Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 4
Rætt við Lilju Maríu Snorradóttur, gullverðlaunahafa á 7exti: Kari Helgason Ólympíuleikum fatlaðra 1988. Myndir: Heimir Óskarsson Hún er knáleg og tápmikil. Það er stutt í glaðlegt bros hennar og hlátur. í október í'fyrra stóð hún þrisvar á verðlaunapalli við Ólympíulaugina í Seúl í Kóreu og tók við verðlaunumfyr- irfrækilegan árangur í sundi - gull- peningi og tveim bronspeningum. Fyrir réttum sex árum var hún á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, níu ára telpa. Þar gekkst hún undir aðgerð. Þegar hún vaknaði ejtir djúpa svæjingu þorði hún ekki að líta undir sængina. Vinstri Jóturinn hajði verið numinn ajjyrir oj- an hné. Lilja María Snorradóttir er frá Sauðár- króki. Hún fluttist þangað fimm ára með foreldrum sínum en er fædd í Reykjavík 5. apríl 1973. „Það kom kúla á fótinn. Ég hafði dott- ið og hélt fyrst að hún stafaði frá því. Svo fór ég að finna til óþæginda og þetta var rannsakað. Þá kom í Ijós að það var krabbamein. Ég gerði mér einhverja grein fyrir hvað það var en skildi það ekki til fulls. Ég hafði auðvitað lítið hug- leitt slíkt. Foreldrar mínir fóru með mig til Sví- þjóðar og þar var ákveðið að fóturinn skyldi tekinn af. íslenskur læknir sagði mér frá því. Ég varð mjög hrædd. Það var mikið áfall og erfitt að sætta sig við það. Alltaf miKið á ferðinni Þegar ég kom heim aftur notaði ég hækjur. Ég fór fljótlega að hoppa um og hamast með krökkunum eins og áður. Já, ég hef alltaf verið mikið á ferðinni. Eftir nokkrar vikur fékk ég gervifót. Mér leist nú ekkert á þegar læknirinn sýndi mér hann. Mér fannst í fyrstu al- veg vonlaust að ég gæti gengið á honum. Læknirinn sagði að eftir eitt ár gæti ég ekki hugsað mér að vera án gervifótar. Það var alveg rétt. Þetta æfðist fljótt.“ - Þú hefur væntanlega oft þurft að „Mér datt alls ekki í hug að ég ætti eftir að taka þátt í Ólympíuleikum, hvað þá að hljóta þar verðlaun. Það hefði mér þótt alveg fráleitt. Ég bjóst ekki heldur við því þegar ég fór í þessa keppni. Ég vissi ekkert hver staða mín í hópnum var en ætlaði bara að reyna að gera mitt besta. “ 4ÆSKAU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.