Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 43
Stundum sá hann ókunna krakka úti í haganum. Og einu sinni þegar hann var á leið fram göngin, sem venjulega voru dimm og hrollvekjandi, þá stóð sjálfur Jesús þar, bjartur eins og sól- ^rgeisli. Hann gekk á undan Eyva ram öll göngin en úti á hlaðinu hvarf ann. Drengurinn var ekki í neinum yafa um hver kominn væri. f’egar Eyvi stækkaði þóttist hann ekkert muna og engu trúa af þessum ævintýrum sínum. En það er önnur saga. Eins og aðrir krakkar var Eyvi ekki a'ltaf þægur. Sumir sögðu meira að ^egja að hann væri óþægastur af öllum fakkaskaranum. En eins og auðvitað var kom oft ýmisiegt skrýtið fyrir þar sem svona margir krakkar áttu heima í svona litlum bæ. Og þau urðu fljótt að ®ra að vinna. Flest voru þau viljug og ugleg. Mundi þótti bera af, hörku- uglegur strákur með fallegt ljóst hár sem flaksaðist til þegar hann hljóp eða vann. Og hann var oftast eitthvað að jastra — meðan Eyvi rölti út um hag- ar>n eða góndi til himins. Langar stundir reyndi hann að horfa í sólina þó að fuliorðna fólkið segði að það væri óhollt fyrir augun. Stundum kall- aöi Mundi á hann. En Eyvi fór sér ægt. Stundum gleymdi hann sér alveg ~ eins og þegar hann fór að grafa upp ntúsarholuna. Hann ætlaði að komast að því hvar hún endaði. En hún var otrúlega löng og Eyvi komst aldrei að var hún endaði. Uppátæki hans bar eltki annan árangur en djúpa holu í stekkjarvegginn. Hún sést enn í dag. , n Eyvi var nú samt elstur og því varð Það hann sem fyrst fékk sitt fasta starf a bænum. Eitt vorið var ákveðið að nú skyldi Wi sitja yfir kindunum frammi á JaHi á daginn. Þær áttu að bíta þar Sem haglendið var best. Svo voru þær reknar heim og mjólkaðar á kvöldin. msnemma um morgun lagði Eyvi af stað með rollurnar. Hann sat á gamalli stilltri hryssu sem hann átti að fá að afa fyrstu dagana því að leiðin var n°kkuð löng. En þegar Eyvi og ærnar hryssan voru komin nokkuð upp í úlsinn fór þeim að sýnast sitt hverju. mar dreifðu sér út um alla móa og oru að bíta. Hryssan fór líka að bíta. yvi stökk af baki og rak ærnar af Stað- En þegar hann ætlaði á bak aftur var hryssan alltof stór og Eyvi alltof lítill. Hann reyndi að teyma hana að bakþúfu en hún var hin þverasta og vildi ekki hlýða. Eyvi grenjaði svo að undir tók í holtunum. Aldrei gleymdi hann þessum fyrsta degi sínum í smala- embættinu. En einhvern veginn tókst honum þó að koma ánum heim um kvöldið. Mamma hans talaði ekkert um að það væri lítið í þeim. En Eyvi sagði ýmis- legt ljótt um hryssuna og varð þeirra samstarf ekki lengra. Setið ytir ánum Eyvi komst upp á lag með að sitja hjá og honum leiddist ekkert. Það var svo margt fallegt frammi á fjallinu, lækir með litlum silungum, fallegir steinar og gróður, og nóg af berjum á leiðinni þegar líða fór á sumar. Ef hann langaði að skoða einhvern stað betur tók hann ærnar með sér. En ekki sagði hann nú pabba sínum og mömmu frá því. Eyvi sat hjá mörg sumur. Það var ekki mjög langt þangað sem lítill strák- ur frá næsta bæ sat yfir sínum kindum og ef veðrið var gott og féð rólegt gátu