Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 9
Framhaldssaga eftir
Kristínu Steinsdóttur
- Kannski fæ ég kvef og dey,
hrópaði Tolli.
En það hlustaði enginn á hann-
Honum var nær. . . .
Loks gat öll hersingin
lagt af stað.
Þau báru skólanestið til skiptis.
í dag voru það
Tumi og Tala sem báru.
Á leiðinni bættust
mörg tröllabörn í hópinn.
Sumir gengu hratt aðrir hægt.
Nokkrir fóru að elta héra
og gleymdu að halda áfram.
Skólinn byrjaði klukkan átta.
Þá hringdi stóra skólabjallan.
Tómasína hrökk í kút
þegar bjallan glumdi.
Tröllin þokuðust inn í hellinn
og hver bekkur
Teikningar:
Míu ára börn í
Grundaskóla á
Akranesi
fór í sinn rangala.
Eldsnemma næsta morgun
vöknuðu Tómasína og Tyrfíngur.
Sólin var að koma upp
yfír trén í skóginum.
Þau gátu ekki beðið
eftir að komast í skólann.
Þau hlökkuðu svo mikið til.
Loksins vöknuðu
pabbi og mamma
og hin tröllabörnin.
Allir voru syfjaðir
og geðvondir
nema Tómasína og Tyrfingur.
Þau sátu utan við stóra tréð
og biðu og biðu.
Svo tíndust tröllin út
eitt og eitt í einu.
Tóti var á einum sokk
og Títa fann hvergi skóna sína.
Mamma var búin að leita um allt
en skórnir fundust hvergi.
En allt í einu
tók Tolli við sér.
- Æ, ég lánaði
skólausum tröllastrák
skóna þína í gærkvöldi
þegar þú varst sofnuð.
- Ertu vitlaus, drengur,
sagði tröllamamma hvöss.
Hvaða strákur var það?
- Það veit ég ekki.
Honum var svo kalt á löppunum,
hann var orðinn blár á tánum,
svaraði Tolli.
Ég skal finna hann seinna.
Títa var æfareið.
Hún rauk á Tolla
og barði hann og lamdi
eins og harðan fisk.
Svo reif hún hann úr skónum
og fór í þá sjálf.
Og Tolli varð að fara
á sokkunum í skólann.
í hverjum rangala
var einn kennari
og allt of mörg tröll.
Tómasína settist fremst
hjá lítilli tröllastelpu
sem hét Sullumbulla.
Henni leist vel á stelpuna.
Sullumbullu þótti gaman að lesa
alveg eins og Tómasínu.
Tyrfingur settist aftast
hjá mörgum tröllastrákum.
Þeir voru ekki
komnir til að læra.
Sumir höfðu ekki einu sinni
tekið skólatöskurnar með.
8ÆSKAJST
í*eir lentu fljótlega
1 hörku áflogum.
Kennarinn var stór
°g mikil skessa
sem hét Tröllmunda.
Hún var með langt og mjótt nef.
Hárið var strítt
Hún lét tröllin fá bækur
°g sagði þeim að lesa.
Svo kom hún til Tómasínu
hl að athuga
hvort hún kynni að lesa.
Hún var ekki lítið hissa
Þegar hún heyrði
hvað Tómasína las vel.
Er hann bróðir þinn
hka svona duglegur?
sPUrði Tröllmunda og brosti
svo að skein í margar
skemmdar tennur.
Tómasína svaraði ekki.
Hún horfði bara á borðið.
há fékk hún bók að lesa í
en Tröllmunda fór
sem hétu menn og voru
næstum eins og litlir álfar.
Þeir áttu heima í agnar smáum
húsum sem voru eins og
trölla-eldspýtustokkar.
Þegar hún var búin með bókina
mátti hún fara að teikna.
Tröllmunda hafði engan tíma
til að sinna henni og hinum
tröllastelpunum.
Hún var allan tímann
að gæta þess að tröllastrákarnir
í öftustu röðinni
dræpu ekki hver annan.
Þegar nestistíminn byrjaði
kom í ljós að Tyrfingur
og Tómasína höfðu engan mat.
Tumi og Tala,
sem áttu að bera nestið,
höfðu etið allt á leiðinni
og komið allt of seint
í skólann.
Sullumbulla gaf Tómasínu með
sér en Tyrfingur stal nesti
frá tröllastrák.
Þá lenti hann
í ennþá meiri áflogum.
Hann var allur orðinn
rifinn og tættur.
í frímínútunum var mikið fjör:
Tröllastrákarnir létu
tröllastelpurnar
aldrei í friði.
Þeir stálu húfum og spöngum
og hlupu með þær út um allt.
Svo lokuðu þeir stelpurnar
inni á klói.
Þeir stálust líka út í sjoppu
og keyptu tröllagott.
Það var alveg bannað!
Tómasína var hálfhrædd
og alveg undrandi
á öllum látunum.
Um kvöldið sagði hún við
tröllapabba og tröllamömmu:
- Ég er ekkert viss um að ég
fari í skólann á morgun.
Það eru svo mikil læti.
Ég er dálítið hrædd.
Get ég ekki bara lesið heima?
- Asni ertu, sagði Tyrfingur.
Til hvers heldurðu
að maður fari í skólann?
Ekki til að lesa
heldur til að slást,
sagði hann svo.
O, hvað ég hlakka til!
Og hann brosti út að eyrum.
°g handleggirnir langir.
1 öftustu röð.
í*ar sat Tyrfingur
°g kunni ekki að lesa.
' Mér er alveg sama, sagði hann.
% ætla ekki að læra að lesa.
Svo hélt hann áfram að slást
við strákinn í næsta sæti.
Tröllmunda stundi.
Tórnasínu fannst bókin
skemmtileg.
Hún var um pínulitlar verur
ÆSKAN 9