Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1987, Blaðsíða 25
Hent út úr kennslustund Hæ, hæ, Æskupóstur! Fyrst vil ég þakka fyrir frábært blað. Svo langar mig til að þið birtið eftirfar- andi brandara: Sonurinn kemur heim úr skólanum rneð einkunnabókina sína. Mamma: Einkunnabókin sýnir að þú stendur algjörlega á gati í skólanum. Fú hlýtur að kunna einhverja skýringu á þessu ástandi. Sonurinn: Hvernig á ég að fá frið til að læra þegar mér er stöðugt hent út úr kennslustundum? Með bestu kveðju, Olöf Gunnlaugsdóttir, Sunnuvegi 8, 220 Hafnarfirði Að deyja úr ást K$ri Æskupóstur! Ég er hérna ein °g að deyja úr ást. Strákurinn er jafn- gamall mér en við vorum stundum að slá okkur upp saman. En núna segir hann öllum vinum sínum að ég sé í fýlu. Nýlega frétti ég að hann væri byrjaður að vera með annarri stelpu °g ég varð æðislega sár. Ég gekk á hann með þetta og spurði hvort hann v'jdi ekki lengur að ég væri að setjast hjá honum í strætisvagni eða láta sjá jriig mikið með honum. Hann sagði að Pað væri allt í lagi. Ég bað hann að segja mér frá því þegar hann missti áhugann á mér og byrjaði að vera með annarri stelpu. Hann þrætti fyrir að það gæti komið fyrir. Ég trúi honum samt ekki bók- staflega og líður illa að lifa við þessa óvissu. Mér finnst rosalega erfitt að gleyma stráknum því að ég er svo hrifin af honum. Hvað get ég gert til að ná athygli hans aftur? Ein örvæntingarfull Svar: Haltu áfram að vera vinsamleg við hann! Gættu þín á að vera ekki uppáþrengjandi. Aðdácndaklúbbur Kæri herra Æskupóstur! Loksins það sem allir hafa beðið eftir! Aðdáendaklúbbur Danna og Magga hefur tekið til starfa. Við vilj- um benda aðdáendum okkar á að skrifa til: Aðdáendaklúbbs Danna og Magga, Hlíðargötu 24, 740 Neskaupsstað Með bestu kveðju og þökk fyrir birt- inguna. Danni og Maggi Veggmynd af Don Johnson Hæ, hæ! Gætuð þið birt veggmynd af Don Johnson? Hér er svo einn brandari: Mamma: Kalli, kenndir þú litla bróður þínum þessi dónalegu orð? Kalli (hræddur): Ne..ei, ég sagði hon- um bara hvaða orð hann mætti ekki segja. Bæ, bæ. Rúna Veggmyndir af kiiaítspyniu- liðiim Hæ, Æska. Kærar þakkir fyrir litmyndina af Liverpool í jólablaðinu. Ég er viss um að fleiri en ég hafa haft gaman af henni. Ég vil endilega hvetja ykkur til að birta fleiri litmyndir af þekktum enskum knattspyrnuliðum. Þið mætt- uð jafnvel hafa þær á veggmynd. Ég sting upp á myndum með Arsenal, Manchester United og West Ham. Með kærri kveðju, Knattspyrnuunnandi á Siglufirði Til lesenda Æskupóstsins: Á síðastliðnu ári bárust Æskupóstin- um 350 bréf frá lesendum en aðeins var hœgt að birta 90 þeirra. Við val þeirra var notuð einföld aðferð. Þeir sem sögðu fráfélagslífi í heimabœ eða hverfi bréfritara gengu fyrir og eins þeir sem sögðu eitthvað frá sjálfum sér. Aftur á móti voru þau bréf, sem fjölluðu um svipað efni, látin mœta afgangi, t.d. óskir um viðtöl við ákveðna aðila eða tillögur um veggmyndir. Þegar við veljum bréf til birtingar á þessu ári höfum við sama háttinn á og fyrr. Þess vegna hvetjum viðykkur til að halda áfram að skrifa okkur fréttir af ykkur sjálfum og heimabœ eða hverfi ykkar. Hikið ekki heldur við að lýsa skoðunum ykkar á málefnum sem tengj- ast börnum og unglingum á einn eða annan hátt! Æskupósturinn bíður eftir að heyra frá ykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.