Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Síða 51

Æskan - 01.01.1987, Síða 51
Skq>tp ot> Gkí\c Lilja er 7 ára og pabbi hennar er rithöfundur. Nýlega fór fram milli þeirra eftirfarandi samtal: ~ Pabbi, hvað ertu að gera þegar þú situr allan daginn við ritvélina þína? ~ Eg er að skrifa bók. ~ En hvað það er heimskulegt þeg- ar alls staðar er hægt að fá keyptar bækur, sagði þá Lilja litla. Gesturinn: Þjónn! Ég get ekki borðað þessa súpu. Pjóninn: Andartak. Ég skal sækja kokkinn. Gesturinn: Kokkur góður! Ég get ekki borðað þessa súpu. Kokkurinn: Andartak. Ég skal sækja hótelstjórann. Gesturinn: Hótelstjóri góður! Ég get ekki borðað þessa súpu. Hótelstjórinn: Hvers vegna ekki? Gesturinn: Mig vantar skeið! Bekkurinn er í leikfimi og íþrótta- kennarinn hefur skipað öllum að leggjast á bakið og „hjóla“ með fótunum. Allir gera æfinguna nema Lísa. íþróttakennarinn kallar hátt: ~ Lísa, hvers vegna hjólar þú ekki eins og hinir? ~ Af því að ég er á skellinöðru, svarar hún að bragði. Tveir menn hittust í samkvæmi. Annar þeirra sagði: ~ Getur verið að ég hafi séð andlit þitt á einhverjum öðrum stað áður. ~ Nei, það þykir mér ótrúlegt. Það hefur alltaf setið þar sem það er nú. Kaupandi: Hundrað krónur fyrir þennan hund er of mikið. Ég skal borga helminginn. Seljandi: Nei, ég sel bara heilan hund. Éómarinn (við ákærða): Kölluðuð þér hann þjóf? Hinn ákærði: Já. Hómarinn: Og óþokka? Ákærði: Já. Hómarinn: Og asna? Akærði: Nei, herra minn. Ég gleymdi því alveg. — Hann er eldrauður, allur krumpaður og ncerri hárlaus. Þau eru nú ekki al- mennileg að vera svona ofsalega hrifin af honum — ég meina það! Pabbinn: Hvernig er það, lærir þú nokkuð í skólanum? Sonurinn: Já, eiginlega alltof mikið. Ég get ekki munað það allt saman. Þegar ég hef lært eitthvað segir kennarinn mér eitthvað nýtt og þá gleymi ég öllu hinu. Inga litla (í búðinni): Ég ætla að fá spegil. Búðarstúlkan: Á það að vera hand- spegill? Inga: Ég vildi gjarnan geta séð andlitið líka. Kennarinn: Komdu hérna, Pétuir minn, og segðu mér frá einhverju markverðu sem gerðist árið 1483. Pétur: Þá fæddist Marteinn Lúther. Kennarinn: Alveg rétt. En geturðu sagt mér frá einhverju sem gerðist 1487? Pétur hugsar sig um litla stund en segir svo: - Þá var Marteinn Lúther 4 ára. Alls staðar eru þessir „puttalingar“! Pabbi: Hvers vegna kemurðu svona seint heim úr skólanum? Nói: Ég var látinn sitja eftir. Pabbi: Hvernig stóð á því? Nói: Kennarinn spurði mig hvað væri synd og ég sagði að það væri synd að sitja inni í svona góðu veðri. Læknirinn: Þessar svefntöflur endast þér í sex vikur. Sjúklingurinn: En hamingjan góða! Ég hef ekki tíma til að sofa svo lengi. Einhverju sinni sátu tveir bændur á garðbekk og kepptu um hvor gæti sagt ótrúlegri sögur. - Ég átti einu sinni frænda, sagði annar bóndinn. Hann var svo fljót- ur að hlaupa að hann átti engan sinn líka. Hann lék sér að því að láta menn skjóta á sig úr byssu og þegar hann fann gustinn af byssu- kúlunni tók hann á sprett og hljóp um það bil eina mflu en þá gat kúlan ekki fylgt honum lengra. Ja- há. - Þetta kalla ég nú ekki mikið, sagði hinn bóndinn. Þú hefðir átt að sjá til hennar frænku minnar. Hún slökkti kertaljós á sama augnabliki og hún byrjaði að hátta. Hún var svo fljót að hátta að enn sást bjarmi af kertaljósinu þegar hún fór úr sfðustu spjörinni. Geri aðrir betur. Mamma: Hvað gengur að þér, Danni minn? Af hverju ertu að gráta? Danni: Mamma, ég datt í gær og meiddi mig í fætinum. Mamma: En hvers vegna ertu þá að gráta nú löngu eftir á? Danni: Þú varst á einhverjum fundi í gær þegar ég kom heim. Dóri: Pabbi, ég hljóðaði ekkert hjá tannlækninum í gær. Pabbi: Jæja, vinur minn. Hérna færðu 50 krónur eins og ég var búinn að lofa þér. Dóri tekur við peningnum en segir svo: — Tannlæknirinn var ekki við. 51

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.