Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1989, Blaðsíða 21

Æskan - 01.08.1989, Blaðsíða 21
Leðurblökuprinsinn Að undanförnu hefur „Leður- ökudansinn" (Batdance) henst uPp og niður vestræna vinsældalista Pokkurn veginn í takt við frum- jð'ningar á kvikmyndinni „Leður- ökumanninum“ (Batman). Lagið úr þeirri mynd. Flytjandi er ókkusöngvarinn og gítarleikarinn Pns (Prince). Prins fæddist í Minneapolis í ‘ Pnnesota í Bandaríkjum Norður- ° "Ponku 7. júní 1961. Faðir hans újasshljómsveit. Sviðsnafn föð- Ur>ns var Prince Roger. Drengurinn ar nefndur í höfuðið á föðurnum, rínce Roger Nelson. Prins var alinn upp með hljóðfæri 12 ára var hann nánast atvinnupoppari, fyrirliði hljómsveitar sem hafði nóg að gera við að leika fyrir dansi á unglinga- böllum. Annað var þó kannski enn merkilegra: Uppistaðan í dagskrá hljómsveitarinnar var frumsamdir söngvar eftir Prins. Eftir ítrekaðar tilraunir Prins til að vekja áhuga hljómplötuútgefanda á músík sinni gerðu Wamer-bræður loks við hann plötusamning. Á fyrstu plötunni, samnefndri honum, sá kappinn um alla helstu hluti tengda músíkinni á plötunni. Hann var höfundur alls efnisins, sá um söng, útsetningar, hljóðritun og lék á öll 27 hljóðfærin sem brúkuð voru! Þetta var 1980. Fjórum árum og fjórum plötum síðar varð Prins ein skærasta stjaman í bandaríska popprokkiðnaðinum. Að vísu hafði hann komið 4 lögum áður á vin- sældalista. En það var kvikmyndin um hann sjálfan, Fjólublátt regn (Purple Rain), og samnefnd plata sem kom honum í efsta sæti banda- ríska vinsældalistans. Platan og myndin kynntu Prins einnig ræki- lega utan heimalands hans. Hann náði að sveipa sig spennandi dulúð. Hann veitir ekki f)ölmiðlafólki við- töl og krefst þagnarbindindis af samstarfsfólki sínu. Eins og algengt er í harðri markaðssetningu banda- ríska skemmtiiðnaðarins kom hann sér upp einkennislit. Litur hans var fjólublár og átti að túlka draum- kennda stemmningu konungborins manns. Músíkin þótti brúa bil nýrokks, dansmúsíkur, afturhvarfs til sým- popps hippaáranna og Jimis Hendr- ixar (upphafsmanns bámjámsrokks- ins). Þessi hugblær var undirstrik- aður með umslagi næstu plötu, Umhverfis jörðina á einum degi (Around The World In A Day). Það var í stfl frægra, ruglingslegra sým- poppsumslaga sjöunda áratugarins. Svona fornlegt umslag var djarfur leikur. En hann gekk upp. Nýrri plötur Prinsins hafa litlu bætt við vinsældirnar sem hann öðl- aðist með fjólubláu regni. Hylli kvikmyndarinnar um Leðurblöku- manninn og þátttaka hans í henni virðist ætla að opna honum leið að eyrum yngri hlustenda en fram til þessa. Ólíkt flestum poppstjörnum nú- tímans er Prins gæddur margþætt- um hæfileikum. Það er ekki einung- is að hann sjái um eigin mál, útsetn- ingar, upptökur og flutning upp á eigin spýtur þegar þannig liggur á honum, heldur tekst honum jafnan vel upp. Hann er t.a.m. snjall gít- arleikari. Hann hefur hæfileika til að vinna úr ólíkum músíkstilteg- undum. Hann er frambærilegur dansari og óhemju afkastamikill söngvasmiður. Hann hefur samið söngva fyrir marga kunnustu popp- ara heims. M.a. Sheenu Easton og Madonnu. Plötulisti: Prins, 1980. Dirty Mind, 1981. Controversy, 1982. 1999 (tvær plötur) 1983. Purple Rain, 1984. Around The World In A Day, 1985. For You, 1986. Parade, 1986. Sign Of The Times, 1987. Lovesexy, 1988. Batman, 1989. Æskan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.