Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 28
ÆSKAi\ SPYR: Hvað fékkstu í jólagjöf?
Ólafur Erling Ólafsson:
Ég fékk margar góðar gjafir. Fyrst get ég
nefnt fótboltaspil sem er þannig að ten-
ingar eru notaðir til að koma boltanum
áfram. Ég keppti við marga í þessu spili
um hátíðarnar. Svo fékk ég tvær bækur,
Ástarbréf til Ara og Algjöra byrjendur.
Ég las þær báðar um jólin. Ég les yfir-
leitt mikið og hjá mér eru engin jól án
bóka. Að síðustu get ég nefnt að ég fékk
bílamódel. Ég var ánægður með allar
jólagjafirnar mínar.
Elísabet Óladóttir:
Bjarni Þór Traustason:
Stærstu gjöfina fékk ég frá mömmu og
pabba. Það var fataskápur í herbergið
mitt. Nei, honum var ekki pakkað í jóla-
pappír, það hefði orðið alltof mikil fyr-
irhöfn og þurft margar rúllur. Svo fékk
ég íþróttagalla frá afa og ömmu. Hann
kemur sér vel því að ég er mikið í íþrótt-
um, bæði í frjálsum íþróttum og körfu-
bolta. Ég fékk eina bók, Þrautir og
galdra, og notaði hana mikið. Svo fékk
ég peysu og rúllettukassa og margt fleira
skemmtilegt.
Guðmundur Jónasson:
(6. bekkur, Öldutúnsskóla)
Alda Björk Pálmadóttir:
Ég fékk nokkra jólaböggla eins og
venjulega. Mamma og pabbi gáfu mér
skíðastafi og poka undir skíði og skó sem
ég á. Ég fékk að velja þá gjöf. Svo fékk
ég bókina Elías, Magga og ræningjarnir
eftir Auði Haralds. Hún er mjög
skemmtileg. Einnig fékk ég íþróttatösku
og peysur. Tvær vinkonur mínar gáfu
mér gjafir, konfektkassa og skrípamynd-
ir. Ég gaf þeim á móti.
Þórunn Eva Hallsdóttir:
Ég fékk skauta frá mömmu og pabba og
tvær bækur, Ástarbréf til Ara og Fjögur
fræknu. Síðan fékk ég nýjustu útgáfuna
af Trivial Pursuit frá ömmu og afa. Við
glímdum mikið við spurningarnar um
jólin. Þrjár vinkonur mínar gáfu mér
bréfsefni, eitt hver. Ég fékk líka dúkku
sem er þeim eiginleikum búin að geta
klipið í hluti, t.d. gardínur.
Ég átti góð jól og þótti skemmtilegast
að fara í jólaboðin. Þar hitti maður svo
marga vini og ættingja.
Bróðir minn gaf mér handbolta. Ég
hafði m.a. sett hann á óskalista sem
hann sá. Ég hef mikinn áhuga á handk-
nattleik og spila með 5. flokki Hauka.
Þar er ég hornamaður. Síðan fékk ég
tvær bækur: Elías, Magga og ræningj-
arnir og Merkið. Aðra bókina fékk ég
frá mömmu og pabba en hina frá frænku
minni. Einnig fékk ég pókerspil og þau
voru notuð óspart um jólin. Svo fékk ég
önnur spil sem heita Uno-uno. Þau eru í
laginu eins og þessi venjulegu en á þeim
eru skipanir sem gera spilamennskuna
meira spennandi.
Þetta voru helstu gjafirnar.
Ég fékk margar gjafir um þessi jól.
Meðal annars fékk ég skrifborð frá
mömmu og pabba og náttborð frá
bróður mínum. Ég fékk líka fimm bækur
og las þær allar í jólaleyfinu. Mér finnst
alltaf skemmtilegast að fá bækur í jóla-
gjöf. Svo fékk ég eyrnalokka. Eina gjöf
á ég eftir að fá. Það eru svigskíði frá
bróður mínum. Ég þarf nefnilega að fara
sjálf í búð til að máta þau en komst ekki
til þess fyrir jólin. Ég gaf þrjár gjafir,
tveim vinkonum mínum og bróður.
28