Æskan - 01.04.1982, Síða 46
12. Jú, yngsta dóttirin var að vísu
dálítið óttaslegin við að heyra
þessa sögu, en einnig forvitin og
þess vegna fylgdi pabbi hennar
henni áleiðis að húsi bjarnarins.
13. Stúlkan virti fyrir sér hið fallega
og velupplýsta hús og var fyrst í
vafa um hvort hún ætti að voga
sér að fara inn í það eða ekki.
14. Að síðustu réði hún það við sig
að fara inn. Henni fór eins og
föður hennar, að hún undraðist
skrautið þarna inni, slíkt hafði
hún aldrei séð neitt þvílíkt fyrr.
15. Hún var svöng orðin og þess
vegna settist hún niður við mat-
borðið og tók að snæða. Það fór
sem fyrr, að hljómlistin byrjaði aó
heyrast þegar farið var að þorða.
16. Þegar hún hafði étið og drukkið
svo mikið að hún var orðin södd,
kom björninn labbandi inn og fór
að tala við hana. —
17. ,,Þú skalt ekki verða hrædd við
mig,“ sagði hann. ,,Þú munt að-
eins sjá mig kvölds og morgna og
þú mátt vera hér svo lengi sem
þú vilt.“ — Stúlkan var þarna um
tíma, en þar kom, að hana fór að
langa til að fara heim til sín aftur.
Jónas gamli var járnsmiður og
dvaldist flesta daga í smiðju sinni.
Lengi hafði hann notið næðis við
vinnu sína, þar til strákar úr þorpinu
tóku upp á því að venja komur til hans
og skaprauna honum á marga vegu.
Stundum köstuðu þeir í hann snjó-
kúlum eða þeir klifruðu upþ á þak
smiðjunnar og börðust þar um með
ópum og óhljóðum. Jónas gamli undi
þessu illa og eitt sinn er strákarnir
komu, stóð hann í smiðjudyrum og
sagði með mikilli áherslu:
— Ég er búinn að spyrja sýslu-
manninn að því, hvort ég mætti ekki
vera friðlaus í minni eigin smiðju, og
hann sagði, aó það væri alveg sjálf-
sagt.
42