Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 39
Krístín Steinsdóttir endursagði
Sláturtíð
í gamla daga var sláturtíð með
allt öðrum hætti en hún er nú.
Núna er algengt að krakkar tali
um nýjan blóðmör sem svart slát-
Ur og lifrarpylsu sem brúnt slátur
°§ vilji hvorugt borða. Svið eru á
borðum flestra a.m.k. einu sinni á
^austi og sömuleiðis hjörtu og
nÝru. Kjötmeti er unnið, sett í
^ystikistur og borðað nýtt nema
t>að sem reykt er úr hangikjöt.
Lítið er um að menn borði súran
mat nú orðið nema þá helst roskið
fólk. Á þorra sést þó súrmatur á
borðum margra til hátíðabrigða.
Sláturtíðin var mikill annatími í
8amla daga. Þá var verið að útbúa
mat til alls vetrarins, jafnvel árs-
ms. Ef lítið var um salt var mest
af kjötinu reykt. Það var líka
^engt upp og látið þorna en
þurrkaða kjötið vildi úldna. Best
bótti að salta kjötið en oftast var
*iög erfitt að útvega salt, sérstak-
^ega fyrir þá sem bjuggu langt frá
^aupstað.
Konur gerðu slátur úr innmat
kindanna og nýttu sér allt sem
þær gátu. Oft var erfitt að útvega
mjöl til að setja út í blóðið og þá
notuðu þær fjallagrös í staðinn.
Til gamans eru hér nokkrar teg-
undir matar sem þóttu herra-
mannsmatur í þá daga: Lifrin var
soðin og etin ný en lungun voru
soðin og sett í súr. Garnirnar voru
hreinsaðar, fléttaðar saman og
súrsaðar. Sviðin voru látin bíða.
Oft voru þau farin að úldna þegar
farið var að vinna við þau en það
þótti mörgum bara betra. Þau
voru borðuð köld í þá daga eins
og oft er gert núna. Heilinn var
soðinn, stappaður með salti og
þótti herramannsmatur. Á sum-
um bæjum voru svið líka súrsuð.
Lappir voru alltaf sviðnar og lagð-
ar í súrt.
Þið sjáið að ýmislegt má nýta og
matbúa á annan hátt en gert er
núna. Og nú fer sláturtíðin í
hönd. Hvernig væri að taka þátt í
henni og koma með uppástungur
um vinnsluaðferðir?