Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 10

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 10
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Brynju Einarsdóttur. 5. kafli Einn daginn fékk ég frí úr leikskólanum til að fara með mömmu og litlu systur í Ung- barnaeftirlitið. Mér fannst alltaf svo gaman að sjá þegar hjúkrunarkonan kom heim til að vigta þá litlu. Hún setti litla greyið allsbert inn í bleyju og hífði hana upp í krók og einu sinni vigtaði hún bangsann minn svona líka. „Læknirinn á að skoða litlu systur og athuga hvort hún þroskast ekki eðlilega," sagði mamma. Það var mikið af börnum og konum þarna inni. Hávaðinn var ferlegur þegar öll þessi börn voru að grenja. Svo fórum við inn til læknis- ins sem tók litlu og setti hana allsbera á borðið sitt og skoð- aði hana alla. Síðan tók hann sprautu og stakk henni í litla bossann hennar. Ég varð log- andi hræddur og hélt fyrir eyr- un. „Af hverju gerir hann þetta? Veit hann ekki að hún meiðir sig?“ Ég var öskureiður við lækn- inn en mamma sagði að það væri nauðsynlegt að sprauta öll lítil börn til að koma í veg fyrir að þau fengju alvarlega sjúkdóma. Mér fannst það samt gott á hann þegar litla systir pissaði á borðið hans. Þegar við vorum að fara sagði hjúkrunarkonan: „Er hann Jón ekki orðinn fjögurra ára? Það er kominn tími til að hann komi í skoð- un.“ Átti ég svona stór að fara í Ungbarnaeftirlitið? Ég ætlaði sko ekki að fara. „Það eru bara lítil börn sem koma þarna,“ sagði ég. Mamma og hjúkrunarkonan sögðu að þetta héti fjögurra ára skoðun og þegar henni væri lokið væri ég brautskráð' ur úr Ungbarnaeftirlitinu. Eftir nokkra daga fórum við- Mamma sagði mér áður hverh' ig skoðun þetta væri. „Þú verður heyrnarmælduh sjónprófaður, látinn teikna eitthvað á blað og leika þét- Þegar læknirinn skoðar þig svo færðu litla sprautu í handlegginn.“ „Það er þó skárra að láta sprauta sig í handlegginn en 1 rassinn." Þarna voru bara stór börn og mömmur þegar við kom; um. Enginn var að grenja. Eg var látinn teikna, þræða kúlur á band, telja og svo fékk ég aC leika mér. Þetta var bara skemmtilegt. „Þú gast allt,“ sagði hjúkrun- arkonan við mig. Meira að segja sprautan hja lækninum var svo lítil að ég fann ekki fyrir henni. Mamma sagði að hún vaeri montin af að eiga svona dug' legan strák. Nú er ég svo st°r að ég fer aldrei aftur í Ung- barnaeftirlitið. ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.