Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 44
Fullorðna fólkið stillti til friðar. En
bókin hans Eyva var ennþá brún af
kiötsúpu.
Afi deyr
Eyvi svaf í næsta rúmi við afa sinn.
Eyva rúm var þversum við baðstofu-
gaflinn þannig að höfðagaflar rúm-
anna lágu saman. Það verður að segj-
ast eins og er að Eyvi var oft óþekkur
við afa sinn. Afi vildi hafa ró og frið.
En Eyvi var sífellt vís til að vera með
einhver uppátæki. Pá fauk í afa hans.
- Bíddu bara strákur, sagði hann.
Flver veit nema ég gangi aftur og taki í
lurginn á þér þegar þar að kemur.
Gamli maðurinn vissi að Eyvi var
myrkfælinn enda var honum hreint
ekki sama um þessa ógnvænlegu hót-
un. En mamma Eyva hristi höfuðið.
— Ósköp eruð þið líkir, sagði hún.
Svo eitt sumarið var afi gamli allt í
einu dáinn. Það var hljótt og undarlegt
í bænum og rúmið hans var autt.
Pabbi Eyva kallaði á hann.
— Þú ert nú orðinn svo duglegur
strákur, Eyvi minn, að ég ætla að biðja
þig að sækja fyrir mig viðinn í líkkist-
una. Þér verður hjálpað til að búa upp
á hestinn. Heldurðu að þú getir það
ekki, góði?
Eyvi sagði aldrei neinum hvernig
honum varð við.
- Jú, sagði hann. Ég get það.
Svo lagði hann af stað. í fylgd með
honum voru hestarnir og hundurinn -
og ótal draugasögur. Samt gekk hon-
um vel á áfangastað. En á
heimleiðinni fór að hvessa. Vindurinn
stóð í kistufjalirnar sem ískruðu og
mörruðu í rokinu og tóku á sig svo að
við lá að hestinn hrekti. Og svo fór að
skyggja.
Eyvi hugsaði sig um. Hann hlaut að
vera löglega afsakaður að gista á leið-
inni. Allir gátu séð að komið var vit-
laust veður. Eyvi og klárarnir sneru
heim að einum bænum, fegnir að kom-
ast í skjól. Þeim var tekið tveim hönd-
um. Eyvi fékk nógan mat og hlýtt ból.
Stormurinn gnauðaði á þekjunni langt
fram á nótt.
Daginn eftir komst hann svo heim
með viðinn óskemmdan og hafði
einskis orðið var. Afi gamli efndi
aldrei hótunina. Og kannski hefur
Eyva fundist að hann væri að nokkru
búinn að bæta fyrir óþekktina.
Framhald í næsta blaði.
VISSIR I>Ú?
Okkar málstaður orðinn dúett
að hljómsveitin Okkar málstaður
(Cosa Nostra) er orðin dúett? Ólöf
Sigurðardóttir syngur en Máni
Svavarsson leikur á hljóðfæri.
Fyrsta lag Okkar málstaðar eftir að
hann er orðinn dúett verður á vænt-
anlegri safnplötu sem gefin er út til
styrktar samtökunum Vímulaus
æska.
að söngkonan Björk GuðmundS'
dóttir er að undirbúa gerð ein-
söngsplötu? Guðlaugur ÓttarS'
son, fyrrverandi gítarleikari Kukis
og Þeys, sér um lagasmíðar °9
útsetningar. Platan verður víst laúF
létt og aðgengileg í alla staði.
að eiginmaður og barnsfaðir Bjarkar
Guðmundsdóttur leikur á gílar
með hljómsveitinni Sykurmo1'
um? Hann heitir Þór Eldon, e<
kunnur fyrir kveðskap og í Ijó^'
skáldahópnum Medúsa.
að væntanleg er á markað með v°r'
inu plata frá hljómsveitinni Nýjum
augum? Sem stendur er hugur 1
mönnum að skrá Bjarna Tryggv0
fyrir plötunni. Bjarni er söngvarl’
laga- og textamaður sveitarinnar
Líklegt þykir að platan seljist betuf
undir hans nafni en hljómsveitar'
innar. Poppþáttur Æskunnar maa|ír
með því að málið verði leyst á þann
hátt að platan verði skrifuð 3
Bjarna Tryggva ásamt Nýju111
augum.
að dönsk bók að nafni Verdensrock
seldist afar vel ( Svíþjóð, Noregi oQ
Danmörku núna fyrir jól? í bókin?1
eru 1000 vinsælustu og virtustd
hljómsveitir og poppstjörnur utaf
Danmerkur kynntar nokkuð raek1'
lega, allt frá Bítlunum og B°þ
Marley til Hróbjarts Wyatt oð
Henry Cow. Athygli vekur að ís'
lensku hljómsveitinni Kukli erU
gerð góð skil í bókinni.
að hlustendur Rásar 2 völdu Bubba
Morthens mann ársins 19^6
kannski í rökréttu framhaldi af Þvl
að rokkkóngurinn söng 5 af 12 |S'
í 1'
lensku lögunum sem komust
sæti vinsældalista Rásar 2
Bylgjunnar á árinu? Alls söng hann
7 lög sem komust í eitthvert af
efstu sætum útvarpsstöðvann3
1987 virðist einnig ætla að veFP
Bubba happadrjúgt á þessu sv'Æ
Þegar þetta er skrifað snemh10
janúar á hinn margkrýndi r0^ ,
kóngur 3 af 6 vinsælustu lögun
útvarpsrásanna.
44