Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 23

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 23
írá ýtnsutu Góð leiðsögn Gunnar J. Gunnatsson, framkTæmdastióri KFUM og KFUK í Reykjavík skrifar hliðum Lífíð er dýrmætt — það dýrmætasta Sem við eigum. Þegar við erum ung og aUt leikur í lyndi horfum við gjarnan björtum augum til framtíðarinnar " enda þótt við vitum ekki hvað hún fel- Ur í skauti sér. Þeir eru margir sem vilja hafa áhrif á iíf okkar og segja okkur til um hvernig við getum notið þess sem best og farsæl- ast- Foreldrar okkar og aðrir ættingjar Sefa okkur góð ráð. Kennarar og ýmsir aðrir leiðbeina okkur. Vinir og kunn- ittgjar vilja segja sitt líka og líklega er t*að misjafnt eftir hverju við hlustum f*verju sinni. Ofan á góða leiðsögn þeirra Sem vilja okkur vel bætist svo ýmislegt annað, svo sem auglýsingar og áróður fjölmiðlanna, fyrirmyndir sjónvarpsþátta °8 bíómynda og ótal margt fleira. Við getum líklega seint talið upp allt t>að sem hefur áhrif á okkur og mótar °kkur og líf okkar, bæði til góðs og alls. Ln við getum þrátt fyrir það haft áhrif á hvað eða hverja við látum móta okkur og leiðbeina í lífi okkar og raunar erum við aHtaf að taka ákvörðun um slíkt. Og það Setur skipt verulegu máli eftir hverju við hlustum og förum, ekki síst þegar við er- um ung og erum að mótast, því að sumt verður okkur til góðs, annað getur orðið °kkur til ills. Endur fyrir löngu spurði skáld nokk- urt mikilvægrar spurningar um lífið. Spurningin var þessi: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hrein- um?“ í huga skáldsins er lífið líkt og ferð eftir vegi. Ýmsar hættur geta leynst á leiðinni og jafnvel orðið slys sem valda skaða. Og síðan spyr skáldið hvernig unnt sé fyrir ungt fólk að komast á far- sælan hátt gegnum lífið - eða með öðr- um orðum að halda vegi sínum hreinum. Skáldið hefur svar við spurningu sinni. Það veit að það er mikilvægt að hlusta vel eftir góðri leiðsögn og fá góð ráð. Svarið sem það gefur við spurning- unni er þetta: „Með því að gefa gaum að orði Drottins“ (Davíðssálmur 119,9). Ef til vill finnst þér þetta svolítið und- arlegt svar. Orð Drottins, hvað er nú það? Jú, það eigum við í gamalli bók, Bíblíunni, bók sem fólk hefur notað í margar aldir og hlotið úr leiðsögn um líf- ið og tilveruna. Bíblían er í þeirri sér- stöðu að hafa að geyma leiðsögn Guðs. Hún segir okkur hver við erum og hvernig við getum lifað og hagað lífi okkar. Hún segir okkur einnig hver Guð er og hvað hann vill okkur. Og hans leið- sögn hlýtur að skipta miklu máli vegna þess að hann gaf okkur lífið. Lífið er engin tilviljun. Það er dýrmæt gjöf Guðs til okkar og hann vill leiðbeina okkur í orði sínu, Bíblíunni, um það hvernig við eigum að lifa því svo að vel fari. Á einum stað segir t.d.: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá“ (Davíðssálmur 37,5). Margir geta borið því vitni að leiðsögn Guðs er mikilvæg og hefur fært þeim blessun í lífinu. Hvernig væri að reyna að hlusta eftir því sem Guð vill kenna *SKANi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.