Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1989, Side 4

Æskan - 01.02.1989, Side 4
Rætt við Lilju Maríu Snorradóttur, gullverðlaunahafa á 7exti: Kari Helgason Ólympíuleikum fatlaðra 1988. Myndir: Heimir Óskarsson Hún er knáleg og tápmikil. Það er stutt í glaðlegt bros hennar og hlátur. í október í'fyrra stóð hún þrisvar á verðlaunapalli við Ólympíulaugina í Seúl í Kóreu og tók við verðlaunumfyr- irfrækilegan árangur í sundi - gull- peningi og tveim bronspeningum. Fyrir réttum sex árum var hún á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, níu ára telpa. Þar gekkst hún undir aðgerð. Þegar hún vaknaði ejtir djúpa svæjingu þorði hún ekki að líta undir sængina. Vinstri Jóturinn hajði verið numinn ajjyrir oj- an hné. Lilja María Snorradóttir er frá Sauðár- króki. Hún fluttist þangað fimm ára með foreldrum sínum en er fædd í Reykjavík 5. apríl 1973. „Það kom kúla á fótinn. Ég hafði dott- ið og hélt fyrst að hún stafaði frá því. Svo fór ég að finna til óþæginda og þetta var rannsakað. Þá kom í Ijós að það var krabbamein. Ég gerði mér einhverja grein fyrir hvað það var en skildi það ekki til fulls. Ég hafði auðvitað lítið hug- leitt slíkt. Foreldrar mínir fóru með mig til Sví- þjóðar og þar var ákveðið að fóturinn skyldi tekinn af. íslenskur læknir sagði mér frá því. Ég varð mjög hrædd. Það var mikið áfall og erfitt að sætta sig við það. Alltaf miKið á ferðinni Þegar ég kom heim aftur notaði ég hækjur. Ég fór fljótlega að hoppa um og hamast með krökkunum eins og áður. Já, ég hef alltaf verið mikið á ferðinni. Eftir nokkrar vikur fékk ég gervifót. Mér leist nú ekkert á þegar læknirinn sýndi mér hann. Mér fannst í fyrstu al- veg vonlaust að ég gæti gengið á honum. Læknirinn sagði að eftir eitt ár gæti ég ekki hugsað mér að vera án gervifótar. Það var alveg rétt. Þetta æfðist fljótt.“ - Þú hefur væntanlega oft þurft að „Mér datt alls ekki í hug að ég ætti eftir að taka þátt í Ólympíuleikum, hvað þá að hljóta þar verðlaun. Það hefði mér þótt alveg fráleitt. Ég bjóst ekki heldur við því þegar ég fór í þessa keppni. Ég vissi ekkert hver staða mín í hópnum var en ætlaði bara að reyna að gera mitt besta. “ 4ÆSKAU

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.