Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1989, Qupperneq 6

Æskan - 01.08.1989, Qupperneq 6
FRÁ ÝMSUM HLIÐUM Þórir S. Guðbergsson: Kæri vinur! Gaman væri að heyra frá þér hvað þér finnst og hver reynsla þín er. Ég ætla að ljúka þessu stutta bréfi með orðum aldr- aðrar móður þar sem hún segir hvað henni finnst um „besta veganestið í æsku“. „Aðaleftirlætisboðorð föður og Kynslóðir mætast. Ljósm.: Katrín Elvarsdóttir Kæri vinur! Það er víst ekki á hverjum degi sem ég sest niður til þess að skrifa þér fá- einar hnur. í raun finnst mér það sorglegt hvað mörg okkar eru löt að skrifa. Eins og það getur verið skemmtilegt að fá bréf og kort! Eða hvað finnst þér? Ekki meira um það að sinni. Fyr- j ir fáeinum árum var ég með fræðlsuþætti í útvarpinu um málefni j aldraðra. Ég lagði þá eitt sinn fyrir j hlustendur spurninguna: Hvað telur þú besta veganestið j sem þú fékkst í bernsku og æsku? 3 Mér finnst alltaf svo mikils virði j að heyra um reynslu annarra og öðl- !: ast þannig nýja reynslu sjálfur. Hvað fannst svo fólki á efri árum j um gott veganesti í æsku? Sitt sýnd- t ist nú hverjum - en hreint ótrúlegt | hvað margir aldraðir minntust á eft- j irfarandi fjögur atriði: 1. Trú 2. Umhyggja og hlýja 3. Öryggi 4. Ákveðni og festa. móður voru þrjú: 1. Vertu ávallt öðrum trúr þá verður þú einnig trúr sjálfum þér. 2. Reyndu að skilja og fyrirgefa í stað þess að dæma og ala með þef reiði. 3. Sýndu heiðarleika í öllum við- skiptum við menn og málleysingja- Þú lætur ef til vill heyra frá þér hvað þér finnst um slík „boðorð“ og hvort þér finnst nauðsynlegt að hafa reglur. Ég held að „æskan“ og „efri árin eigi alltaf samleið, ekkert síður nú a tímum en fyrr. Æskunni fylgir djörfung, þor og framsækni. Ellinm fylgir festa, virðuleiki, reynsla og þekking. Með því að vinna saman og miðla hvert öðru af reynslu okkar tekst okkur að auðga mannlífið í kringum okkur. Læt þetta nægja að sinni. Vona að þú sért ekki farin(n) að hrjóta af leiðindum einum saman. Gangi þér allt til gæfu. Þess óskar þinn einlægur, Þórir S. Guðbergsson Aldraðir í Viðeyjarferð 1989. Ljósm. Katrín Elvarsdóttir. 6 Æskan

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.