Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 27

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 27
Leikarakynning rATHLEEN TEENEE I síðasta blaði skrifaði ég um leikarann Edda Murphy en núna ætla ég að segja frá leikkonunni Kathleen Turner sem hefur hlotið skjótan frama í banda- nska kvikmyndaheiminum. Áður en hún lék í myndinni Ævintýrasteinninn (Romanching The Stone) þekktu hana fáir. En þegar hún hafði þrammað um skóga Suður-Ameríku, rennt sér niður hlíðar í aurskriðu og ferðast fram og aftur með snarbrjáluðum leiðsögu- manni (Michael Douglas) varð hún heimsfræg. Efnisþráður Ævintýrasteinsins er að öðru leyti þessi: Rithöfundurinn Jóna, sem Turner leikur, er nýlega búin að senda frá sér nýjustu.ástarsögu sína í hókarformi þegar hún kemst að því að systur hennar er haldið í gíslingu hjá mönnum sem vilja að Jóna fari til Suður-Ameríku til að ná í gimstein. Á leiðinni villist hún og fer í ranga rútu. Þar kynnist hún leiðsögumanninum Jakobi (Michael Douglas) sem langar til að verða hænsnabóndi. Eftir að hafa ferðast dálítið saman verða þau astfangin og þau lenda í ýmsum ævin- týrum í Suður-Ameríku. Þetta er sóguþráður myndarinnar í megin- dráttum. Ljóshærða fegurðardísin Kathleen Turner fæddist 19. júní 1956 og er því þrítug. Hún fæddist í Springfield í Missúrí í Bandaríkjunum. Síðar flutt- *st hún með fjölskyldu sinni til Kan- ada, Kúbu og Venesúelu. 14 ára heillaðist hún svo af leiklistinni að hún Vlldi ekki verða annað en leikari. Fyrsta hvikmyndin, sem hún lék í, hét í hita nætur (Body Heat). Þar lék hún glæpakvendi. Mótleikari hennar var fnginn annar en Óskarsverðlaunahaf- inn William Hurt. Næsta mynd hennar hét Maðurinn með heilana tvo (The Man With Two Brains). Hún hlaut ekki eins góðar viðtökur og síðari myndin. Árið 1984 leit Turner inn á skrif- stofu Mikkjáls Douglasar og tilkynnti aö hún talaði spænsku reiprennandi ÞVl að hún vissi að næsta mynd hans, Ævintýrasteinninn, yrði tekin á Spáni. ^ouglas heillaðist af útliti hennar og hún var ráðin. Síðar sama ár lék Turn- er í annarri mynd (A Breed Apart) en hún heppnaðist ekki eins vel. Næsta mynd hennar var framleidd af Ken Russel og hét Ástríðuglæpur (Crimes of Passion). Þar lék hún Bláu Sínu sem er klæðskeri á daginn en gleðikona um nætur. Á eftir henni kom svo Heiður Prizzanna (Prizzi‘s Honour) en sú mynd var tilnefnd besta mynd ársins 1985 og Jack Nicholson, sem fór líka með aðalhlutverk, var tilnefndur besti leikari sama árs. Ekki komu þó Óskarsverðlaunin í hlut myndarinnar en það var engu að síður heiður að hún var tilnefnd. í heiðri Prizzanna leikur Turner leigumorðingja, Irene Walker, sem lendir í því að leigumorðingi hjá ann- arri mafíu verður ástfanginn af henni (Jack Nicholson). Nýjasta mynd Turn- er er svo Nílargimsteinninn. Einn kvikmyndagagnrýnandi sagði um hana: „Leikstjórinn, Lewis Teague, hefur litla stjórn á myndinni. En gaman var að sjá Kathleen Turner verða að einni bestu leikkonunni vestra. Svo má Michael Douglas, aðalleikari og fram- leiðandi myndarinnar, halda áfram að framleiða myndir. Hann hefur þegar gert ágætar myndir eins og Gaukshreiðrið, Ævintýrasteininn, Heiður Prizzanna og í hita nætur. Það eru allt þriggja stjörnu myndir eða meira.“ Við látum þetta nægja að sinni um bandarísku leikkonuna Kathleen Turner. I rnsjón: Gísli Magnússon 12 ára 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.