Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 6
Krakkamir í Krílagötu
Hans og Gfft í beijamó!
í Krílagötu
var að koma haust.
Vigga og Elli
sátu úti á tröppum
og horfðu á fuglana.
Þeir flugu í stórum hópum
yflr himininn.
Stundum voru þeir í röðum
og einn var fremstur.
r
- Bráðum fara fuglarnir í burtu,
sagði Vigga.
Það finnst mér svo leiðinlegt
því þá er sumarið búið.
- Já, þá byrjar skólinn,
stundi Elli.
- Það er gaman,
sagði Vigga og brosti.
- Nei, stundi Elli.
Þá þarf maður alltaf
að þegja og vinna.
Það er leiðinlegt.
Svo sátu þau þegjandi
í smá stund.
Þá stökk Elli upp og hrópaði:
- Heyrðu, komum í berjamó!
- Já, sagði Vigga
og klappaði saman lófunum.
- En hver á að keyra okkur?
- Já, hver á að keyra okkur?
Allir pabbar og mömmur
voru að vinna!
- Iss, ég tek bara
bílinn hans pabba,
sagði Elli mannalegur.
Og hann benti á gamlan Saab
sem kúrði uppi við húsvegg.
-Ertu vitlaus, maður,
sagði Vigga.
Þú ert ekki með bílpróf.
Löggan kemur og tekur þig.
Þau hugsuðu málið um stund.
- Ég veit, sagði Vigga.
Við tökum strætó
og förum út á endastöð.
Svo löbbum við upp í fjall.
- Fínt, sagði Elli.
Farðu að útbúa nestið.
Stelpur eiga alltaf
að gera það.
- Nei, sagði Vigga ákveðin.
Það eiga allir að vinna
verkin saman. Annars er ég
hætt að leika.
Svo smurðu þau sér
þykkar brauðsneiðar
með hrognum og lifrarkæfu
og settu appelsínusafa á flösku.
í kjallaranum fundu þau
berjatínur og bauka.
Vigga skrifaði með
stórum stöfum:
VIÐ FÓRUM í BERJAMÓ.
VIGGA OG ELLI
og lagði bréfið á eldhúsborðið.
Svo lögðu þau af stað.
Úti hittu þau Jonna og Láru.
- Megum við koma með?
vældu þau.
- Nei, krakkar mínir.
Þið eruð svo lítil,
sagði Elli alvarlega.
- Þið getið ekki
gengið svona langt,
sagði Vigga.
Þetta er bara fyrir fullorðna.
Lára og Jonni vældu en Vigga
og Elli hlupu inn í strætó.
- Maður getur ekki
alltaf verið með smábörn
í eftirdragi, sagði Elli.
Á endastöð fóru þau út.
Þau sáu ekkert berjalyng
en lögðu samt land undir fót-
Þau gengu lengi, lengi
og fóru yfir margar
girðingar og skurði.
Á einum stað reif Elli
nýju skólaúlpuna sína
á ryðguðum gaddavír.
Heldurðu að við séum
á réttri leið?
spurði Vigga, móð og másandi-
- Örugglega! Það eru alls
staðar ber á íslandi.
$
Við sjáum þau
uPPí á næsta hól,
Sagði Elli ákveðinn.
En þar voru engin ber.
8 ekki heldur á næsta
^ða þar næsta hól.
au sáu margar kindur, litlar
®g stórar, en engin lömb.
i-öxnbin höfðu etið
Sv° mikið gras um sumarið
að þau voru orðin stór.
Vigga settist niður
°8 tíndi fífu í fallegri laut.
" ^inndu, hún er mjúk eins
°8 bómull, sagði hún og
Slrauk Ella um vangann.
Un Elli vildi ekki vera í fífu-
mó- Hann var orðinn svangur.
" ^að er kominn drekkutími,
Sagði hann og settist niður
njá Viggu.
Þau borðuðu allt nestið.
^ i^utinni var hlýtt og gott
þau voru þreytt og södd.
alleg sRý sigidu yfir
tmininn. Það var gaman að
a§gja og horfa á þau.
. um voru eins og skip,
°nnur eins og hallir.
r bg bý í þessari stóru höll.
J§ga benti upp í loftið.
ég í þessari þarna,
Sagði Elli.
, v° kem ég í heimsókn
a iitla, gula skýinu.
Pað er bíllinn minn.
^v°na lágu þau og skröfuðu
^am og aftur í lautinni.
§ fvrr en varði sigu augna-
°kin aftur og þau
steinsofnuðu.
*sKANi
Framhaldsbættir eftir Krístínu Steinsdóttur.
Á meðan lækkaði sólin á lofti;
svo hvarf hún bak við fjall.
Það fór að skyggja
og að lokum dimmdi alveg.
Þá vöknuðu krakkarnir.
Þau voru stirð af kulda
og ægilega hrædd.
Myrkrið var svo svart úti
í móanum.
Elli fór að gráta;
hann var svo hræddur.
Vigga fór að gráta;
hún var svo þreytt.
Svo tókust þau í hendur
og gengu af stað.
Þau gengu í áttina
að ljósunum í bænum.
Þau gleymdu öllu dótinu
í lautinni.
- Nú erum við eins og
Hans og Gréta, sagði Vigga.
- Og bráðum kemur nornin
og tekur okkur,
sagði Elli grátandi.
Þarna er hún! hljóðaði hann
og greip fast í Viggu.
Skjálfandi fetuðu þau sig
áfram þangað til þau sáu
hvers kyns var.
Þetta var bara girðingarstaur
sem leit út eins og norn
í myrkrinu.
Það var erfitt að ganga
því að myrkrið var svo svart.
Svo voru alls staðar
girðingar og skurðir.
- Hjálp, æpti Vigga.
Ægilegt, svart ferlíki reis
upp beint fyrir framan þau.
- Meeeee, sagði ferlíkið.
- Úff, ég hélt að þetta væri
skrímsli, sagði Elli.
- Ekki segja skrímsli,
þá verð ég svo hrædd,
sagði Vigga mjóróma.
Pabbarnir og mömmurnar
voru orðin óróleg
og fóru út að leita.
Þau óku fram og aftur
og spurðu alla krakka
í hverfinu.
En enginn vissi neitt.
Þau fundu Viggu og Ella
þegar þau voru næstum
komin heim.
- Eruð þið í bíltúr?
spurði Vigga mannalega.
Svo ultu þau inn í bílinn;
þau voru svo þreytt.
- Var mikið af berjum?
spurði pabbi stríðnislega.
- Nei, en fullt af draugum,
svaraði Elli og hallaði sér
aftur á bak í sætinu.
Og við vorum ekkert hrædd
við þá.
- Þeir báðu að heilsa þér,
pabbi minn, sagði Vigga.
Svo skelltu krakkarnir upp úr.