Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1989, Side 36

Æskan - 01.06.1989, Side 36
Slysið á skólalóðinni eftir Brynju Jónsdóttur. Tikk takk, tikk takk. Tifið í klukkunni var að gera Huldu brjálaða. Hún gat ekki á heilli sér tekið því að hún var að hugsa um slysið sem varð í skólanum fyrr um daginn. Það var þannig að hún og vinkona hennar, hún Ólöf, voru að klifra upp á skúr sem var á skólalóðinni. Þegar þær voru komnar upp þá datt Ólöf niður með þeim afleiðingum að hún fékk heilahristing og fótbrotnaði. Huldu fannst þetta allt vera sér að kenna því að hún hafði stungið upp á því að fara upp. Hún stóð upp og gekk inn í eldhús og gáði inn í ískápinn. Hún var svöng og fékk sér brauð með skinku. Síðan fór hún út og tók strætis- vagn upp á sjúkrahús. Þegar hún spurði eftir Ólöfu sagði læknirinn að hún þyrfti að hvílast vel og Hulda mætti ekki vera lengi hjá henni. Hulda gekk inn á biðstofuna og fór að hágráta því að henni fannst allt sér að kenna. Teikning: Höfundur. Eftir stundarkorn kom hjúkrunar- kona og sagði að Ólöf hefði verið sett í einkastofu og Hulda mætti fara til hennar því að hún væri vakandi. Þegar hún kom inn reis Ólöf upp og spurði hvort hún hefði verið að gráta. Hulda sagði henni eins og var. Þá sagði Ólöf að hún hefði runnið á bleytu og sér myndi batna fljótlega en hún þyrfti að vera í rúminu svolítinn tíma. Þær spjölluðu nú dálitla stund en svo kom hjúkrunarkona inn og bað Huldu að drífa sig heim. Þrem vikum síðar kom Ólöf í skólann aftur. Þetta endaði þá vel eftir allt sam- an. villiKöttur eftir Hafrúnu Björnsdóttur. (Villi er að leita að Dúllu vinkonu sinni. Gamall köttur hajði sagt honum að maður hejðijarið með hana í kattaverslunina. . .) Villi hljóp að kattaversluninni en hann vissi ekki hvernig hann ætti að komast inn. Hann hljóp í kringum verslunina til að leita að opnum glugga. Allt í einu rak hann höfuðið í eitthvað. Hann leit upp og sá opinn glugga. Hann stökk inn um hann. í stóru herbergi voru margir kettir í búrum. Hann svipaðist um eftir Dúllu og spurði brúnan kött: „Veistu um hvítan kött sem heitir Dúlla?“ „Já,“ sagði brúni kötturinn. „Hvar er hún?“ spurði Villi. „Hjá dýralækninum.“ Þá hljóp Villi til dýralæknisins. Hann leit inn um glugga og sá Dúllu. Hann stökk inn um hann og sagði við hana: „Nú er allt í lagi.“ „Já, já, en ég get ekki hlaupið eða gengið,“ sagði hún. „Hvað á ég að taka til bragðs?“ sagði Villi. „Hvar er lykillinn?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Dúlla. En á sama andartaki heyrðu þau brak. „Einhver er að koma,“ sagði Villi. „Feldu þig,“ sagði Dúlla. Villi gerði það og um leið og hann fór á bak við búrin kom einhver. Það var dýralæknirinn. Hann var stór og feitur. Villi varð afar hræddur við hann. Hann reyndi að mjálma á Dúllu en hún var svo hrædd að hún gat ekki svarað. Karlinn var bara að gá að hvort það væri ekki allt í lagi. Svo fór hann og skildi lyklana eftir. f*3 kom Villi úr felum. Hann reyndi að ná lyklunum. Hann hoppaði og hoppaði og loksins tókst honurn það. Hann beit í lyklana og reyndi að opna. Hann sneri og sneri og loks tókst honum að opna. Dúlla haltraði út úr búrinu en rak sig i dós. Dósin datt niður á gólf og karlinn kom. Villi sagði við Dúllu: „Hlauptu út um gluggann.“ Dúlla gerði það. Karlinn sá Viha og reyndi að ná honum en Villa tókst að stökkva út um gluggann- „Þarna munaði mjóu! Þú ert HETJAN MÍN,“ sagði Dúlla. Villi roðnaði heldur betur. Villi bað Dúllu og þau lifðu hamingjulífi og eignuðust fimtn kettlinga. - Sögulok. 36 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.