Æskan - 01.06.1989, Page 7
LÁSI MINN!
FÁÐU ÞÉR SERÍOS
OG BRAUÐ í HÁDEGINU.
KAUPTU SVO MJÓLK
OG BÓNDABRAUÐ
OG FARÐU TIL
ÖMMU ÞINNAR
AÐ LÆRA FYRIR
morgundaginn.
ÉG KEM KLUKKAN SEX.
MAMMA.
Lási settist með seríos
ftaman við myndbandið.
Hann leit á nokkrar myndir
en fannst þær allar fúlar.
Svo stóð hann upp
Hann fór inn í herbergið sitt
°g settist á rúmið.
Hann sat lengi
°g horfði á draslið.
Lf hann ætti bara
Étinn bróður
Sem hann gæti leikið við.
^Hnn mundi ekki hrekkja,
Éara leika við hann
°g verja hann fyrir
^ðrum krökkum.
Lási kreppti hnefann.
^ann var býsna sterkur . . .
Úr einum ruslakassanum
dró hann upp mynd.
Myndin var af litlum strák
með miklar ljósar krullur.
Þetta var Árni
hálfbróðir hans á Helluvík.
Lása fannst hann ekkert vera
bróðir sinn.
Einu sinni höfðu þeir hist.
Pabbi kom í heimsókn með Árna
og þeir höfðu allir
farið saman í bæinn.
Árni var
hræðileg frekjuskjóða.
Hann öskraði og grenjaði
því að hann missti ísinn
sinn.
Svo mátti Lási ekki segja orð
við pabba;
þá grenjaði Árni enn hærra.
S k r ý t i ð !
Árni sem átti heima hjá pabba
og gat talað við hann
allt árið.
Loksins varð Lási svo leiður
að hann stökk upp í
strætisvagn og fór heim.
Hann nennti ekki að vera
með Árna frekjuskjóðu.
Pabbi hringdi
og sagðist ætla að
bjóða Lása í bíó.
Þeir skyldu fara bara tveir.
Á eftir skyldu þeir
kaupa hamborgara, franskar
og líka kók.
Pabbi ætlaði að hringja
þegar hann væri búinn að
finna rétta mynd.
Lási hlakkaði mikið til
að fara einn með pabba.
Hann beið og beið
en síminn hringdi ekki
fyrr en löngu seinna.
Þá var pabbi kominn
heim til sín á Helluvík.
Pabbi sagði að þeir
færu bara í bíó næst
þegar hann kæmi suður.
- Uss, eins og Lása
langaði eitthvað með honum
í þetta fúla bíó . . .
Hann henti myndinni af Árna
í ruslakassann
og stóð upp.
Svo opnaði hann gluggann
og hallaði sér út.
Hann var svo heitur í framan.
Það var gott að kæla sig.
Lási fór í úlpuna,
tók peningana
og miðann frá mömmu
og snaraðist út.
Hann renndi sér
á fullri ferð
á handriðinu niður stigann.
Kerlingin á fyrstu hæð
varð alltaf vitlaus
ef hún sá Lása
á handriðinu.
í dag var hún að vinna.
Lási hljóp upp aftur
og fór nokkrar bunur.
Svo fór hann út
og skellti á eftir sér.
Framhald.
ÆSKAN 7