Æskan - 01.08.1989, Blaðsíða 30
■£> * «í t* tíálifm'. tíí
• I
Framhaldssaga
Það voru einu sinni konungur og
drottning. Þau réðu yfír miklu og vold-
ugu ríki. Konungurinn hét Alfar en
drottningin Sirba. Einn son áttu þau er
Ómar hét og var hann fjórtán ára er
saga þessi gerðist.
Konungur og drottning voru mikils
metin af þjóð sinni enda höfðu þau litið
á þegna sína sem eina stóra fjölskyldu
sem þeim bæri að bera umhyggju fyrir.
Nú fyrir nokkrum árum hafði „eitt-
hvað gerst“, eitthvað sem fólk skildi
ekki. Hinn fallegi skógur, sem einu
sinni hafði verið aðal veiðistaður kon-
ungs og þegna hans, var nú eins og
dauður. Nú heyrðist ekki lengur fugla-
söngur eða dýrahljóð. Nú hlupu ekki
léttfætt dádýr um skóginn og ekki
heyrðist heldur hundgá eða jódynur er
reiðmenn eltu uppi bráð. Nei, nú var
hann svartur, dauður og skrælnaður.
Enginn þorði að fara inn í hann og ef
einhver fór þangað þá kom hann ekki
aftur. Og nú var hann kallaður Svarti-
skógur. Fólk trúði að einhver óvættur
hefði komist inn í landið því að ungir
drengir höfðu týnst og ekki fundist aft-
ur þó að leitað væri og fólk þóttist hafa
séð svarta þúst svífa yfir Svartaskógi.
Ómar prins var mjög efnilegur dreng-
ur, elskaður og virtur af öllum. Einn
dag var hann úti að ganga með kennara
sínum. Honum þótti gaman að göngu-
ferðum. Þá gat hann séð margt og
fræðst um margt af kennara sínum.
„Við skulum fara þama niður að
vatninu,“ sagði Ómar, „og hvíla okkur.
Það er svolitlu svalara þar.“
Þeir flýttu sér niður að vatninu og
lögðust niður undir stóm tré er stóð við
vatnsbakkann.
„Hér er gott að vera,“ sagði prinsinn
hlæjandi, „og sjáðu.“ Hann benti út á
vatnið þar sem mynduðust ölduhringir.
„Hér er nóg af fiski. Ég vildi bara að ég
hefði veiðistöng.“
„Mér er ekkert um að vera svona ná-
lægt Svartaskógi,“ sagði kennarinn
dræmt og horfði yfir vatnið þar sem
Svartiskógur blasti við þeim.
„Við höfum nú svo oft komið hér áð-
ur,“ sagði Ómar, „og ég held að það sé
allt í lagi. Ég er hálf syfjaður,“ bætti
hann við.
| Það var molluhiti svo að Ómar sofn-
1 aði brátt. Kennarinn reyndi að halda
1 sér vakandi. Hann vildi ekki sofna.
| Konungur og drottning treystu honum
| fyrir syni sínum. En það var ekki auð-
| velt að halda augunum opnum. Það féll
| á hann mók. Aftur og aftur reif hann
| sig upp úr svefnmókinu, stóð upp og
| gekk um þar sem prinsinn svaf. Að síð-
| ustu lagðist hann við hliðina á honum
| og sofnaði.
| Ekki hafði kennarinn sofið lengi er
| hann vaknaði við hljóð. Hann hentist
f upp og leit í kringum sig. Ómar prins
| var horfinn. Aðeins húfan hans var þar
| sem hann hafði legið. Kennaranum
| heyrðist hann heyra kallað:
| „Hjálp.“
Hann leit yfir vatnið og sýndist hann
1 sjá svarta þúst svífa með miklum hraða
| yfir Svartaskóg. Hann var skelfingu
| lostinn og hrópaði:
| „Ómar, Ómar!“
1 Enginn ansaði en honum fannst hann
| heyra hlátur langt í fjarska. Hann ætlaði
| að hlaupa inn í skóginn og grípa prins-
| inn úr klóm óvættarinnar. En nei! Það
| mátti hann ekki. Hann varð að fara
| heim í konungshöllina og segja tíðindin.
