Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 41
The Cure
nýrokksveit heims. Enda virðist Robert
Smith loks vera farinn að taka Cure al-
varlega sem alvöru hljómsveit.
Póstáritun Cure er:
The Cure,
Acme House, 26-40 St. Andrews
Street,
Northampton NNl 2HY, England.
Þýðingar á erlendum
nöfnum
Hæ, Popphólf!
Það er ekkert vinalegra að kalla
Michael Jackson Mikjál. Og nafn
hljómsveitarinnar Europe er skrifað
þannig í heimalandi þeirra, Svíþjóð,
og þess vegna er ég óhress með að þið
farið með nafnið eins og nafnið á
heimsálfunni.
Bless,
Andrea Pálsdóttir.
Kæra Popphólf!
Mér þykir ekkert óþjált að tala um
Bruce og Michael. Mannanöfn eru
allt annað mál en nöfn landa. Við
myndum ekki kæra okkur um að út-
lendingar færu að þýða okkar nöfn
yfir á sína tungu. Það eru ekki til
neinir músíkantar sem heita Markús
Knopfler eða Mikjáll Jakobsson.
Berglind Ólafsdóttir.
Kæra elsku Popphólf!
Hættið að þýða ensk nöfn yfir á ís-
lensku. Ég bíð eftir að þið þýðið A-
Ha með þessu áframhaldi. 5 Star
þýðir ekki 5 stjörnur heldur Fimm-
stirni. Ég þakka svo fyrir U2 vegg-
myndina. Sú var snögg upp á vegg.
Getið þið birt veggmynd af Fimm-
stirninu og fróðleiksmola og haft þá
bitastæðari en þá sem þið birtuð fyrir
nokkrum mánuðum þó að flokkurinn
fari í taugarnar á ykkur!
Logi Reynisson, 11 ára.
Svar:
Þessi umræða um þýðingar á er-
lendum heitum er okkur kærkomin.
Sérstaklega gleðjumst við yfir því að
þið virðist okkur sammála um að
þýða staðarheiti. Rökin fyrir þeim
þýðingum eru þau sömu og fyrir þýð-
ingu á erlendum manna- og hljóm-
sveitanöfnum. Það er þjálla að nota
íslensk en erlend heiti. Þau verða
okkur tamari en erlendu orðin, falla
betur að beygingarreglum okkar og
samlagast íslensku á allan hátt, t.a.m.
í samsettum orðum. Nafn bresku
hljómsveitarinnar The Beatles er
The Cult
glöggt dæmi um þetta. Að vísu er ís-
lenska heitið á þeim, Bítlarnir,
nýyrði. Af því er þó auðvelt að draga
orðin Bítill, Bítlalög og Bítlaæði.
Orðið Bítlarnir beygist einnig í öllum
föllum en ómögulegt er að fallbeygja
The Beatles. Að auki er framburðar-
munur svo mikill á íslensku og ensku
að flest ensk nöfn afbakast í íslensku
talmáli. Svo er líka spurning hvaða
enskuframburði á að líkja eftir. Ein-
ungis innan Bandaríkjanna má heyra
fólk bera eftirnafn Bobs Dylans fram
á svo ólíkan máta sem Dælan og Dill-
an. Og í Bretlandi er mikill munur á
framburði t.d. Oxford-stúdents og
„cockney“-mælandi Lundúnabúa.
Enn fremur eru nöfn erlendra þjóð-
höfðingja oftast íslenskuð þegar því
er við komið, s.s. Jóhanns Karls
Spánarkonungs, Karls Bretaprins
o.s.frv. Þessar þýðingar eru eðlileg
viðleitni í þá átt að vanda íslenskt
málfar. En við getum fallist á að hafa
e.t.v. í einhverju tilfelli farið yfir
strikið í þýðingum. Við biðjum ykk-
ur um að láta okkur endilega vita ef
ykkur þykir þýðing hjá okkur standa
of fjarri erlenda heitinu, þ.e. að erfltt
sé að átta sig á um hvern er fjallað.
Þeir sem verða vitni að umfjöllun
útlendinga um íslendinga taka eftir
því að íslenska heitið er aðeins notað
óbreytt í undantekningartilfellum.
Sykurmolarnir eru kallaðir The
Sugarcubes í enskumælandi löndum,
Los Azúcarillos í spænskumælandi
löndum og við höfum ekki einu sinni
rétta letrið til að upplýsa hvernig
nafn Sykurmolanna er skrifað í Japan
og Kína. Nöfn Þeys og Þursaflokks-
ins eru skráð í nokkrar erlendar mús-
íkbækur. Þau eru ýmist stafsett
Theyr og Thursaflokkurinn eða Peyr
og Pursaflokkurinn. Jón Páll krafta-
jötunn er einatt kallaður John Paul í
enskumælandi löndum.
*
Fimmstirnið
Grein um Fimmstirnið birtist
væntanlega innan skamms. Hvernig
dettur þér í hug að Fimmstirnið fari í
I taugarnar á mér? Þau systkinin sem
dansa betur en Brúsi frændi, klæðast
fallegri fötum en A-Ha, eru betur
greidd en Markús Knopfler og sam-
I stilltari en piltarnir í Evrópu!