Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 42
Aðdáendum svarað
„Akureyri
er fallegasti
staðurinn"
Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona svarar aðdáendum
BbHH
Hvar varstu fædd og alin upp?
Ég var fædd á Akureyri 25. nóvem-
ber 1967 og ólst þar upp.
Áttu systkini? Hve gömul? Hvaö
heita þau?
Ég á einn bróður. Hann er 23 ára og
heitir Rúnar Ingi.
Hefur hann stundaö íþróttir? Hverj-
ar?
Hann hefur æft skíðaíþróttir þar til í
vetur. Pá hætti hann æfingum sjálfur en
hefur þjálfað 10 ára krakka á Akureyri
á skíðum.
En foreldrar þínir?
Pabbi æfði ólympískar lyftingar um
skamma hríð fyrir löngu. Að öðru leyti
hafa foreldrar mínir ekki komið nálægt
íþróttum. Pað var ekki fyrr en í fyrravet-
ur að þeir fóru á skíði í góðu veðri.
Hvenær steigstu fyrst á skíöi?
Pegar ég var níu ára (1977).
Hve gömul varstu þegar þú hófst
keppni í skíöaíþróttum? í hverju
kepptir þú þá? Hverjar eru keppnis-
greinar þínar nú?
Ég var ellefu ára þegar ég keppti fyrst
á skíðum. Pað var í svigi og stórsvigi og
það eru enn þá keppnisgreinar mínar -
en auk þess keppi ég tvisvar á ári í
samhliðasvigi. Ég er einnig nýbyrjuð að
æfa risastórsvig og keppti á einu slíku
móti í Austurríki í fyrra.
Hvenær vannstu fyrsta íslands-
meistaratitil þinn? Hve marga hefur
þú unniö?
Ég var í sveit Akureyringa sem varð
Islandsmeistari í flokkasvigi (þrír í sveit)
1983. Ég varð fyrst íslandsmeistari í
einstökum greinum 1985, þá fjórfaldur
meistari, en titlarnir eru samtals
orðnir 9.
Hvaöa skíöamann dáir þú mest?
Paul Fromelt - því að hann er enn að
keppa og er í fremstu röð þó að hann
sé kominn vel á fertugsaldur.
Er góö aöstaöa hérlendis til aö æfa
sig á skíöum meö keppni í huga?
Helsti gallinn við að æfa á Islandi er
að ekki er hægt að stunda æfingar
nema 3-4 mánuði á ári. Erlendis er víð-
ast hvar hægt að æfa að heita má allt
árið. Hér er ekki heldur hægt að æfa
brun og naumast risastórsvig því að
brekkurnar eru ekki nógu langar og
færi ekki nógu hart.
Hefur þú æft erlendis? Hvar?
Já, á flestum stöðum í Mið-Evrópu,
aðallega í Austurríki, og í Aspen í
Colorado í tvær vikur í fyrra.
Hefur þú tekiö þátt í keppni erlend-
is?
Ég hef tekið þátt í mörgum alþjóðleg-
um mótum (FlS-mótum) - í Austurríki,
Sviss, Pýskalandi, Frakklandi, Italíu,
Júgóslavíu, Noregi og Svíþjóð. Ég tók
þátt í Olympíuleikunum í Calgary í
Kanada 1988 og heimsmeistaramótinu
í Vail í Colorado-fylki í Bandaríkjunum
1989.
Hefur þú æft aörar íþróttagreinar?
Ég hef ekki æft neinar aðrar íþróttir
að ráði. Pegar ég var 12-13 ára ætlaði
ég að æfa fimleika en fór bara á eina
æfingu. Ég mætti líka á nokkrum æf-
ingum í frjálsum íþróttum en síðan ekki
söguna meir. Pegar ég var 16-17 ára fór
ég að æfa knattspyrnu með KA en ent-
ist ekki nema í sex vikur. Mér fannst
það skemmtileg íþrótt en hætti af því
að ég vann mjög mikið það sumar og
þurfti auk þess að æfa þol, snerpu,
kraft og annað er tengdist skíðaíþrótt-
inni. Við skíðafólk æfum þrek og lík-
amsþjálfun til undirbúnings meðan við
getum ekki verið á skíðum.
Tvö síðastliðin sumur hef ég stunda
líkamsrækt.
í hvaöa skóla ertu - og hefur verib?
Fyrst var ég í Lundaskóla, síðan 1
Gagnfræðaskóla Akureyrar, þá í Verk
menntaskólanum á Akureyri. Ég laU
stúdentsprófi þaðan vorið 1987, af aPP,
eldisbraut. Pá tók ég mér tveggja ára fn
frá námi, stundaði vinnu og skíðasefinð
ar. í haust hóf ég nám í hjúkrunarfrseð'1
Háskólanum á Akureyri.
Hefur þú ákveöiö starf í huga?
Ég hef ekki ákveðið framtíðarstarf e_n
hef mikinn áhuga á sjúkraþjálfun eða 1
þróttafræði. Hjúkrunarstarfið kemur ve
til greina. Ég er að kynna mér þa
Ertu hneigö til lestrar? ,
Ég les ekki mikið. Ef ég sest me
góða bók get ég þó ekki slitið mig fra
henni fyrr en ég hef lokið henni.
Hefur þú gaman af tónlist? HverS
konar?
Ég nýt þess að hlusta á tónlist og
helst alltaf vera að hlusta á eitthva >
hvort sem ég er að læra, vinna e
hlaupa. Ég hef gaman af músík af flestu
tagi.
Hefur þú lært á hljóöfæri? |
Nei. Pegar ég var lítil langaði mið
að læra á píanó en lét mér nægja a
glamra eftir eyranu.
Á hvaöa tónlistarmanni (mönnuh1
hljómsveit) hefur þú mest dálæti?
Par eru margir jafnir en ég get ne
John Lennon, Susanne Vega,
Marley og hljómsveitirnar Pixies'
Woodentops - og Nýja danska, af Þeirn
íslensku.
En leikurum?
Mér finnst Dustin Hoffman besti lel
46 Æskan