Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 9
fræg lið og úr því að maður átti stjörnuleik hefði verið skemmtilegra að vinna sér inn tvær stjörnur. Það var grátlegt að tapa báðum leikjunum með aðeins eins marks mun. Það var ótrúlegt að það skyldi gerast því að við vorum yfir þar til tvær mínútur voru til leiksloka." Kristján segist oft geta fundið á sér fyrir fram hvernig honum gangi í 'eikjum, það ráðist af hugarfarinu h^erju sinni. Ef hann er vel hvíldur andlega gengur honum betur en ella. „Það er bara eins og gengur og ger- lst 1 þessum heimi,“ segir hann. „Við erum ekki alltaf í essinu okkar. Svo ^efur alltaf mikið að segja að geta varið fyrstu skotin. Þannig kemst mað- Ur fyrr í samband við leikinn og eflist allur. Það er mjög erfitt fyrir mig eins Konan Guörún Herdís og sonurinn Sigmundur. og aðra markmenn ef mótherjununum gengur vel að skora í upphafi leiks. Það getur komið manni úr jafnvægi í dálítinn tíma.“ Stundum royut að plata Kristján er viðskiptafræðingur að mennt. Auk hans eru tveir aðrir við- skiptafræðingar í landsliðinu, þeir Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen sem lýkur námi í vor. Það hafa oft orðið árekstrar á milli náms og æfinga hjá þeim strákunum. Ekki var óalgengt að þeir þyrftu að taka vorprófin að hausti. En hve mikill tími fer í æfingar hjá Kristjáni? „Ég æfi flest kvöld vikunnar,“ segir hann. „Kvöldmatur er ekki á hefð- bundnum tíma heima hjá mér því að við æfum oftast um kvöldmatarleyti. Æfingarnar standa í 90 mínútur og mega ekki vera styttri ef við ætlum að hafa eitthvert gagn af þeim. Við eigum ekki nema eitt eða tvö fríkvöld í viku.“ — Er alltaf gaman á æfingunum? „Nei, ekki get ég sagt það. Það eru einkum upphitanir sem mér þykja leiðinlegar — en þær eru engu að síður nauðsynlegar. Við höfum oft spurt hver annan í gamni hvenær vís- indamenn finni upp töflur sem komi í stað upphitana. Þessar æfingar byggja talsvert á þrek- og þolþjálfun. Ég legg meira upp úr teygju- og snerpuæfingum en aðrir leikmenn vegna þess hve mikið ég þarf að fetta mig og bretta í mark- inu. Ég þarf hins vegar ekki að leggja eins mikið upp úr þolþjálfun, t.d. langhlaupum. Ég skokka þó við og við með strákunum til þess að vera með.“ — Nota andstæðingar þínir einhver ráð til að taka þig á taugum í markinu? „Já, það er stundum reynt. Stund- um kemur mótherji stökkvandi inn úr horninu og þykist ætla að skjóta, ég hleyp á móti og býst við boltanum en hann hættir þá við og sendir hann til línumanns sem skorar fyrir opnu marki. Svona mörk eru kölluð sirkus- mörk. Svo er alltaf klaufalegt ef mark- manni í hinu liðinu tekst að kasta bolt- anum yfir mann og skora. Ég stend oftast mjög framarlega í markinu og má gæta mín á þessu. Eins er klaufa- legt þegar skotið er í gegnum klofið á manni þó að maður geti auðvitað ekk- ert gert að því.“ - Reynir þú aldrei að leika á skytt- urnar? „Jú, það kemur fyrir, t.d. í hraða- upphlaupum rétt áður en sóknarmað- urinn kastar boltanum. Þá þykist ég ætla að fara fyrir boltann öðrum megin en hætti við það og skýst fyrir hann hinum megin um leið og skotið ríður af. Þetta heppnast oft.“ - Eftir hverju er farið þegar mark- menn eru valdir í landslið? 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.