Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1989, Side 44

Æskan - 01.02.1989, Side 44
Michael Jackson - Mikkjáll Jackson fæddist 29. ágúst 1958 í Indíana í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Hann verður því 31 árs næsta haust. - Hann er næst yngstur níu syst- kina (Janet er yngst). - Hann var aðeins 5 ára þegar hann hóf að vinna á skemmtunum. Þá sló hann á „bongó“ trommur (tvö- föld handtromma). Nokkrum mán- uðum síðar fór hann að syngja með hljómsveitinni sem var skipuð eldri bræðrum hans. Áður en leið á löngu var Mikkjáll orðinn stjarna hljóm- sveitarinnar, Jackson 5. - Fyrstu tvær plötur Jackson 5 seldust ekki neitt. En eftir að blökku- söngkonan Diana Ross tók hljóm- sveitina að sér náðu Jackson 5 al- mannahylli í upphafi áttunda áratug- arins. Diana • var ein vinsælasta Hljómplata Mikkjáls, „Thriller," er söluhæsta plata allra tíma. Hún hefur selst í 40 milljónum eintaka. Mikkjáll Jackson á höfundarétt allra Bítlalaganna. söngkona heims um þessar mundir og tók Jackson 5 með sér í sjónvarps- þætti, hljómleikaferðir o.s.frv. - Faðir Mikkjáls, Jói Jackson (Joe), var atvinnu-gítarleikari og móðir hans Kata (Kathy), var at- vinnu-klarinettuleikari. - 13 ára hóf Mikkjáll einkaferil. Það sama gerður bræður hans. En hann einn náði vænlegum árangri. Nafni hljómsveitarinnar hafði þá áður verið breytt í The Jacksons. - Á síðari hluta áttunda áratugar- ins hófst ferill Mikkjáls sem kvik- myndaleikari. Þá útvegaði Diana Ross honum hlutverk í kvikmyndinni „The Wiz“. Myndin er misheppnuð en var samt ágæt auglýsing fyrir hann. - Mikkjáll hefur á síðustu árum verið hæddur fyrir að breyta sér úr blökkumanni með lambakrullur, þykkar varir og breitt nef í fíngerðan „kynblending“ með lítillega liðað sítt háf, þunnar varir og grannt nef. - Utlitsbreytingin á honum er að- eins einn þáttur í að koma honum lengra inn á „hvíta“ poppmarkaðinn en ella. í heimalandi hans mæta blökkufólki ýmsar hindranir í skemmtistörfum. T.a.m. er upp- bygging bandaríska vinsældalistans blökkumönnum í óhag. Þá einskorða margir fjölmiðlar sig einvörðungu við músík hörundsljósra. anaaair tiimMirw msMussmmmsmm - Mikkjáll var fyrsta hörunds- dökka manneskjan sem fékk að koffia fram í einni vinsælustu sjónvarpsstöð Bandaríkja Norður-Ameríku, músík- stöðinni MTV. Til að koma honuffl þangað inn þurfti útgáfufyrirtæki hans, CBS („hvítt“ útgáfufyrirtæki; nú í eigu japanska fyrirtækisins So- ny), að hóta verkfalli gagnvart M'fV, þ.e. taka Brúsa Springsteen, Rolling Stones o.fl. úr dagskrá MTV. - Mikkjáll hefur sungið inn á plöt' ur með vinsælum, hörundsljósuff söngvurum, s.s. Paul McCartney ur Bítlunum og Mick Jagger úr Rollin? Stones. Á þann hátt tókst að opua honum leið inn í ýmsar útvarpsstöðv- ar sem spila annars einvörðung11 músík hörundsljósra. - Á síðustu plötum sínum hefur hann fengið hörundsljósar gítarhet)ur til aá opna sér leið inn á bárujárns- markaðinn (sem er jafn-„hvítur“ °S ,,Kántrí“-markaðurinn). Á „Bad“ er það Stefán, gítarleikari Billa Idols en á „Thriller" er það Hollendingurinn Eddi Van Halen úr Van Halen. - Mikkjáll, sem er ekki eins snjali söngvasmiður sem söngvari og dans- ari, er þó höfundur baráttusönglags' ins „We Are The World“ sem banda- ríska „hjálparsveitin“, U.S.A. F°r Africa (Brúsi Springsteen, Harry Belafonte, Poul Simon o.fl.) sungu til að vekja athygli á bágstöddum í Aff' íku og afla fjár til matargjafa handa þeim. - Plata Mikkjáls, „Thriller“ er söluhæsta plata allra tíma. Hún hefur selst í rösklega 40 milljónum eintaka- - Þegar Paul McCartney og ekkja Johns Lennons, Yoko Ono, deildu fyrir nokkrum árum um höfundarrétt Bítla-laganna notaði Mikkjáll óssttið til að kaupa höfundarréttinn. Hann „á“ því öll Bítlalögin, s.s. „Yester- day“, „Help“, „All You Need Is Love“ o.s.frv. Þetta veldur ýmsuru undrun eins og þegar hann seldi lag10 „Revolution" nýlega til notkunar 1 fataauglýsingu. Þá tókst þó ekkju höfundarins og Paul McCartney a stöðva í sameiningu slíka misnotkun á laginu. - Mikkjáll hefur orð á sér fyrir a vera sérlundaður. Hann er sagður einangra sig með nokkrum dýrurn 44 ÆSKATI J

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.