Æskan - 01.04.1982, Side 49
maðurinn? Það er — taktu nú eftir —
það er hún Mjallhvít — hún sem ég
hef verið svo góð (læst gráta) og
elskað meira en allt í þessum heimi
(þögn). Velferð ríkisins krefst þess, að
Mjallhvít verði látin hverfa — þú skilur
mig, Jóakim! (þögn): Jóakim, ég býð
þér, að þú farir með hana út í skóg og
gerir þar útaf við hana — og til merkis
um að þú hefur gert eins og fyrir þig er
lagt, skaltu færa mér hjartað úr henni.
— Skilurðu, skræfa?
Jóakim (skelfur): En — yðar hátign
— Þetta er morð:. . .
Drottningin: Lætur þú smámuni fá á
þig? Þú átt um tvennt að velja:
Annaðhvort gerir þú, eins og ég segi
þér — og ég mun launa þér konung-
lega — eða þú gerir það ekki — og þá
mun ég láta kvelja þig öllum kvölum,
sem ég verstar veit (tekur í handlegg
hans og hristir hann). Hvorn kostinn
tekur þú?
Jóakim (titrandi af hræðslu); Ég
hlýði yður hátign! (Til áhorfendanna).
Ég þori ekki annað.
Drottningin: Það var rétt af þér,
karlinn! Ég vissi alltaf, að þú ert ekki
svo blár! (Opnar dyrnar til vinstri).
Mjallhvít! (Mjallhvít kemur inn). Mjall-
hvít mín, þú ert eitthvaö svo föl. Ég held
að þú hefðir gott af því að anda að
þér skógarlofti. Þessvegna hef ég
sagt herra Jóakim, konunglegum
hirð-veiðimanni vorum, að fara með
þér í langa gönguför út um skóginn.
Mjallhvít: Eins og þú vilt, stjúpmóðir
mín! (Réttir henni höndina og
kveður). Vertu sæl!
Drottningin: Vertu sæl, væna mín!
(Faðmar hana að sér, kyssir hana á
kinnina. Mjallhvít og Jóakim fara).
Drottningin (ein): Ó, nú er þungu
fargi af mér létt! Nú skulum við sjá
bráðum, hver fegurst er í mínu ríki!
TJALDIÐ
cn
MÆlHVÍr
»„ MJflLLHUlT
“tfffAlflSJÓNLElW^
í2 MTTUM
Væri ég frjáls og flogið gæti
flygi’ ég suð’r í ókunn lönd.
Blóm þar læsi’ ég glöð á grundu,
græddi sár og leysti bönd.
Ó, hve sælt, er sumra tæki
sér að lyfta vængjum á!
Fljúga ofar fjöllum hæstu —
frjáls að svífa um loftin blá.
Ég er ekki frjáls — en fangi,
fangi’ í minni eigin borg.
Harpa mín, við hljóma þína
hverfa lát mér beiska sorg!
Ó, þið heitu haturslogar,
hættið strax að kvelja mig!
Ó, þú Ijóta öfund — hverf þú —
undirdjúpin taki þig!
Á ég lengi enn að bíða,
uns að verð ég frjáls og glöð,
ég með þér, minn ástvin besti,
út í lífið gangi hröð?
Ó, hví dvelst þér? Komdu, kæri!
Kvöl og þrautum leys mig frá.
Veistu: Ég er viðkvæm lilja?
Visna brátt sem kalið strá!
Herbjartur (kemur inn vinstra-
megin): Loksins — loksins fann ég
þig, ástkæra Mjallhvít! Þín hef ég
leitað hátt og lágt og var nú að verða
úrkula vonar um að ég fyndi þig. En
þá heyrði ég óm af söng þínum og
rann á hljóðið. — En hvað mér sýnist
þú vera niðurdregin! Hvað gengur að
þér?
Mjallhvít (brosir): Ó, það er svo sem
ekkert! (Réttir honum höndina). Vel-
kominn, Herbjartur konungsson!
Herbjartur (heldur í hönd hennar):
Mjallhvít konungsdóttir! Áður voru
kinnar þínar blómlegar, en nú eru þær
bleikar. Og þú hefur grátið — það sé
ég. En metnaður þinn bannar þér, ef
Leikrit ÆSKUNNAR