Æskan - 01.08.1989, Side 21
Leðurblökuprinsinn
Að undanförnu hefur „Leður-
ökudansinn" (Batdance) henst
uPp og niður vestræna vinsældalista
Pokkurn veginn í takt við frum-
jð'ningar á kvikmyndinni „Leður-
ökumanninum“ (Batman). Lagið
úr þeirri mynd. Flytjandi er
ókkusöngvarinn og gítarleikarinn
Pns (Prince).
Prins fæddist í Minneapolis í
‘ Pnnesota í Bandaríkjum Norður-
° "Ponku 7. júní 1961. Faðir hans
újasshljómsveit. Sviðsnafn föð-
Ur>ns var Prince Roger. Drengurinn
ar nefndur í höfuðið á föðurnum,
rínce Roger Nelson.
Prins var alinn upp með hljóðfæri
12 ára var hann nánast
atvinnupoppari, fyrirliði
hljómsveitar sem hafði nóg að gera
við að leika fyrir dansi á unglinga-
böllum. Annað var þó kannski enn
merkilegra: Uppistaðan í dagskrá
hljómsveitarinnar var frumsamdir
söngvar eftir Prins.
Eftir ítrekaðar tilraunir Prins til
að vekja áhuga hljómplötuútgefanda
á músík sinni gerðu Wamer-bræður
loks við hann plötusamning. Á
fyrstu plötunni, samnefndri honum,
sá kappinn um alla helstu hluti
tengda músíkinni á plötunni. Hann
var höfundur alls efnisins, sá um
söng, útsetningar, hljóðritun og lék
á öll 27 hljóðfærin sem brúkuð
voru!
Þetta var 1980. Fjórum árum og
fjórum plötum síðar varð Prins ein
skærasta stjaman í bandaríska
popprokkiðnaðinum. Að vísu hafði
hann komið 4 lögum áður á vin-
sældalista. En það var kvikmyndin
um hann sjálfan, Fjólublátt regn
(Purple Rain), og samnefnd plata
sem kom honum í efsta sæti banda-
ríska vinsældalistans. Platan og
myndin kynntu Prins einnig ræki-
lega utan heimalands hans. Hann
náði að sveipa sig spennandi dulúð.
Hann veitir ekki f)ölmiðlafólki við-
töl og krefst þagnarbindindis af
samstarfsfólki sínu. Eins og algengt
er í harðri markaðssetningu banda-
ríska skemmtiiðnaðarins kom hann
sér upp einkennislit. Litur hans var
fjólublár og átti að túlka draum-
kennda stemmningu konungborins
manns.
Músíkin þótti brúa bil nýrokks,
dansmúsíkur, afturhvarfs til sým-
popps hippaáranna og Jimis Hendr-
ixar (upphafsmanns bámjámsrokks-
ins). Þessi hugblær var undirstrik-
aður með umslagi næstu plötu,
Umhverfis jörðina á einum degi
(Around The World In A Day). Það
var í stfl frægra, ruglingslegra sým-
poppsumslaga sjöunda áratugarins.
Svona fornlegt umslag var djarfur
leikur. En hann gekk upp.
Nýrri plötur Prinsins hafa litlu
bætt við vinsældirnar sem hann öðl-
aðist með fjólubláu regni. Hylli
kvikmyndarinnar um Leðurblöku-
manninn og þátttaka hans í henni
virðist ætla að opna honum leið að
eyrum yngri hlustenda en fram til
þessa.
Ólíkt flestum poppstjörnum nú-
tímans er Prins gæddur margþætt-
um hæfileikum. Það er ekki einung-
is að hann sjái um eigin mál, útsetn-
ingar, upptökur og flutning upp á
eigin spýtur þegar þannig liggur á
honum, heldur tekst honum jafnan
vel upp. Hann er t.a.m. snjall gít-
arleikari. Hann hefur hæfileika til
að vinna úr ólíkum músíkstilteg-
undum. Hann er frambærilegur
dansari og óhemju afkastamikill
söngvasmiður. Hann hefur samið
söngva fyrir marga kunnustu popp-
ara heims. M.a. Sheenu Easton og
Madonnu.
Plötulisti:
Prins, 1980.
Dirty Mind, 1981.
Controversy, 1982.
1999 (tvær plötur) 1983.
Purple Rain, 1984.
Around The World In A Day, 1985.
For You, 1986.
Parade, 1986.
Sign Of The Times, 1987.
Lovesexy, 1988.
Batman, 1989.
Æskan 21