Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1990, Page 10

Æskan - 01.04.1990, Page 10
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Brynju Einarsdóttur. 5. kafli Einn daginn fékk ég frí úr leikskólanum til að fara með mömmu og litlu systur í Ung- barnaeftirlitið. Mér fannst alltaf svo gaman að sjá þegar hjúkrunarkonan kom heim til að vigta þá litlu. Hún setti litla greyið allsbert inn í bleyju og hífði hana upp í krók og einu sinni vigtaði hún bangsann minn svona líka. „Læknirinn á að skoða litlu systur og athuga hvort hún þroskast ekki eðlilega," sagði mamma. Það var mikið af börnum og konum þarna inni. Hávaðinn var ferlegur þegar öll þessi börn voru að grenja. Svo fórum við inn til læknis- ins sem tók litlu og setti hana allsbera á borðið sitt og skoð- aði hana alla. Síðan tók hann sprautu og stakk henni í litla bossann hennar. Ég varð log- andi hræddur og hélt fyrir eyr- un. „Af hverju gerir hann þetta? Veit hann ekki að hún meiðir sig?“ Ég var öskureiður við lækn- inn en mamma sagði að það væri nauðsynlegt að sprauta öll lítil börn til að koma í veg fyrir að þau fengju alvarlega sjúkdóma. Mér fannst það samt gott á hann þegar litla systir pissaði á borðið hans. Þegar við vorum að fara sagði hjúkrunarkonan: „Er hann Jón ekki orðinn fjögurra ára? Það er kominn tími til að hann komi í skoð- un.“ Átti ég svona stór að fara í Ungbarnaeftirlitið? Ég ætlaði sko ekki að fara. „Það eru bara lítil börn sem koma þarna,“ sagði ég. Mamma og hjúkrunarkonan sögðu að þetta héti fjögurra ára skoðun og þegar henni væri lokið væri ég brautskráð' ur úr Ungbarnaeftirlitinu. Eftir nokkra daga fórum við- Mamma sagði mér áður hverh' ig skoðun þetta væri. „Þú verður heyrnarmælduh sjónprófaður, látinn teikna eitthvað á blað og leika þét- Þegar læknirinn skoðar þig svo færðu litla sprautu í handlegginn.“ „Það er þó skárra að láta sprauta sig í handlegginn en 1 rassinn." Þarna voru bara stór börn og mömmur þegar við kom; um. Enginn var að grenja. Eg var látinn teikna, þræða kúlur á band, telja og svo fékk ég aC leika mér. Þetta var bara skemmtilegt. „Þú gast allt,“ sagði hjúkrun- arkonan við mig. Meira að segja sprautan hja lækninum var svo lítil að ég fann ekki fyrir henni. Mamma sagði að hún vaeri montin af að eiga svona dug' legan strák. Nú er ég svo st°r að ég fer aldrei aftur í Ung- barnaeftirlitið. ð

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.