Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 22

Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 22
Minninúum kött Ernu Kristínu Gylfadóttur 12 ára. Ein stærsta stundin í lífi mínu var þegar ég eignaðist kettlinginn sem átti eftir að verða besti vinur minn um langan tíma. Ég fékk hann gefíns þegar hann var fjög- urra mánaða. Ó, hvað hann var hræddur þegar hann kom fyrst heim til mín. Hann vandist þó brátt nýju umhverfi og byrjaði fljótlega að skoða sig um. Við systkinin veltum lengi fyrir okkur hvað kettlingurinn ætti að heita. Fyrst í stað var hann alltaf kallaður „hróið litla“ svo að smátt og smátt festist nafnið Hrói við hann. Pabbi varð hálf-fúll því að hann vildi kalla hann Mörð gígju en það nafn þótti honum hæfa svo virðulegum ketti. Eigendurnir voru nú samt fyllilega sáttir við nafnið Hrói og fengu því að ráða. Hrói var ákaflega fallegur köttur. Feldurinn var gljáandi og silkimjúkur, svartur eins og kol og ekki fannst eitt einasta hvítt hár á honum. Hann var með óvenjulanga rófu og stór, gul augu hans lýstu eins og ljós um nætur. Miklar vangaveltur urðu um mat handa kettinum Hróa. Hvað skyldi hon- um þykja best? Ég keypti þurrmat og kattamat í dós. Hann át dósamatinn með bestu lyst, en þurrmatnum leit hann ekki við. Mjólk þótti honum afskaplega 22ÆSKAN góð og rjómi enn betri. Þó held ég að honum hafí þótt soðinn fískur langbest- ur, a.m.k. þar til hann komst upp á lag með að éta alls kyns „snakkfæði“, svo sem flögur, saltstangir og þess háttar- Með tímanum varð kötturinn hinn mesti sælkeri og ferlega matvandur. Mömrnu ofbauð útgjöldin og hún sagði oft að dýr- ara væri að fæða köttinn en heimilisfólk- ið. Af öllu þessu ljúfmeti stækkaði Hrói vel og innan nokkurra mánaða var hann orðinn stór og spengilegur köttur. Ég held að hann sé stærsti köttur sem ég hef séð en þó var hann aldrei feitur. Hrói varð brátt eftirlæti okkar allra, meira að segja mömmu sem alltaf hafði verið fremur illa við ketti. Hrói vandist heimilinu fljótt og lærði strax að gera í balann sinn enda var hann einkar þrif- inn. Hann var góður leikfélagi og vildi ætíð leika sér með hnykil og þess háttar þegar tími gafst til. Stundum var hann óskaplega þreyttur og sofnaði þá í kjöltu minni. Eftirlætis svefnstaðurinn hans var undir borðstofuborðinu eða í norður- glugganum. Stundum lá hann í norður- glugganum tímunum saman og fylgdist með umferðinni fyrir utan. Ég fór oft út með Hróa í sumar og hafði mjög gaman af að fylgjast með uppátækjum hans í hæfílegri fjarlægð' Einu sinni sat ég í brekku skammt frá heimili mínu og gæddi mér á krækiberj- um. Kötturinn lá þar skammt frá og malaði ánægjulega. Allt í einu spratt hann upp svo að mér dauðbrá. Hann hefði komið auga á stærðar randaílugu, sentist á eftir henni, hremmdi hana og gleypti. Síðan ropaði hann hressilega- Hvílík matarlyst! Vinur minn í næsta húsi átti stóran og stæltan írskan setterhund. Hafði hann fengið 1. verðlaun í hundahlýðniskóla- Ég ætlaði að hrekkja Hróa svolítið og fór með hann í heimsókn. Ég þóttist viss um að hundurinn hræddi líftóruna úr Hróa en það fór nú á annan veg. Þegar hund- urinn, sem heitir Magni, sá Hróa vildi hann vingast við hann, dillaði skottinu