Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1989, Side 33

Æskan - 01.06.1989, Side 33
Að missa besta afa í heiminum sftir Quðbjörgu Jóhannesdóttur ára. ^að var sólríkur dagur í byrjun ágúst- ^ánaðar. Ég hafði sofíð fram eftir og ma;tti því hress og kát í vinnuna. Ég vann í söluturni í Kópavogi en faðir ni'nn hafði átt hann í sjö ár. Allt gekk syo vel. Ég var að telja vörur þegar síminn ringdi. Það var faðir minn sem var lnum megin línunnar og mér fannst ann óvenjulega niðurdreginn og dap- Ur; Ég heyrði á röddinni að eitthvað ^tkið væri að. Hann átti mjög erfitt jtteð að segja það sem honum bjó í r)ósti. Eftir langan tíma tókst honum skýra mér frá því að afi minn væri ainn. Ég trúði varla mínum eigin eyr- Utn og sagði hann í fyrstu segja ósatt. 11 þetta var satt. Afi minn, besti mað- Ur 1 heimi, var dáinn. Hann sem sagði ^ór alltaf sögur þegar ég var hjá honum °8 fór með mig í allar skemmtilegu Öonguferðirnar var horfinn frá mér. ann hafði dáið í svefni þennan sólríka ^ag í ágúst. Ég trúði því ekki. Skyndi- 8a varð ég máttlaus, missti símtólið á f'fió og fór að hágráta. Ég vildi fá að ra í friði svo að ég lokaði söluturnin- 015 lagðist á gólfið og grét sáran. Ég hrökk upp við að einhver sneri lykli í skránni. Ég settist upp og horfði döprum augum framan í sorglegt andlit föður míns. í fyrstu fannst mér eins og mig hefði verið að dreyma vondan draum en þegar ég leit á símann sá ég að símtólið lá enn á gólfinu, þetta hafði þá í raun og veru gerst. Afi minn var dáinn. Mig langaði að gráta meira en hvernig sem ég reyndi gat ég það ekki. Pabbi sagði að við skyldum fara heim og hafa söluturninn lokaðan þennan dag. Ég fékk að kveðja afa í hinsta sinn við kistulagninguna en hún fór fram 15. ágúst. Við fjölskyldan sátum öll saman á einum bekk og grétum meðan prest- urinn blessaði afa. Ég reyndi að halda tárunum í skefjum og sýnast sterk en það gekk ekki alltof vel. Það eina, sem ég gat hugsað um, var að hann væri dá- inn, hann afi sem mér fannst að ætti alltaf að lifa. Hann var hluti af lífi mínu og hann gat ekki bara horfið svona allt í einu. Afi var jarðaður frá kirkju sem er í Lundarreykjardal í Borgarfirði. Athöfn- in hófst klukkan tvö 18. ágúst svo að við þurftum að leggja snemma af stað frá Reykjavík um morguninn. Ég grét næstum alla leiðina. Ég var aðeins 12 ára og fannst afi deyja alltof snemma. Ég hafði fengið að lifa svo stutt með honum. Mér fannst þó gott að nú væri hann kominn til ömmu en hún dó úr krabbameini þegar ég var eins árs. Eftir jarðarförina var farið í félags- miðstöðina í Lundarreykjardal í kaffi. Þar leið mér mjög illa og var fegin að komast heim. Eftir þetta lifði afi aðeins djúpt í hjarta mínu og ég mun alltaf muna góðu stundirnar sem ég átti með honum og varðveita þær. Lífið heldur áfram sínum vanagangi. Afi átti pabba og pabbi átti mig. Ég myndi síðar eignast barn til að leggja fram minn skerf til mannkynsins til að halda því við. Þá yrði eflaust ekki langt í að ég yrði amma og ég myndi jafnvel lifa það að verða langamma en þá yrði minn tími líka útrunninn. Nýjar kyn- slóðir taka við af öðrum. Þannig er lífið. - Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æsk- unnar og Barnaútvarpsins 1988. ÆSKAN 33

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.