1 Kannski væri hægt að bjarga prinsinum
| ef leit væri hafin nógu fljótt.
| Kennarinn flýtti sér því heim, fleygði
| sér fyrir fætur konungs og sagði honum
1 hin sorglegu tíðindi, að Ómar prins
1 væri horfinn:
| „Ó, herra konungur. Líf mitt er í yð-
| ar hendi en leyfið mér fyrst að leita
| prinsins.“
| Konungnum var mjög brugðið,
| drottningin stundi:
| „Sonur minn, sonur minn.“
| Konungur lét blása í lúður til að kalla
| liðsmenn sína saman. Liðsmenn hans
| þustu að og konungur kunngjörði hvað
| gerst hafði. Og nú hét hann öllum, er
f fært gætu honum Ómar son sinn aftur
| heim, góðum launum.
| „Það erum ekki við ein sem höfum
| orðið fyrir þessari sorg. Margir þegnar
| mínir hafa misst efnilega syni. Við verð-
| um að taka höndum saman og ganga
| fram með djörfung og vinna á þessari
| óvætti sem þjakar þjóð vora,“ sagði
I konungurinn.
| Það var leitað í margar vikur og mán-
| uði en ekkert bar árangur. Margit
| höfðu farið inn í Svartaskóg. Sumir
1 komu illa leiknir til baka, blóðugir og
| sárir, en margir komu ekki aftur. Það
| var þjóðarsorg.
| Allir fundu til með konungi og
| drottningu. Þetta var einkasonur
1 þeirra. Allir voru orðnir vonlausir um
| að geta fundið prinsinn eða unnið a
| óvættinni er rændi þá börnum þeirra.
Hinum megin við Svartaskóg var fab
1 legur dalur og í miðjum dalnum stóð
| lítill bóndabær. Þar bjuggu hjón með
1 tveimur börnum sínum. Dóttir þeirra
| var tíu ára og hét Björt. Hún var gull'
| falleg með gullbjart hár og himinblá
1 augu. Henni þótti undurvænt um bróð-
1 ur sinn sem hún kallaði Bóa.
| Þau sátu í fallegu skógarkjarri. Björt
| var að flétta krans úr blómum því ao
| bróðir hennar átti afmæli næsta dag, Þa
| yrði hann fimm ára. Foreldrar þeirra
| voru úti á akri svo að þau voru ein
| heima. Pabbi þeirra og mamma vissu a
| það var óhætt að skilja Bóa eftir hja
| Björtu því að hún var svo góð.
Björt virti fyrir sér blómakransinn-
Hann var bráðum orðinn nógu stór.
„Bói,“ kallaði hún, „þú þarft ekki a
tína meira.“
Um leið sá hún svarta þúst sem kom
svífandi og stefndi á þau með miklum
hraða. Hún stökk upp og kallaði a
= bróður sinn:
„Bói, komdu fljótt.“
| Hún hljóp allt hvað hún gat en '°^
| of seint. Það skipti engum togum- .
| hún kom þar sem bróðir hennar a^.
| verið var hann horfinn. Hún he}
I hlátur.
I ”HÍ’ hí’“ . ( j; að
I og sá þá að svarta þústin stefn
i Svartaskógi. Björt hljóp grátandi á e
30 Æskan
því. |
„Slepptu honum bróður mínum, |
nornin þín,“ hrópaði hún grátandi. |
Hún hljóp þar til hún kom að Svarta- |
skógi. Þar fleygði hún sér niður og grét |
sáran. |
„Veslings Bói, veslings Bói,“ sagði |
hnn, „ég skal ekki hætta fyrr en ég finn |
þig.“ |
Tárin streymdu niður kinnar hennar. |
Þá heyrði hún hljóð.
„Klang, klang.“ |
Hún leit upp og sá þá að í keltu |
hennar sátu tveir pínulitlir angar. Þeir |
sögðu við hana: §
_>,Hættu að gráta, Bjort. Við ætlum að |
safna perlum og steinum í hálsfesti sem
þú átt að koma um hálsinn á óvættinni.
Þá mun mún deyja.“
„En hvernig get ég fundið þessa
steina?“ spurði Björt.
„Þú átt að framleiða þá sjálf, fórna
þér algjörlega. Þú verður að leggja allt í
sölurnar. Þú mátt aldrei hugsa um sjálfa
þig. Þarna bak við Svartaskóg er fjall
sem heitir Blátindur. Þar búa tveir
dvergar og þeir munu smíða fyrir þig
hálsfestina. En þú verður að hlýða þeim
í öllu. Nú verðum við að leggja af stað.
Það er löng leið gegnum Svartaskóg.“
„Gegnum Svartaskóg!“ hrópaði
Björt, skelfingu lostin. „Pabbi og
hjálpa þér.
