Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 45

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 45
~ Æ, ég veit ekki. Hann á svo bágt. . ^ann biður mig aftur að tala við Sl§ Þá get ég ekki sagt nei, segir Lóa. Búi lítur á hana. ~ skaltu að minnsta kosti hafa °kkur nálægt. Það er ekki gott að ®egja hvað honum dettur í hug, segir hann. ~ A morgun skulum við fara hátt UPP í skriðu og vera þar allan daginn u§ 'eita að steinum. Þá höfum við r'ð fyrir honum, segir Hrói. Slæmar fréttir Lóa horfir með aðdáun á steinana í . ltu sinni. Hún er búin að finna IasPisa í öllum litum og stein sem er eins °g silfur. Kannski er hann úr Silfri- Og það er mikið af slíkum steinum hérna. Hún tók bara þann staersta. Liún situr og lætur sig dreyma. Ef plta er silfur hefur hún ef til vill ndið námu í gilinu. Hún sér í anda er*n koma með skóflur og haka og ^rafa silfur úr jörðu eins og hún sá einu leit Slnni í bíó. Þeir voru að vísu að a að gulli en silfur er næstum 1Us fínt og gull. )alf aetlar hún að sitja og selja gang að námunni. Hún verður rík ^ras§- Og I öllum fríum sínum fer n °g leitar að nýjum og nýjum þ einurn þar til hún á stærra safn en Ura í Furuvík. Og á endanum finnur jj.n dlnn eina sanna stein, Víðbláin. * jörðu. Steininn sem geymir Isl lidma al'ra annarra steina á andi. I honum glitrar jökullinn þ sindrar á sólríkum degi og í ^Um ólmast eldurinn sem byltist m í iðrum jarðar. Og öllu þessu var §eisl . f*ar hann frá sér í mjúkum e um sem aldrei njóta sín betur Pegar dimmt er og dapurt í kring m hann. Hún ætlar að setja hann í garðinn j P v'ð húsið sitt og allir, sem s ast um sveitina hennar, koma og ai a hann. Þeir fá að skoða hann e, e§ ókeypis af því að suma hluti er 1 hægt að selja. Og þó að hún hafi ndið Víðbláin þá á hún hann ekki ein heldur á allt fólkið á íslandi svolítið í honum með henni. - Lóa, Hrói! Hvar eruð þið!? - Ég er hér, galar Lóa. Hún gleymir sér og þýtur á fætur svo að allir steinarnir hrynja úr kjöltu hennar. Búi kemur niður skriðuna á mikilli ferð. - Passaðu þig, skriðan er svo laus! æpir Lóa. - Bíddu, bíddu, stynur Búi og heldur áfram að moka steinum og sandi á undan sér niður skriðuna. - Hvað gengur á? Hrói kemur másandi og blásandi upp í móti, votur af svita. - Fréttir! Búi er loks kominn niður til þeirra. - Það eru verstu fréttir sem ég hef heyrt. - Er stelpan dáin? spyr Lóa og grípur andann á lofti. - Nei, það var ekki um hana. Búa er svo mikið niðri fyrir að hann getur varla talað. - Hvað þá? Svona reyndu að tala, maður, segir Hrói. - Víðbláinn er horfinn! - Horfinn! Hrói og Lóa æpa bæði í einu. - Honum var stolið. Enginn veit hver tók hann. - Hvenær gerðist þetta? - Þura saknaði hans á mánudag. En hún segir að honum hafi ef til vill verið stolið um helgina. Hún sá hann síðast á laugardag. - Á mánudag. Það var daginn sem við lögðum af stað í útileguna, segir Lóa. - Þessi bjáni. Hún átti að geyma hann í hólfi, segir Hrói. - Hrói minn, suma hluti er ekki hægt að geyma í hólfi, segir Lóa. - Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að stela þvflíkum dýrgrip, segir Búi. - Manninum, sem stal honum, datt það í hug, svarar Hrói. - Þetta hefur enginn íslenskur maður gert; það er ég alveg viss um, segir Búi. - Hafa menn engan grun um hver þetta gæti verið? spyr Lóa. - Nei, það er víst ekki. Þarna er alltaf fjöldi af ókunnu fólki sem er að ferðast um og skoða landið yfir sumarið, segir Búi. - Hann hlýtur að finnast, segir Lóa. - Hann verður að finnast, segir Hrói. - Hann skal finnast, segir Búi. - Ég er viss um að Víðbláinn missir ljómann ef sá sem stal honum fer með hann til útlanda, segir Lóa. - Vonandi, þá skilar sá hinn sami honum ef til vill aftur, segir Búi. Þau eru svo æst að áhuginn á því að leita að steinum er rokinn út í veður og vind í bili. Þau ákveða að borða nesti og ræða málin. - Það er skrýtið að heyra svona fréttir neðan úr byggð og vera sjálfur uppi á fjöllum í friði og ró, segir Lóa. - Friði og ró! Skeggi og Snúður eru búnir að þvælast í kringum mig í allan dag, segir Hrói. - Ég sá þá og ég sá líka Ted. Hann var að hamast að höggva grjót, segir Búi. - Ég sá engan. En ég fann silfur, segir Lóa og sýnir þeim steininn sinn. En það er eins og steinninn sé búinn að missa allan ljóma nú þegar þau vita að Víðþláinn er týndur. Þegar hann er annars vegar eru allir aðrir steinar lítils virði. Æskan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.