Æskan - 01.06.1989, Síða 11
"Y^ Elísabet kynntumst haustið 1982. Ég var þá í heimavist á Laugarvatni en varð
'ðföruit til Reykjavíkur um helgar eftir það. .
sfingar aftur og ég var vondaufur. Á
yrstu mótunum, í mars, kastaði ég
6-68 og 67.08; litlu betur en þegar ég
ytjaði fyrir alvöru í spjótkastinu. En
Petta kom hægt og bítandi; 72.20,
^•30 og suðausturríkjakeppnina vann
e® nteð 73.98 m kasti. Á meistaramóti
áskólanna, sem haldið var í Utah, varð
e8 annar með 77.70 m, 12 sm á eftir sig-
arvegaranum, Patrick Bodan frá Sví-
PJ°ð. Þarna voru mörg þúsund áhorf-
endur og steinhljóð var á vellinum þeg-
ar kastið var mælt. Það er alveg sérstök
sternrnning og erfitt að lýsa henni.
. Eg var mjög ánægður með þetta kast,
e'nkum þar sem Patrick hafði náð 82.28
111 á móti skömmu áður. Daninn Kenn-
eth Pedersen varð þriðji og kastaði 75 m
s etta. Hann á Danmerkurmetið, 77.86
m.
A Flugleiðamótinu kastaði ég 78.10
P° að ég fengi enga keppni. Einar Vil-
Jálmsson var erlendis og Sigurður Ein-
arsson meiddur. Það var mjög ánægju-
^gt að bæta sig og raunar staðfesting á
80 metrarnir væru skammt undan.“
(Þegar Sigurður kastaði 77.70 m
°mst hann í úrvalsflokk samkvæmt
°oun Frjálsíþróttasambandsins í styrk-
-f'kaflokka. (í spjótkasti er lágmarkið
. ‘50) Á þessu ári hafa aðeins tveir aðr-
y nað þeim árangri, Einar í spjótkasti,
esteinn Hafsteinsson í kringlukasti.
eð þessari kastlengd er Sigurður
^ntanlega kominn í hóp 50 bestu
Pjótkastara heims.
i kki er ólíklegt að fleiri bætist í úr-
p sflokk í sumar: Sigurður Einarsson,
etur Guðmundsson og Eggert Boga-
n' Þeir keppa allir í kastgreinum en
yrangur íslendinga í þeim hefur aldrei
etlð betri en í ár. Enn fleiri en áður
ta kka státað af löngum köstum)
- Hvenær geta spjótkastarar, sem
hafa æft af krafti, átt von á að vera á há-
tindi ferils síns?
„Það er misjafnt eftir því hvenær
menn snúa sér að greininni. Margir eru
hvað bestir um þrítugt. Ég byrjaði svo
seint að segja má að ég sé enn á „ungl-
ingsaldri“ meðal keppenda í spjótkasti.
Ég á að geta bætt mig verulega í ár og á
næstu árum - ef ég get forðast meiðsli.
Ég set stefnuna á 80 m kast á árinu og
síðar á að keppa á Ólympíuleikum.
Það er erfitt að komast alveg hjá því
að meiðast í keppni og æfingum þegar
menn reyna mikið á sig til að verða í
fremstu röð. Það er hollt að stunda
íþróttir í hófi en æfingar með hámarks-
getu í huga verða að vera í nokkru
óhófi. Þá segir líkaminn oft „nei“. Því
verður að taka og slaka á, gefa honum
tíma til að jafna sig. Líkaminn er meist-
araverk og menn geta náð sér furðu vel
af meiðslum ef þeir haga sér skynsam-
lega. Skynsamlegast er auðvitað að fara
varlega, mýkja líkamann alltaf vel fyrir
átök og gæta þess að skór og annar bún-
ingur sé vandaður.“
- Hvað fleira þurfa ungir íþrótta-
menn að hafa í huga?
„Að hvika ekki frá því marki sem
þeir setja sér, gefast ekki upp. Það tek-
ur oft langan tíma að ná takmarkinu og
alltaf má búast við að óhapp verði. Eng-
inn íþróttamaður kemst verulega langt
án þess að hafa fyrir því.
Góðar svefnvenjur og holl fæða er
mikilvæg. Börn og unglingar þurfa til
að mynda mjólkurvörur því að þær eru
ríkar af eggjahvítuefnum. Þess má til
gamans geta að ég drekk mikið af mjólk
og hef sérstakt dálæti á kókómjólk.
Varast ber líka að skemma líkamann
með óhollum og ávanabindandi efn-
um.“
Ljós í tilverunni
- Hafa afreksmenn í íþróttum tíma
til að sinna öðru en æfíngum? Verða
áhugamál ekki að sitja á hakanum?
„Æfingar og keppnisferðalög taka að
sjálfsögðu mikinn tíma. En tíma fyrir
fjölskylduna verður maður að hafa og
það er aðal-áhugamálið. Við Elísabet
eignuðumst annan son 12. janúar 1988
og skírðum hann einnig Matthías
Trausta. Hann hefur dafnað vel og er
skærasta ljósið í tilverunni. Við eigum
von á öðru barni í lok júlí svo að til-
hlökkunin er mikil.“
- Önnur áhugamál ykkar hjón-
anna. . .
„Sameiginlegt áhugamál okkar er að
ferðast og kynnast háttum og menningu
fólks af ýmsu þjóðerni. Hvort okkar á
að auki sitt áhugamál: Ég skotfími, hún
málaralist. Hún hefur fengist við mála í
nokkur ár og hefur gengið ákaflega vel;
tekið þátt í myndlistarsýningum innan
Bandaríkjanna og utan.“
- Átt þú systkini - hafa þau stundað
íþróttir?
„Ég á þrjú systkini. Ásgeir Páll er
tvítugur, Agnes að verða 17 ára og
Matthías er á 14. ári. Þau hafa æft
íþróttir en ekki helgað sig þeim.“
- Er þess að vænta að þið Einar og
Sigurður, og aðrir afreksmenn okkar í
kastgreinum, keppið við erlendar stór-
stjörnur hér í sumar?
„Nei, því miður. Ekkert stórmót
verður haldið hér í sumar vegna þess að
vellir eru svo lélegir. Færeyingar eru
komnir framar en við í vallarmálum.
Þeir eru að taka í notkun fullkominn
frjálsíþróttavöll. Vonandi verður bætt
úr þessu. Það verður að kappkosta að
gera a.m.k. tvo góða velli, upphitaða, í
Reykjavík og Mosfellsbæ. Ekki sakaði
að einn væri á Akureyri.“
- Hvenær má næst búast við stórtíð-
indum af þér. . . ?
„Það er ekki gott að segja. Árangur
minn að undanförnu auðveldar mér að
komast á mót erlendis og það er mikil-
vægt að fá tækifæri til að reyna sig við
sterka kastara. Ég stefni að því að taka
þátt í mótum í ágúst, m.a. í Finnlandi
og vona að mér takist að bæta mig.“
Við látum spjalli lokið. Sigurður
kveður. Vörpulegur, bjartur yfírlitum
gengur hann á brott, einn ágætra full-
trúa íslands á vettvangi íþróttanna vítt
um heim.
Honum fylgja góðar óskir okkar.
ÆSKAN 11