Æskan - 01.04.1982, Qupperneq 47
18- Hún bað björninn að lofa sér
heim, bara stuttan tíma. ,,Þú mátt
þá ekki svíkja mig,“ sagði björn-
inn. — ,,Nei, nei, það kemur
ekki til með mig," svaraði stúlk-
an. „Hræddur er ég þó um það,“
mælti björninn, ,,en farðu samt.“
19. Hún fékk leyfi í 3 daga og hún
fékk hring á fingur sér, sem hafði
þá náttúru, aö hann gat flutt
stúlkuna hvert sem var á auga-
bragði. Hún hélt því heim og var
henni vel fagnað þar, sem vænta
mátti. —
20. Systur hennar voru öfundsjúkar
og stálu frá henni hringnum
góða. — Stúlkan leitaði og leitaði
allsstaðar að hringnum og að
síðustu fann hún hann, þar sem
systur hennar höfðu falið hann.
*1- Hún flýtti sér heim þangaó, sem
björninn átti heima og fór loft-
leiðis með hjálp hringsins. En
Þegar hún kom þangað, fann
hún hvergi björninn. Hún gekk út
í skóginn og þar fann hún björn-
inn liggjandi í grasinu og var
hann sem dauður. —
22. Stúlkan kastaði sér grátandi ofan
á loðinn feld bjarnarins, en þá
brá svo við, að hann varð aö
hinum fríðasta kóngssyni. ,,Þú
komst alveg mátulega til þess að
bjarga mér frá dauða," sagði
23. Og hann sagði henni að jötunn
einn hefði lagt það á sig, að hann
skyldi vera bjarndýr þar til að ung
stúlka yrði svo skotin í honum að
hún gréti hann úr helju. ,,Og það
hefur þú nú gjört," sagði hann að
lokum. — Brúókaup þeirra var
haldið, og þau urðu langlíf í
landinu handan við sól og sunn-
an við mána. —
hann. —
ENDIR
Kennslukonan spurði Jónu litlu:
~~ Hvaöa refsingu fékk Adam fyrír
aö óhlýðnast guði?
~~ Hann átti að eta brauð þangað
lil ^ann svitnaði.
Stína: Hvað verður um kettina þeg-
ar þeir eru orðnir svo gamlir að þeir
geta ekki gengið?
Sigga: Þá kemur einhver og selur
pabba þá.
Gestur var að dást að hárinu á Villu
litlu.
— En hvað þetta eru fallegir lokk-
ar. Þú hefur þá frá mömmu þinni.
— Nei, frá pabba, hann hefur misst
alla sína lokka.
L
Skrýtlur.
43