Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 41

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 41
The Cure nýrokksveit heims. Enda virðist Robert Smith loks vera farinn að taka Cure al- varlega sem alvöru hljómsveit. Póstáritun Cure er: The Cure, Acme House, 26-40 St. Andrews Street, Northampton NNl 2HY, England. Þýðingar á erlendum nöfnum Hæ, Popphólf! Það er ekkert vinalegra að kalla Michael Jackson Mikjál. Og nafn hljómsveitarinnar Europe er skrifað þannig í heimalandi þeirra, Svíþjóð, og þess vegna er ég óhress með að þið farið með nafnið eins og nafnið á heimsálfunni. Bless, Andrea Pálsdóttir. Kæra Popphólf! Mér þykir ekkert óþjált að tala um Bruce og Michael. Mannanöfn eru allt annað mál en nöfn landa. Við myndum ekki kæra okkur um að út- lendingar færu að þýða okkar nöfn yfir á sína tungu. Það eru ekki til neinir músíkantar sem heita Markús Knopfler eða Mikjáll Jakobsson. Berglind Ólafsdóttir. Kæra elsku Popphólf! Hættið að þýða ensk nöfn yfir á ís- lensku. Ég bíð eftir að þið þýðið A- Ha með þessu áframhaldi. 5 Star þýðir ekki 5 stjörnur heldur Fimm- stirni. Ég þakka svo fyrir U2 vegg- myndina. Sú var snögg upp á vegg. Getið þið birt veggmynd af Fimm- stirninu og fróðleiksmola og haft þá bitastæðari en þá sem þið birtuð fyrir nokkrum mánuðum þó að flokkurinn fari í taugarnar á ykkur! Logi Reynisson, 11 ára. Svar: Þessi umræða um þýðingar á er- lendum heitum er okkur kærkomin. Sérstaklega gleðjumst við yfir því að þið virðist okkur sammála um að þýða staðarheiti. Rökin fyrir þeim þýðingum eru þau sömu og fyrir þýð- ingu á erlendum manna- og hljóm- sveitanöfnum. Það er þjálla að nota íslensk en erlend heiti. Þau verða okkur tamari en erlendu orðin, falla betur að beygingarreglum okkar og samlagast íslensku á allan hátt, t.a.m. í samsettum orðum. Nafn bresku hljómsveitarinnar The Beatles er The Cult glöggt dæmi um þetta. Að vísu er ís- lenska heitið á þeim, Bítlarnir, nýyrði. Af því er þó auðvelt að draga orðin Bítill, Bítlalög og Bítlaæði. Orðið Bítlarnir beygist einnig í öllum föllum en ómögulegt er að fallbeygja The Beatles. Að auki er framburðar- munur svo mikill á íslensku og ensku að flest ensk nöfn afbakast í íslensku talmáli. Svo er líka spurning hvaða enskuframburði á að líkja eftir. Ein- ungis innan Bandaríkjanna má heyra fólk bera eftirnafn Bobs Dylans fram á svo ólíkan máta sem Dælan og Dill- an. Og í Bretlandi er mikill munur á framburði t.d. Oxford-stúdents og „cockney“-mælandi Lundúnabúa. Enn fremur eru nöfn erlendra þjóð- höfðingja oftast íslenskuð þegar því er við komið, s.s. Jóhanns Karls Spánarkonungs, Karls Bretaprins o.s.frv. Þessar þýðingar eru eðlileg viðleitni í þá átt að vanda íslenskt málfar. En við getum fallist á að hafa e.t.v. í einhverju tilfelli farið yfir strikið í þýðingum. Við biðjum ykk- ur um að láta okkur endilega vita ef ykkur þykir þýðing hjá okkur standa of fjarri erlenda heitinu, þ.e. að erfltt sé að átta sig á um hvern er fjallað. Þeir sem verða vitni að umfjöllun útlendinga um íslendinga taka eftir því að íslenska heitið er aðeins notað óbreytt í undantekningartilfellum. Sykurmolarnir eru kallaðir The Sugarcubes í enskumælandi löndum, Los Azúcarillos í spænskumælandi löndum og við höfum ekki einu sinni rétta letrið til að upplýsa hvernig nafn Sykurmolanna er skrifað í Japan og Kína. Nöfn Þeys og Þursaflokks- ins eru skráð í nokkrar erlendar mús- íkbækur. Þau eru ýmist stafsett Theyr og Thursaflokkurinn eða Peyr og Pursaflokkurinn. Jón Páll krafta- jötunn er einatt kallaður John Paul í enskumælandi löndum. * Fimmstirnið Grein um Fimmstirnið birtist væntanlega innan skamms. Hvernig dettur þér í hug að Fimmstirnið fari í I taugarnar á mér? Þau systkinin sem dansa betur en Brúsi frændi, klæðast fallegri fötum en A-Ha, eru betur greidd en Markús Knopfler og sam- I stilltari en piltarnir í Evrópu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.