Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 42

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 42
5extá n eftir Hafdísi Ingu Haraldsdóttur 15 ára Ég vaknaði í morgun full tilhlökkunar. Það er ekki á hverjum degi sem maður á afmæli. En góða skapið var ekki lengi að hverfa því að það fyrsta, sem ég heyrði, var rifrildi á milli pabba og mömmu. „Á ég að trúa því að þú hafíð ekkert keypt?“ sagði pabbi með nokkurri hneykslun í röddinni. „Ætlastu til að ég geri alla skapaða hluti hér á heimilinu?“ sagði mamma hvasst á móti. Það heyrðist greinilega að hún var full. Ég varð bálreið. „Getur manneskjan ekki einu sinni verið ófull þegar maður á afmæli?“ hugs- aði ég særð og svekkt. Þar með var góða skapið farið. Ég hoppaði fram úr rúminu og klæddi mig í röndóttu sokkabuxurnar og stutta svarta pilsið sem ég var nýbúin að fá. Að lokum skellti ég mér í hvíta peysu og leit í spegilinn. Við mér blasti hávaxin, vel þroskuð stelpa, andlitsfríð, með dökkt, sítt, liðað hár. Þrátt fyrir þá mynd sem spegillinn sýndi mér var ég ekki ánægð með útlitið. En við því var ekkert að gera því að mamma er á móti því að ég máli mig að staðaldri. Ég hljóp niður. Húsið okkar er stórt og nýtískulegt, kannski fremur tilgerðar- legt, á tveimur hæðum. í stiganum mætti ég mömmu. Hún leit undan þegar hún sá mig, óskaði mér ekki einu sinni til hamingju. Pabbi sat hins vegar í eld- húsinu með uppgjafarsvip á andlitinu. Hann reyndi að kreista upp bros þegar hann sá mig og kyssti mig lauslega á kinnina. „Jæja, orðin sextán?“ sagði hann. Ég brosti fölsku brosi og játaði. „Viltu ekki kíkja í bæinn eftir ein- hverju sem þig langar í?“ spurði hann. „Stelpur vanhagar alltaf um eitthvað.“ „Jú, pabbi,“ sagði ég og skapið batn- aði þó nokkuð. Þegar ég var að leggja af stað í skólann kallaði pabbi á eftir mér: „Ekki ásaka mömmu þína, Hulda min. „Nei,“ sagði ég og kvaddi. Fyrir utan skólann hitti ég Hrefnu. Hún er ein af stelpunum sem ég er alltaf með, getur verið þrælhress en er stund- um alveg rosalega stríðin. „Jæja, finnurðu einhverja breytingu á þér?“ spurði hún og glotti. „Já,“ svaraði ég. „Það er einhver djúp- stæð tilfinning hérna inni sem hefur ekki verið þar áður,“ hélt ég áfram og þrýsti létt á hjartastað. Hún leit fyrst á mig undrandi en brosti svo hlýlega. í löngu frímínútum hittum við Önnulísu og Stínu. Annalísa er besta vinkona mín og ég segi henni yf- irleitt allt. Hún óskaði mér til hamingju og spurði hvort ég ætlaði í bæinn í kvöld. „Nei,“ sagði ég, „ég held að ég nenni ekki.“ „En annað kvöld?“ spurði hún. „Já, frekar, svaraði ég. „Viltu ekki hringja í kvöld eða á morgun?“ „Jú, ég geri það. Ég er að fara í tíma en við sjáumst!“ sagði hún og rauk í burtu. Næsti tími hjá okkur var íslenska. Kennarinn okkar heitir Denni og er ung- ur, frekar taugaóstyrkur maður. Hann er „kennsluóður“ sem lýsir sér í því að hann er ævinlega kominn á mínútunni í stofuna og hleypir okkur aldrei út fyrr en hringt er. Þetta brást ekki nú fremur en endranær. Þegar bjallan hringdi kom hann hlaupandi og spurði taugaóstyrkur: „Er ég nokkuð of seinn?“ Við fullvissuðum hann um að svo væri ekki. „Hann á erfitt,“ hvíslaði ég að Hrefnu og við hlógum báðar. „Má ég vita líka,“ spurði Denni, ætl- aði augljóslega að koma okkur í vand- ræði. „Já, já,“ sagði Hrefna stríðnislega, „við vorum að tala illa um þig!“ Denni fölnaði og lagaði bindið sitt. „Já, ha, ha,“ sagði hann og ræksti sig- „Svo að við snúum okkur að alvör- unni,“ sagði hann en komst ekki lengra því að Svenni greip fram í: „Hvurslags vara er nú það?“ 42 ÆSKAJSl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.