Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 36

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 36
„Ég heiti Rúdolf Gabríel Smásaga eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur 13 ára Linda litla var að velja sér kött hjá frænku sinni uppi í sveit. Læðan á bænum var búin að eignast fimm kettlinga. Linda kjassaði þá og knús- aði og átti erfitt með að velja ein- hvern einn. Loks ákvað hún að taka svart fress með hvítt skegg og hvíta þófa. Búið var um hann í pappa- kassa og hann fluttur út í bíl. Kett- lingurinn vissi ekkert hvað var að gerast og hnipraði sig saman úti í horni kassans. „Hvað er að gerast?“ hugsaði hann skelfingu lostinn og mjálmaði aum- lega. En skyndilega heyrðist þessi líka ofsa hávaði. Þá fór bíllinn í gang. Kisi kipptist við, lagði framloppurn- ar yfir augun og skalf eins og hrísla. En svo róaðist hann við notalegt klapp Lindu. Þegar þau komu heim til hennar var hann loksins hættur að skjálfa. Þá var hann borinn inn í hús og búið um hann. í dágóðan tíma var Linda að kjassa hann en stóð síðan upp og sagði á- kveðin: „Nú átt þú að heita Rúdolf Gabríel en kannski er best að ég kalli þig Rúdda. Nú þarf ég að kaupa handa þér hálsól.“ Svo lagði hún hann í kassann og fór út. „Er það nú nafn sem ég hef hlotið," hugsaði hann hálfmóðgaður en gleymdi síðan nafninu og tók að veita herberginu athygli. Eftir dálítinn tíma tókst honum að brölta upp úr kassanum. Svo sat hann á gólfinu og horfði yfir stórt flæmi. Aldrei hafði hann grunað að heimurinn væri svona stór. Skyndi- lega kom hann auga á stórt en skrýt- ið dýr úti í horni. Fyrst þorði hann ekki að hreyfa sig en áræddi svo að læðast nær því. Hann þokaði ser nær og virti þetta furðulega dýr gaumgæfilega fyrir sér. „Ég hef nú bara aldrei séð svona undarlegt dýr,“ hugsaði Rúddi og gerði sér enga grein fyrir því a“ hann hafði nú ekki séð svo margt a stuttri ævi sinni. „Hve-hver ert þú?“ spurði hann eins kurteislega og hann gat. En dýrið svaraði ekki (og var eng>n furða því að þetta var stór tívol1' bangsi sem Linda átti). „Ég spurði hver þú værir, herra minn,“ sagði Rúddi aftur en bangs' inn svaraði auðvitað ekki. „Ja, sko, ég er nú ekkert minnl köttur en þú skal ég segja þér. Ég er sonur hinnar frægu VilhelnaínU Jósafats og Hansa Jóhanns sem er frægasti högninn í sveitinni heima’ sagði Rúddi og sperrti litla skott'_ sitt. „Ef ég má kynna mig, Rúdó Gabríel hér.“ Rúddi reyndi að gera sig elIlS virðulegan og hann gat en þó svar aði þessi kynjaskepna ekki. „Jæja ég ætla ekki að eltast V1 neina fýlupoka,“ sagði Rúddi og bjóst til að fara en gat þó ekki sti sig um að bíta örlítið í löppina þessum leiðindagaur. . Svo sneri hann upp á sig og geK að stólnum hennar Lindu. Pa komst hann að því að það var ein staklega gott að klóra sér á hausn um á stólfætinum. Svo fór hann up" í rúmið hennar þó að það væri sV°. lítið erfitt að klifra upp. Uppi • r^ lenti hann í miklum bardaga vl koddann en sigraði að lokum og va^ hreykinn af. Þá komst hann upf1 skrifborðið hennar en fann þar e 40 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.