Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1982, Side 50

Æskan - 01.04.1982, Side 50
til vill, aö láta aðra vita, hvað það er, sem liggur þér svo þungt á hjarta. Ég veit að drottningin stjúpa þín sýnir þér margskonar hörku og lætur gæta þín, eins og þú værir fangi. En nú skal hún hætta því. Ég kem hingað í dag til að tala við hana, og ég vona að hún samþykki giftingu okkar góðfúslega. Mjallhvít: O, Herbjartur! Þú ert svo góður. En ég er svo hrædd. Hatur stjúpu minnar á mér á sér engin tak- mörk. Herbjartur: Fyrir mitt leyti er mér sama um hatur hennar, en þín vegna mun ég þó fara varlega, og reyna að vekja móðurtilfinningar í brjósti hennar: — En þó að það takist ekki, þá skal samt enginn máttur í heimi varna mér þess, að ég nemi þig á burtu, ef með þarf. Ég teysti giftu minni! Mjallhvít: Þú ert svo sterkur og vongóður. Þú talar í mig táp og hug- rekki og ég horfi nú með sælli von til framtíðarinnar. Jóakim (kemur inn hægra megin, gengur þvert yfir sviðið og út vinstra megin, og segir um leið lágt við Mjall- hvíti, án þess að nema staðar); Yðar tign! Komið með mér. Drottningin kemur! Mjallhvít: Ég verð að fara. Heill og sæll, Herbjartur konungsson! (Kveðjast með handabandi). Herbjartur: Heil og sæl! Við sjáumst innan skamms! (Mjallhvít fer til vinstri. Drottningin kemur inn hægra megin á leiksvðið). Drottningin: Hvað sé ég? Herbjartur konungssonur! Hvað genð þér hér? Hvernig vogið þér yður inn í höll óvinar yðar? Mér verður á að spyrja? Hverju á ég að þakka þann heiður að þér heimsækið oss í þessu herbergi í höll vorri? Konungssonurinn er þó aldrei á biðilsbuxunum, vænti ég? Það veröur sannarlega gaman að heyra hvernig slíkum sveinsstaula sem yður tekst að flytja bónorðið! Talið — ég hlýði á! Herbjartur: Göfuga drottning! Þótt ég sé eigi skrýddur konunglegum skrúða sem stendur, þá kem ég hing- að í þeim konunglegu erindum í dag að bjóða yðar hátign sátt og vináttu ríkis vors. Látum frá þessari stundu fornan fjandskap gleymdan. — En — að öðru leyti — gátuð þér rétt upp á öðru erindi mínu, göfuga drottning! Ég kem hingað til að biðja um hönd yðar gullfögru dóttur. Drottningin: Ha, ha, ha! Nú fer að verða reglulega gaman að yður! Annars skal ég reyna að svara yður skilmerkilega, því að ekki var bónorð yðar þoku vafið. Fyrst er þá það, að Mjallhvít er hvorki gullfögur né mín dóttir. Og ef þér viljið þekkjast gott boð, þá hafið yður á brott héðan hið bráðasta, svo að ég þurfi eigi að hafa yður fyrir augunum til lengdar! Ég vona, að þér hafið skilið svar vort. — Verið sælir, þér göfugi konungsson! Herbjartur: En, yðar hátign! Ég hef eigi unnið til þess að vera smánaður. Er það gert af ásettu ráði? Drottningin: Af ásettu ráði — Já! Þar með vildi ég láta yður vita á hverju þér eigið von. Og nú vona ég, að þér látið eigi undir höfuð leggjast að hypja yður af stað. Nú — Nú — drengur minn! Burt, burt! (Bendir á dyrnar). Herbjartur (hneigir sig þóttalega): Ég fer nú, en fundin skuluð þér síðar meir — og — þá:. . . (fer í þykkju). Drottningin (ein): Mjallhvít tekin fram yfir mig. Minna mátti það ekki kosta! Hún gerð að drottningu í ríki fegurðarinnar. Hún sett í þann heiðurssess, sem mér einni ber! Nei, það læt ég aldrei viðgangast! Aldrei! ... Það er óbærilegt að nokkur kona sé talin mér fegurri. — En eftir á að hyggja: Hvað varðar mig annars um það, þótt honum þykir Mjallhvít fallegri en ég? Hann er bjálfi — aumingi — sauðheimskur og skilur ekki nokkurn skapaðan hlut... Og hef ég þig líka spegill minn! Gaman að vita, hvað hann segir nú. (Tekur lítinn spegil úr barmi sínum og setur hann einhversstaðar, þar sem þægi- legast er á leiksviðinu. í orðastaö spegilsins er svarað á bak við tjöldin); „Spegill, spegill herm þú: Hver hér á landi fríðust er? Spegillinn (í drengjaróm): ,,Frú mín drottning, fríð sem engill þú er, en af þér samt hún Mjallhvít að fríð- leika ber“. Drottningin (æfareið, hendir speglinum á borðið): Þú þitt svarta svín! Þú ert sama ræksnið. Það er eins og allir hlutir hafi tekið sig saman um að gera mér lífið óbærilegt. Eru þetta svo kölluð örlög? (Áköf). í krafti allra máttarvalda myrkursins skal ég berjast við örlögin og sigra þau! Það sem spegillinn sagði skal ósatt reynast! Já, það skal — það skal! Nú skal enginn bleyöuskapur ráða. Mjallhvít verður að deyja! (Opnar dyrnar vinstra megin og kallar): Jóakim! finndu mig snöggvast! Drottningin (mjúk í máli); Heyrðu nú Jóakim minn góður, þú hefur ætíð reynst mér trúr þjónn og ég þykist hafa sýnt að slíkt kann ég að meta með því að fela þér jafnan á hendur þau erindi, sem mikilsverð hafa verið fyrir ríkið. Ég vona að þú sért enn sami trúi þjónninn. (Jóakim hneigir sig) Ég þarf nú fremur en nokkru sinni áður á trúum þjóni að halda . . . Jóa- kim, veistu um samsærið gegn mér og ríkinu? . . . Veistu hver er upphafs- CD

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.