Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 51

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 51
Skq>tp ot> Gkí\c Lilja er 7 ára og pabbi hennar er rithöfundur. Nýlega fór fram milli þeirra eftirfarandi samtal: ~ Pabbi, hvað ertu að gera þegar þú situr allan daginn við ritvélina þína? ~ Eg er að skrifa bók. ~ En hvað það er heimskulegt þeg- ar alls staðar er hægt að fá keyptar bækur, sagði þá Lilja litla. Gesturinn: Þjónn! Ég get ekki borðað þessa súpu. Pjóninn: Andartak. Ég skal sækja kokkinn. Gesturinn: Kokkur góður! Ég get ekki borðað þessa súpu. Kokkurinn: Andartak. Ég skal sækja hótelstjórann. Gesturinn: Hótelstjóri góður! Ég get ekki borðað þessa súpu. Hótelstjórinn: Hvers vegna ekki? Gesturinn: Mig vantar skeið! Bekkurinn er í leikfimi og íþrótta- kennarinn hefur skipað öllum að leggjast á bakið og „hjóla“ með fótunum. Allir gera æfinguna nema Lísa. íþróttakennarinn kallar hátt: ~ Lísa, hvers vegna hjólar þú ekki eins og hinir? ~ Af því að ég er á skellinöðru, svarar hún að bragði. Tveir menn hittust í samkvæmi. Annar þeirra sagði: ~ Getur verið að ég hafi séð andlit þitt á einhverjum öðrum stað áður. ~ Nei, það þykir mér ótrúlegt. Það hefur alltaf setið þar sem það er nú. Kaupandi: Hundrað krónur fyrir þennan hund er of mikið. Ég skal borga helminginn. Seljandi: Nei, ég sel bara heilan hund. Éómarinn (við ákærða): Kölluðuð þér hann þjóf? Hinn ákærði: Já. Hómarinn: Og óþokka? Ákærði: Já. Hómarinn: Og asna? Akærði: Nei, herra minn. Ég gleymdi því alveg. — Hann er eldrauður, allur krumpaður og ncerri hárlaus. Þau eru nú ekki al- mennileg að vera svona ofsalega hrifin af honum — ég meina það! Pabbinn: Hvernig er það, lærir þú nokkuð í skólanum? Sonurinn: Já, eiginlega alltof mikið. Ég get ekki munað það allt saman. Þegar ég hef lært eitthvað segir kennarinn mér eitthvað nýtt og þá gleymi ég öllu hinu. Inga litla (í búðinni): Ég ætla að fá spegil. Búðarstúlkan: Á það að vera hand- spegill? Inga: Ég vildi gjarnan geta séð andlitið líka. Kennarinn: Komdu hérna, Pétuir minn, og segðu mér frá einhverju markverðu sem gerðist árið 1483. Pétur: Þá fæddist Marteinn Lúther. Kennarinn: Alveg rétt. En geturðu sagt mér frá einhverju sem gerðist 1487? Pétur hugsar sig um litla stund en segir svo: - Þá var Marteinn Lúther 4 ára. Alls staðar eru þessir „puttalingar“! Pabbi: Hvers vegna kemurðu svona seint heim úr skólanum? Nói: Ég var látinn sitja eftir. Pabbi: Hvernig stóð á því? Nói: Kennarinn spurði mig hvað væri synd og ég sagði að það væri synd að sitja inni í svona góðu veðri. Læknirinn: Þessar svefntöflur endast þér í sex vikur. Sjúklingurinn: En hamingjan góða! Ég hef ekki tíma til að sofa svo lengi. Einhverju sinni sátu tveir bændur á garðbekk og kepptu um hvor gæti sagt ótrúlegri sögur. - Ég átti einu sinni frænda, sagði annar bóndinn. Hann var svo fljót- ur að hlaupa að hann átti engan sinn líka. Hann lék sér að því að láta menn skjóta á sig úr byssu og þegar hann fann gustinn af byssu- kúlunni tók hann á sprett og hljóp um það bil eina mflu en þá gat kúlan ekki fylgt honum lengra. Ja- há. - Þetta kalla ég nú ekki mikið, sagði hinn bóndinn. Þú hefðir átt að sjá til hennar frænku minnar. Hún slökkti kertaljós á sama augnabliki og hún byrjaði að hátta. Hún var svo fljót að hátta að enn sást bjarmi af kertaljósinu þegar hún fór úr sfðustu spjörinni. Geri aðrir betur. Mamma: Hvað gengur að þér, Danni minn? Af hverju ertu að gráta? Danni: Mamma, ég datt í gær og meiddi mig í fætinum. Mamma: En hvers vegna ertu þá að gráta nú löngu eftir á? Danni: Þú varst á einhverjum fundi í gær þegar ég kom heim. Dóri: Pabbi, ég hljóðaði ekkert hjá tannlækninum í gær. Pabbi: Jæja, vinur minn. Hérna færðu 50 krónur eins og ég var búinn að lofa þér. Dóri tekur við peningnum en segir svo: — Tannlæknirinn var ekki við. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.