Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 24

Æskan - 01.08.1988, Blaðsíða 24
—Af kisunni Trínu— Kæri Æskupóstur! Mig langar að lýsa kisunni minni. Hún heitir Trína og er svört og hvít. Hún varð eins árs 1. mars. Hún er svolítið frek en samt afar góð. Þá er þetta stutta bréf á enda. Ragnhildur. —Fréttir frá Flateyri— Kæra Æska! Ég ætla að segja ykkur lítillega frá h'finu hér á Flateyri. Nú eru skólarnir að byrja og við krakkarnir að hætta að vinna í frystihúsinu þar sem við störfuðum í sumar. Það var ekki sér- lega skemmtilegt að vinna í frystihúsi enda launin ekki eftirsóknarverð - en ýmislegt verður maður að leggja á sig því að ekkert er hægt að gera peningalaus. Yngstu krakkarnir á Flateyri eru duglegir að hafa ofan af fyrir sér. Þeir hafa verið í fótbolta og ýmsum leikj- um langt fram eftir kvöldi í sumar. - Jæja, þetta ætla ég að láta gott heita svo að þið fáið ekki leið á mér. Með bestu kveðju, Dísa. Fréttabréf úr Qarðaskóla Kæra Æska! Ég vona að þú birtir bréfið frá mér því að þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér. Ég ætla að segja þér frá yndislega skólanum mínum, Garða- skóla, sem flestir þekkja. Eins og nafnið bendir til er hann í Garðabæ. Skólinn er gagnfræðaskóli og í hon- um eru rúmlega 700 nemendur. Þar á meðal eru nemendur frá Álftanesi í 7., 8., og 9. bekk. Garðaskóli er, að ég held, 15 ára og hefur breyst mikið á þeim tíma. Til dæmis var tekin ný álma í notkun fyrir 1-2 árum svo að fleiri nemendur kæmust fyrir. Einnig er búið að koma upp svokölluðu „gróðurhúsi“ sem reyndar er aðeins einn veggur skólans með mörgum gluggum og því hentugt að rækta plöntur þar. Bóka- safn Garða er einnig til húsa í skólan- um og hafa nemendur sérinngang í safnið. Sú nýjung hefur verið tekin upp í íslensku og stærðfræðinámi hjá 8. bekk að hafa hæg-, mið- og hraðferð eftir því hvernig nemandinn hefur staðið sig í þessum greinum á loka- prófunum í 7. bekk. Nemandi, sem fékk 3 í stærðfræði en 6 til 8 í ís- lensku, fer í hægferð í stærðfræði en miðferð í íslensku. Félagslífið hérna er ekki af verri endanum. Böll eru haldin þriðju hverja viku og opin hús eru annan hvern dag. Einnig erum við með ýmsa klúbba. Þekktar hljómsveitir og tónlistarmenn, svo sem Greifarnir, Stuðkompaníið, Stuðmenn, Skrið- jöklar og Bubbi, hafa komið og skemmt nemendum. Þið sjáið af framanrituðu að það er ekki að ástæðulausu sem Garðaskóli er talinn einn besti skóli landsins. Hann verður enn betri þegar búið er að fjarlægja sjoppuna sem er nokkra metra frá honum og koma á fót mötu- neyti í skólanum í staðinn. Skóla- stjórinn var að minnsta kosti búinn að lofa okkur mötuneytinu. Blessuð, Aðdáandi G.G. og Æskunnar. -Meira um fimleikafólK' Kæri Æskupóstur! Mér finnst að þið ættuð að hafa fleiri viðtöl við fimleikafólk. íslend- ingar eiga marga góða fimleikamenn, t.a.m. Fjólu Ólafsdóttur, Lindu Steinunni Pétursdóttur og Guðjon Guðmundsson. Svo vil ég biðja um Hæ, hæ, Æska! Ég byrja auðvitað á því að þakka fyrir frábært blað. Ég á heima í na' grenni Egilsstaða og ætla að seg)a ykkur dálítið frá heimavistarskólan- um minum. 19 Skólinn var settur mánudagmn i7' september. Eftir ræðu skólastjórans fóru foreldrar okkar heim aftur en við urðum eftir í heimavistinni- Vi fórum daglega með rútu á sundnam- skeið á Egilsstöðum. Þegar tímanum var lokið fórum við í sjoppuna og keyptum okkur sælgæti. Það var borðað í rútunni til baka. Eftir kvöldmat förum við oftast i löggu- og bófaleiki. Klukkan tíu er kvöldkaffi og kl. hálf-ellefu göngum við til náða. Elstu krakkarnir mega hins vegar vaka til ellefu. Morguninn eftir vekja kennararnir okkur tuttugu mínútur yfir sjö. Þegar við höfum búið um okkur og tekið okkur saman í andlitinu förum við niður til a borða morgunverð. Kl. átta hefst fyrsti tíminn. Hver tími er 40 mínut ur. Kennsludeginum lýkur um mi degið. Kl. hálf-fjögur er kaffitími °8 frí til kl. fimm en þá hefst lestím* og stendur í klukkustund. Síðan horfum við á sjónvarpið eða gerum eitthvað skemmtilegt. Við erum í skólanum frá mánudegi til föstudags en þá förum við í helgar leyfi. Ég aðstoða heima við að ge a refunum og minkunum vatn og mat tvisvar á dag. Svo fer ég í fjárhúsin hjálpa pabba að gefa kindunum- fÆSKAN Bima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.