Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 35
Helga Sif og Sif keppa líka.“
- Safnar þú einhverju?
„Já, ég safna plastpokum, alls konar
pokum, litlum og stórum. Ég verð mér
úti um þá á ýmsan hátt. Margir gefa mér
poka.“
Skólinn á Raufarhöfn var ekki byrjað-
ur er við ræddum við Rakel en hún verð-
ur eflaust sest á skólabekk þegar blaðið
berst ykkur. Hún segir að sér þyki
skemmtilegast að föndra.
Ef til vill eiga einhverjir plastpoka af
óvenjulegri gerð. Rakel tæki fegins
hendi við slíkri sendingu. . .
Safnar plastpokum
Rakel Björnsdóttir er níu ára og á heima
að Tjarnarholti 8 á Raufarhöfn. Hún var
í heimsókn hjá Ellen vinkonu sinni á Ak-
ureyri (7. tbl.) þegar ljósmyndari Æsk-
unnar smellti af þeim mynd. Rakel á tvo
bræður, 14 og 19 ára. Bestu vinkonur
hennar eru Helga og Sif, Helga Sif (!) og
Særún.
- Það er einkennileg tilviljun að telp-
urnar skuli heita þessum nöfnum - er
Helga Sif kannski frænka Helgu og Sifj-
ar?
„Nei, ég held að þær séu ekki skyld-
ar.“
(Við viljum skjóta því hér inn að oft
gleyma krakkar að beygja orð eins og Sif
- ekki síst ef það er seinna nafnið í sam-
settu heiti. Orðið breytist raunar ekki
nema í eignarfalli: Hefurðu komið heim
til Sifjar?. . .
Við nefnum þetta ekki af því að Rakel
hafi beygt orðið ranglega - aðeins af því
að okkur kom þetta í hug. . .)
- Við hvað leikur þú þér helst?
„Hitt og þetta. Ég æfi mig í íþróttum,
sundi, hlaupum og kúluvarpi. Ég keppi í
sundi á morgun, 50 m bringusundi.
**KANi
- Hvaða knattspyrnumenn dáir þú
mest?
„Ruud Gulhtt og Pele.“
- Hefur þú ferðast í sumar?
„Ég fór til Bakkafjarðar. Bróðir stjúp-
föður míns á heima þar. Ég lék mér við 9
ára strák og 10 ára stelpu. Við strákarnir
fórum að veiða. Við veiddum þorska og
ufsa og kötturinn á heimilinu fékk að eta
þá. Kötturinn beit einu sinni í krækju -
það var beita á henni - og særðist í
munninum. En hann jafnaði sig.“
Guðmundur Freyr er í Barnaskóla Ak-
ureyrar. Honum finnst stærðfræði
skemmtilegasta námsgreinin en skrift sú
leiðinlegasta. Besti vinur hans heitir
Fannar.
Guðmundur ber blöð til 46 heimila í
innbænum og byrjar á því klukkan níu á
morgnana.
- Hvernig gengur að vinna með skól-
anum?
„Ágætlega. Ég er ekkert mjög lengi að
bera út. Ég er í skólanum eftir hádegi
svo að ég hef nægan tíma.“
Lærði að sitja hest
fvar Þórður ívarsson var að leika sér á
hjólabretti þegar þess var farið á leit við
hann að setja upp sparibrosið fyrir Æsk-
una.
ívar á heima að Steinahlíð 3c. Hann er
níu ára, yngstur í systkinahópnum;
bræður hans eru 15, 20 og 29 ára, systir
hans 14 ára. Þegar við hringdum í ívar
um miðjan september sagðist hann eig-
inlega vera hættur að leika sér á hjóla-
skautum.
„Við erum oftast í eltingaleik og „við-
stöðulausum", stundum í fótbolta," seg-
ir hann.
- Hvernig leikur er viðstöðulaus?
(Kannski vita allir lesendur Æskunnar
það þó að við þurfum að spyrja. . .)
„Við stöndum í röð og sá síðasti segir
hve mörg tækifæri séu gefin. Svo er
bolta spyrnt í vegg. Sá sem ekki getur
sparkað í vegginn missir eitt tækifæri og
ef boltinn fer í einhvern er hann úr
leik.“
ívar er í Glerárskóla og finnst stærð-
fræði skemmtilegasta námsgreinin.
Hann segist safna frímerkjum og skrípa-
myndum. Hann á ekki gæludýr en lang-
ar mest í hvolp.
- Hefur þú ferðast um landið í sumar?
„Ég fór til Reykjavíkur. Bróðir minn á
myndbandaleigu þar. Ég fór oft til hans
og lék mér að tölvu.“
- Hvað hefur þér þótt skemmtilegast í
sumar?
„Það hefur margt verið skemmtilegt.
Ég var til dæmis á reiðnámskeiði í tíu
daga. Það var gaman. Ég get alveg setið
hest, datt bara einu sinni af baki.“
Eiga 2000 spil
Guðbjörg Anna Björnsdóttir varð á
vegi Heimis og festist á filmu! Hún er
níu ára og á heima að Steinahlíð 31. Hún
á tvö systkini, 13 ára systur og fjögurra
mánaða bróður.
„Já, ég gætti hans í sumar, ók honum
um í vagni. Ég var líka í vist og gætti
tveggja ára stráks. Ég er enn að passa
hann, frá klukkan tvö til hálfsjö."
- Þú ert þá í skólanum á morgnana.
„Já, ég byrja klukkan átta og er komin
heim um hálfeitt. Ég læri áður en ég fer í
vistina. Mér þykir stærðfræði skemmti-
legust en skrift leiðinlegust. Mér finnst
líka gaman í sundi. Ég er á námskeiði
núna.“
Guðbjörg hefur því nógu að sinna. En
við hvað leikur hún sér þegar tími gefst
til?
„Ég er oft í knattspyrnu með krökk-
unum. Nei, við fáum ekki alltaf að vera
með strákunum en oftast leyfa þeir okk-
ur að spila með. Hér eru tveir grasvellir
og einn malarvöllur. Við förum líka í
ýmsa leiki, t.d. Sínalkó. Hvernig leikur?
Einn kastar upp bolta og ef einhverjum
tekst að grípa er sá sem kastaði úr leik.
Sá sem grípur reynir að hitta einhvern.
Ef einhver verður fyrir boltanum er
hann úr leik. Já, við leikum okkur oft
mörg saman. En besta vinkona mín heit-
ir Shirley Hrönn Ásgeirsdóttir.
Ég safna hka spilum og límmiðum.
Við eigum 2000 spil. Mamma byrjaði að
safna spilum þegar hún var ung stúlka
og við systir mín söfnum báðar. Þetta
eru ýmist heilir stokkar eða stök spil. Ég
skipti við aðra krakka og stundum kaup-
um við spil.“
- Hefur þú farið eitthvað út fyrir bæ-
inn í sumar?
„Ég fór í sumarbústað að Illugastöð-
um og í sumarbúðir við Vestmannsvatn.
Ég var viku á hvorum stað. Já, það var
gaman. Við vorum í knattspyrnu að
Vestmannsvatni, fórum í sund og lékum
okkur við að vaða í vatninu. Svo fórum
við í messu.“
Æskan þakkar viðmælendum fyrir
spjallið og óskar þess að þeim farnist vel.