þeir leikið sér saman. Eitt vorið þegar hjásetan var nýlega byrjuð tók Eyvi allt í einu eftir því að lamb var komið í hópinn, mórautt lamb. Það hafði ratað aftur til mömmu sinnar og nú saug það ákaflega og dillaði dindlinum. Þetta átti nú helst ekki að koma fyrir. Lömb- in voru rekin á fjall á vorin og áttu að vera sem lengst frá ánum. Þetta var óvenjulega viturt lamb, hugsaði Eyvi. Hann tók það með heim um kvöldið enda hefði hann ekki getað skilið það frá þó að hann hefði viljað en pabbi hans var nú ekkert sérlega hrifinn af þessu gáfaða, mórauða lambi. Hann tók það og flutti langar leiðir burt frá mömmunni. En viti menn! Daginn eftir var það komið aftur til Eyva og kvíaánna. Það var ómögulegt annað en að hafa gam- an af því. En foreldrum Eyva fannst að málnytin mætti varla minnka. Og nú var Móra litla flutt enn lengra, í aðra landareign. Það liðu einn eða tveir dagar. Þá sá Eyvi hvar sú mó- rauða kom, heldur en ekki tindilfætt. Enn fylgdi hún hópunum heim um kvöldið. Og nú gafst pabbi Eyva upp. Móru og mömmu hennar var sleppt og þær fengu að vera saman allt sumarið. Eyvi var duglegur að safna haga- lögðum. Það eru litlar ullarlufsur sem féð týnir úti um hagann. Krakkarnir máttu eiga það sem þeir gátu tínt sam- an. Eitt vorið hafði Eyvi verið óvenju fengsæll. Þegar pabbi hans fór í kaupstaðinn bað Eyvi hann að kaupa fyrir sig eitthvert fínt leikfang eins og voru nýfarin að fást í búðunum'. Pabbi hans kom heim með leik- fangabyssu og var Eyvi yfir sig hrifinn. Hann hljóp út á hlað með gripinn og hleypti af. Ógurlegur hvellur glumdi við. Hundurinn spratt upp og hljóp ýlfrandi frá bænum., „Komdu, komdu,“ kallaði Eyvi. En seppi var viss um að hann væri í hrika- legustu lífshættu. Hann kom ekki heim allan daginn. Eyvi varð hálfskömmustulegur yfir að svona skyldi takast til og feginn varð hann þegar hundurinn kom aftur. Þannig lauk fyrstu kynnum þeirra félaga af hinum stóra heimi. Eyva og systkinum hans gekk vel að læra að lesa þó að þau gengju ekki í neinn skóla. Og eitt haustið eignaðist Eyvi fyrstu bókina sína. Frændi hans og nafni, sem hét að sjálfsögðu Eyjólf- ur og var fínn maður í kaupstað, sendi honum bókina. Það var þjóðsagna- kver, einmitt sögur eins og Eyva þóttu skemmtilegastar. Hann var afar hreykinn af bókinni og helst mátti eng- inn annar snerta hana. Auðvitað þótti hinum krökkunum líka gaman að bókinni en þeir lásu ekki í henni nema Eyvi væri úti, helst fyrir utan tún. Og þeir voru snöggir að koma henni á sinn stað ef þeir heyrðu til stóra bróður. En minnsta barnið hafði ekki vit á þessu. Dag nokkurn um haustið var Eyvi nýkominn inn og sat við að úða í sig kjöti og súpu. Það var dýrlegur og sjaldgæfur matur en Eyvi var lítið að tefja sig á að nota hnífapör. Nema hvað — sér hann þá ekki hvar minnsti anginn er farinn að leika sér að bók- inni góðu. Eyva svelgdist næstum á súpunni. Hann stökk á fætur og þreif bókina, allur í fitu og kjötsúpu um hendurnar. Öll opnan varð útötuð og Eyvi varð ennþá reiðari — ef það var mögulegt. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.