og þefaði af honum. Hrói þefaði líka af Magna og það var fyndið að sjá stærðar- JUuninn á þessum dýrum, einkum þegar Pau stungu saman trýnum. Allt í einu Væsti Hrói, sýndi klærnar, ýfði sig og gfetti, pfíði augun og skottið stóð beint ut i loftið. Hann minnti helst á risastóran skóbursta. Hundurinn horfði skelfingu ostinn á köttinn. Hrói reyndi að klóra ann í trýnið en Magni gat með naum- judum stungið sér undir næsta stól. Hrói afði ekki sagt sitt síðasta orð. Hann elti undgreyið um allt og hundurinn ýlfr- ® fí gólaði og skalf á beinunum. Hrói væsti í sífellu en ég flýtti mér með hann eim. Þessi hundur hefur alltaf forðast etti eftir þennan atburð. Um jólaleytið var Hrói í jafngóðu jóla- skapi og við hin í fjölskyldunni en hann eignaðist leynivin sem uppgötvaðist síð- ar. Mig langar til að segja frá því: Stundum sat hann lengi uppi á borði °g horfði dáleiddur á lítið jólakerti. For- vttni hans var ómæld og hann langaði oskaplega til að þefa af þessum undar- ega hlut. Hann nálgaðist kertið og . . ®ææ! Veiðihárin sviðnuðu af Hróa og °num brá svo mikið að hann skaust í elur og lét kertið alveg í friði framvegis. Eitt sinn kom nágranni okkar ofsa- teiður og sagði að Hrói hefði komist inn 1 bílskúrinn sinn og etið þar fjórar rjúpur sem áttu að verða í jólamatinn. Ég kann- a t máfíð. Nágranninn hafði lokað Hróa *nm í skúrnum og þegar inn í hann kom asti við grátbrosleg sjón. Ég vissi ekki vernig ég átti að bregðast við. Þarna jjtni var bókstaflega allt löðrandi í hvítu tðri 0g í stjórnsætinu í bílnum lá kattar- gfeyið sem ekkert vissi hvað um væri að vera. Hann lá bara á meltunni og naut tnnar frábæru jólamáltíðar. Eftir þenn- an atburð varð nágranni okkar erkióvin- Ur kattarins Hróa enda hótaði hann að j>anga af kettinum dauðum hvar sem til nans næðist! Eað olli mér miklum áhyggjum að ann hvarf stundum á næturnar en kom P° heim á morgnana, stundum rifinn og ættur. Við reyndum að halda honum lnni en þá sat hann vælandi við útidyra- hurðina og mændi á húninn. Brátt lærð- ist honum sú list að stökkva upp á hún- inn. Ef hurðin var ekki læst hrökk hún opin og kötturinn svarti hvarf út í myrkrið. Eitt sinn lokaðist hann inni á stigaganginum að nóttu til og þá ætlaði hann að beita sömu aðferð við að komast inn en því miður fór hann hurðavillt. Hann stökk aftur og aftur upp á hurðar- hún nágrannans sem vaknaði við lætin. Dauðskelfdur þorði hann ekki að fara til dyra heldur hringdi í næstu íbúð, vakti þar upp fólkið og bað það um að athuga hver væri að reyna brjótast inn. Heldur varð nágranninn skömmustuleg- ur þegar í ljós kom að „ógnvaldurinn“ var aðeins sakleysislegur og svangur heimilisköttur. Hrói átti til fleiri skemmtileg uppá- tæki en víst er að hann var ekki jafnvel liðinn af öllum. í mínum augum var hann samt alltaf elskulegur og ljúfur köttur, vinur og leikfélagi. Eina nótt í haust fór hann út að vana og kom ekki heim aftur. Ég veit ekkert hvað um hann varð en sakna hans óskap- lega og enn þá dreymir mig Hróa á nótt- unni. Hvar sem hann er vona ég bara að honum líði vel. (Sagan hlaut aukaverðlaun í smásagnasamkeppni Æskunnar og Barnaútvarpsins 1988) ÆSKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.