Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 32
R •* I - T " H > Ö * F < -JJ *
Kristín
Loftsdóttir
„Hef fullan
hug á því |
að skrifaj
meira“i
Að þessu sinni kynnum við bráðungan
og efnilegan höfund, Kristínu Loftsdótt-
ur, og birtum kafla úrfyrstu bók henn-
ar, Fugli í búri. Sagan var valin til
verðlauna í samkeppni Verðlaunasjóðs
íslenskra barnabóka og hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin 1988.
Kristín var 19 ára er hún tók við verð-
laununum.
Á bókarkápu segir:
„Bókin fjallar um áhrifamikla viðburði
í lífi tápmikilla skólanemenda. Elías er
nýr nemandi í skólanum og góð og ein-
læg kynni takast með honum og Kittu
bekkjarsystur hans. Saman uppgötva
þau nýja veröld drauma og hugsjóna og
deila gleði og sorgum. Þau hafa alist upp
í ólíku umhverfi við mismunandi að-
stæður en eiga þó margt sameiginlegt.
í bókinni kemur glöggt fram næmur
skilningur og þekking höfundar á til-
finningalífi og reynsluheimi barna.
Sagan leiftrar af frásagnargleði og í um-
sögn dómnefndar kemur meðal annars
fram að sagan sé „. . .hugljúf, heillandi
og spennandi“.
Með þessari bók er kominn fram nýr
barna- og unglingabókahöfundur sem
mikils má vænta af í framtíðinni.“
Það er óvenjulegt að svo ungur höf-
undur sem Kristín vinni til verðlauna og
því fannst Æskunni við hæfi að kynna
lesendum sínum hana og söguna. Við
tókum Kristínu tali og spurðum hven#r
hún hefði fyrst farið að semja sögur. • •
„Mér hefur þótt gaman að semja sögut
frá því að ég man eftir mér en hef aðeins
haft þetta fyrir sjálfa mig. Ég hef sjaldn-
ast sýnt þetta öðrum en pabba og
mömmu. Það hefur mest verið hugsað
sem leikur.“
- Hefur eitthvað birst áður, til |
mynda í skólablöðum?
„Nei, ég held bara ekki. Ég hef ekkeft
verið að flíka þessu. Á þeim árum þegar
ég var að alast upp þótti ekki neitt ser-
staklega fínt að vera að skrifa svona.‘
- Lásu ekki einhverjir af félögum þin'
um sögurnar?
„Nei, ég hélt þessu innan heimilisins-
Raunar hafa yngri systkini mín, Jónína
Dögg og Magnús, verið bestu gagnrýj1'
endur mínir. Þau eru tólf og sjö ára. Eg
hef oft sagt þeim sögur. Jónína Dögg
hjálpaði mir líka mikið við þessa sögu-
Ég fékk hana til að lesa hana og gagn'
rýna.“
- Hver var kveikjan að sögunni?
„Ég sá auglýsingu um samkeppnina 1
blaði og datt þá í hug að reyna að sem)a
sögu - og skrifa hana. Ég hafði oft áðuf
samið langar sögur í huganum en ekk1
lagt í að skrifa þær. Það þarf svo langa°
tíma til þess. Mig langaði til að sein)^^
3S ÆSKAU
j