„En hvað þið eruð litlir og fallegir,"
sa8ði Björt og nú byrjuðu tárin aftur að
streyma niður kinnar hennar.
„Klang, klang,“ heyrðist.
„Hvað er þetta sem heyrist og hverjir
eruð þið?“ spurði Björt.
„Við erum blómálfar og eigum heima
* hlómunum. Þau eru húsin okkar. Ég
uetti Linda,“ sagði stærri veran.
„Og ég heiti Dís,“ skrækti sú minni.
”Og nú skalt þú sjá.“
Þær sýndu henni litla krús. Þar skein
a eitthvað.
„Hvað er þetta?“ spurði Björt.
„Þetta eru tárin þín. Þegar þú grætur
verða tárin þín að skínandi perlum. Það
er að segja ef þau eru ósvikin. Þú ein
Setur bjargað bróður þínum og prinsin-
um og þeim sem óvætturin hefur á valdi
sínu.“
„Ó, hvernig get ég það?“ spurði
íurt. „Ég er svo lítil.“
„Þú hefur það sem aðra vantar, hinn
Sanna kærleika. Með honum munt þú
s,gra,“ sögðu Linda og Dís. „Þú átt að
mamma hafa stranglega bannað mér að
koma nálægt honum.“
„Gegnum Svartaskóg verður þú að
fara ef þú vilt finna bróður þinn,“
sögðu Linda og Dís.
„Já,“ sagði Björt, „ég vil svo gjarnan
bjarga prinsinum og bróður mínum og
öllum sem eru á valdi nornarinnar en ég
er svo lítil.“
„Við munum hjálpa þér,“ sögðu
Linda og Dís. „En áður en við leggjum
af stað verður þú að lofa okkur því að
fylgja okkur eftir því að nornin mun
gera allt til að ginna þig af réttri leið og
þá ert þú á hennar valdi.“
Og nú lá leið þeirra inn í Svartaskóg.
Því lengra sem þær komu inn í skóginn
þeim mun þéttari og dimmari varð
hann. Allur gróður var dauður og jarð-
vegurinn því harður og hrjúfur. Björt
varð fljótt sárfætt. Hún gat með naum-
indum greint litlu blómálfana sem flugu
á undan henni. Oft hrasaði hún um
trjágreinar eða þær festust í fötum
hennar. Stundum sá hún á trjánum
skilti sem á stóð:
„Farið til vinstri. Þar er skógurinn
| gisnari.“
Eða hún fann skilti sem á stóð:
„Farið til hægri, þar er bjartari leið.“
Hún staldraði við en sá þá glytta í
Lindu og Dís. Það stirndi á litlu silfr-
uðu vængina þeirra. Nei, hún vildi
heldur fylgja þeim eftir þótt það væri
erfiðari leið en hin.
Oft datt hún og hruflaði sig til blóðs.
Þá komu Linda og Dís alltaf til hjálpar.
„Klang, klang,“ heyrðist er tár henn-
ar og blóðdropar féllu í krukkuna og
urðu að dásamlega fallegum perlum og
steinum.
Þær voru komnar langt inn í myrkv-
aðan skóginn. Björt var orðin bæði
svöng og þyrst en áfram hélt hún. Allt í
einu stansaði hún við stóra auglýsingu.
„Gistihús, gott rúm og góður matur,
ókeypis.“
Hún horfði hungruðum augum á
auglýsinguna en svo flýtti hún sér áfram
og litlu blómálfarnir settust á axlir
henni og hvísluðu hughreystingarorð-
um í eyru hennar.
Enn var haldið áfram en nú byrjuðu
skelfingamar fyrir alvöru. Hún fór að
heyra ýmiss konar hljóð. Það var eins
og hvæs í eiturslöngu og öskur í villi-
dýmm. Henni fannst þau vera nærri sér
eða læðast á eftir sér. Hún fór að
hlaupa, ótti hafði gripið hana en Linda
og Dís töldu í hana kjark.
Svona gekk það lengi, lengi en svo
fóm þessi hljóð að dvína og litla hjartað
hennar sló rólegar. Linda og Dís flugu
nú til hennar.
„Dugleg, Björt mín. Nú eru þessar
þrautir þínar brátt á enda. Bráðum
komum við út úr Svartaskógi en þá taka
við aðrir erfiðleikar sem þú verður að
vinna bug á.“
Æskart 31