Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 44

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 44
Michael Jackson - Mikkjáll Jackson fæddist 29. ágúst 1958 í Indíana í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Hann verður því 31 árs næsta haust. - Hann er næst yngstur níu syst- kina (Janet er yngst). - Hann var aðeins 5 ára þegar hann hóf að vinna á skemmtunum. Þá sló hann á „bongó“ trommur (tvö- föld handtromma). Nokkrum mán- uðum síðar fór hann að syngja með hljómsveitinni sem var skipuð eldri bræðrum hans. Áður en leið á löngu var Mikkjáll orðinn stjarna hljóm- sveitarinnar, Jackson 5. - Fyrstu tvær plötur Jackson 5 seldust ekki neitt. En eftir að blökku- söngkonan Diana Ross tók hljóm- sveitina að sér náðu Jackson 5 al- mannahylli í upphafi áttunda áratug- arins. Diana • var ein vinsælasta Hljómplata Mikkjáls, „Thriller," er söluhæsta plata allra tíma. Hún hefur selst í 40 milljónum eintaka. Mikkjáll Jackson á höfundarétt allra Bítlalaganna. söngkona heims um þessar mundir og tók Jackson 5 með sér í sjónvarps- þætti, hljómleikaferðir o.s.frv. - Faðir Mikkjáls, Jói Jackson (Joe), var atvinnu-gítarleikari og móðir hans Kata (Kathy), var at- vinnu-klarinettuleikari. - 13 ára hóf Mikkjáll einkaferil. Það sama gerður bræður hans. En hann einn náði vænlegum árangri. Nafni hljómsveitarinnar hafði þá áður verið breytt í The Jacksons. - Á síðari hluta áttunda áratugar- ins hófst ferill Mikkjáls sem kvik- myndaleikari. Þá útvegaði Diana Ross honum hlutverk í kvikmyndinni „The Wiz“. Myndin er misheppnuð en var samt ágæt auglýsing fyrir hann. - Mikkjáll hefur á síðustu árum verið hæddur fyrir að breyta sér úr blökkumanni með lambakrullur, þykkar varir og breitt nef í fíngerðan „kynblending“ með lítillega liðað sítt háf, þunnar varir og grannt nef. - Utlitsbreytingin á honum er að- eins einn þáttur í að koma honum lengra inn á „hvíta“ poppmarkaðinn en ella. í heimalandi hans mæta blökkufólki ýmsar hindranir í skemmtistörfum. T.a.m. er upp- bygging bandaríska vinsældalistans blökkumönnum í óhag. Þá einskorða margir fjölmiðlar sig einvörðungu við músík hörundsljósra. anaaair tiimMirw msMussmmmsmm - Mikkjáll var fyrsta hörunds- dökka manneskjan sem fékk að koffia fram í einni vinsælustu sjónvarpsstöð Bandaríkja Norður-Ameríku, músík- stöðinni MTV. Til að koma honuffl þangað inn þurfti útgáfufyrirtæki hans, CBS („hvítt“ útgáfufyrirtæki; nú í eigu japanska fyrirtækisins So- ny), að hóta verkfalli gagnvart M'fV, þ.e. taka Brúsa Springsteen, Rolling Stones o.fl. úr dagskrá MTV. - Mikkjáll hefur sungið inn á plöt' ur með vinsælum, hörundsljósuff söngvurum, s.s. Paul McCartney ur Bítlunum og Mick Jagger úr Rollin? Stones. Á þann hátt tókst að opua honum leið inn í ýmsar útvarpsstöðv- ar sem spila annars einvörðung11 músík hörundsljósra. - Á síðustu plötum sínum hefur hann fengið hörundsljósar gítarhet)ur til aá opna sér leið inn á bárujárns- markaðinn (sem er jafn-„hvítur“ °S ,,Kántrí“-markaðurinn). Á „Bad“ er það Stefán, gítarleikari Billa Idols en á „Thriller" er það Hollendingurinn Eddi Van Halen úr Van Halen. - Mikkjáll, sem er ekki eins snjali söngvasmiður sem söngvari og dans- ari, er þó höfundur baráttusönglags' ins „We Are The World“ sem banda- ríska „hjálparsveitin“, U.S.A. F°r Africa (Brúsi Springsteen, Harry Belafonte, Poul Simon o.fl.) sungu til að vekja athygli á bágstöddum í Aff' íku og afla fjár til matargjafa handa þeim. - Plata Mikkjáls, „Thriller“ er söluhæsta plata allra tíma. Hún hefur selst í rösklega 40 milljónum eintaka- - Þegar Paul McCartney og ekkja Johns Lennons, Yoko Ono, deildu fyrir nokkrum árum um höfundarrétt Bítla-laganna notaði Mikkjáll óssttið til að kaupa höfundarréttinn. Hann „á“ því öll Bítlalögin, s.s. „Yester- day“, „Help“, „All You Need Is Love“ o.s.frv. Þetta veldur ýmsuru undrun eins og þegar hann seldi lag10 „Revolution" nýlega til notkunar 1 fataauglýsingu. Þá tókst þó ekkju höfundarins og Paul McCartney a stöðva í sameiningu slíka misnotkun á laginu. - Mikkjáll hefur orð á sér fyrir a vera sérlundaður. Hann er sagður einangra sig með nokkrum dýrurn 44 ÆSKATI J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.