá er utanáskriftin: Spice Inc. Box 1417—838 Alexandria VA 22313 U. S. A. Þú manst að það verður að skrifa á ensku (gott að þjálfa enskuna). Pabbi eða mamma geta hjálpað. Svo þykir víst almenn kurteisi undir svona kringumstæðum að senda með tómt umslag sem er merkt nafni þínu, heimilisfangi og alþjóðlegu svarmerki. Svarmerkið fæst á næsta pósthúsi. Gangi þér vel. GIL SCOTT - HERON 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.