Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 53
Ráðhildur fiós
Kátur og Kútur
Nashyrningurinn hrópar ákaft á hjálp. Kátur og Kút-
ur hlaupa til hans og spyrja hvað ami að honum.
- Æ, æ, mig klæjar óskaplega á hryggnum og næ
ekki þangað. Viljið þið vera svo góðir að klóra mér?
- Það er alveg sjálfsagt, segir Kátur, klifrar upp á bakið á nas-
hyrningnum og hamast við að klóra honum. - Ég finn varla fyrir
þessu. Það er líklega af því að húðin er feikna þykk. Geturðu
ekki fundið eitthvað oddhvasst?
K-átur litast um og kemur auga á broddgöltinn.
~ Komdu og hjálpaðu okkur, kæri vinur. Þú ert al-
Veg kjörinn í þetta hlutverk. - Hvað á ég að gera?
sPyr broddgölturinn.
- Raunar ekkert annað en að leyfa mér að halda á þér og klóra
nashyrningnum með broddunum! Þú hlýtur að finna fyrir þessu,
nashyrningur! - Já, þetta er allt annað. Dugðu nú vel, drengur
minn! Ef þú heldur svona áfram verð ég laus við kláðann í fyrra-
málið. . .!!
- Mamma vildi ekki lána okkur þvottasnúruna. Þess
Vegna tókum við bara gömlu bindin þín. . . þú notar
þau aldrei. . .
hvað tákna teikningarnar?
Ef ímyndunarafl ykkar er sterkt og ályktunarhæfni með
ágætum má til bera að ykkur komi sama svar í hug og
teiknaranum. Reynið ykkur og lesið lausnina á bls. 54 . . .
ÆSKAU 53