Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Síða 6

Æskan - 01.10.1990, Síða 6
Kettir eru skemmtilegir leikfélagar! sjálfstrausts stendur rófan beint upp í loftið. Beygi hann rófubroddinn lítið 11 eitt merkir það að hann slaki vel á og sé öruggur um sig. Ef hann er leiður fellir hann rófuna niður að gólfi og |t dregur hana jafnvel milli fóta sér. Ef rófan titrar dálítið merkir það að kött- urinn einbeiti sér og hlusti kannski eft- ir hljóðum sem honum finnst tákna hættu. Ef köttur slær til rófunni er best að láta hann eiga sig. Þá er hann illur. Ef hann skýtur upp kryppu og bæði rófa og feldur rís er hann reióubúinn til árásar. Oftast er kötturinn í góöu skapi. Hann liggur og hvílist og tekur öllu ^ meó ró. Annaó veifið réttir hann út loppuna til merkis um að hann vilji að eftir sér sé tekið og látið vel að sér. Afar þrífínn Kettir eru smásmugulega þrifnir. Þeir hreinsa feldinn að minnsta kosti tutt- lr ugu sinnum á dag! Þeir losa sig við lykt af fólki með því að sleikja feldinn af mikilli nákvæmni. Andlitið þvo þeir meó því að sleikja loppurnar og strjúka þeim yfir höfuðið. Stundum verða kettir leiðir. Kannski finnst þeim þeir verða útund- an ef „foreldrar" þeirra eru mikið að heiman. Þá taka þeir upp á einhverju sem þeir vita að fólki gremst. Stundum ýta þeir við styttu í hillu svo að hún fellur á gólfið. Stundum „gleyma" þeir að gera þarfir sínar á réttum stað. Þá pissa þeir gjarna í fatahrúgu eða ein- hvers staðar úti í horni! Húsdýr í 4000 árí Menn hafa haft ketti sem húsdýr í að minnsta kosti 4000 ár. Til forna voru þeir heilagir í Egyptalandi. Þeir héldu rottum frá húsum. Það var afar mikil- vægt. Sá sem deyddi kött átti dauóa- refsingu yfir höfði sér. Löngu síðar trúðu Evrópubúar þvi að kettirnir væru verkfæri þess vonda. Þá var farið aó hrækja á eftir svörtum köttum. Nú eru kettir gæludýr á fjölda heimila. Þeir þurfa að sjálfsögðu góða umhirðu og mikla athygli. En það þarf ekki að snúast eins mikið í kringum þa og hunda. Þess vegna kjósa margir fremur að hafa ketti. Sem betur fer annast langflestir eigendur ketti sína afar vel. Sums staðar er jafnvel farið með þá næstum eins og heilögu kett- ina í Egyptalandi forðum! Nokkurgóð ráð Kettir þurfa klóskerpu - eitthvað til að brýna klærnar á. Sumir útbúa klo- skerpu sjálfir, aðrir kaupa hana í gælu- dýrabúó. Kettir eta margs konar fæðu. Gott er að kaupa tilbúið fóður stöku sinn- um til að auka fjölbreytni. í því eru nauósynleg næringarefni og vítamín- Þeir kettir, sem alltaf eru inni, þurfa grænfóður. Eflaust viljið þið spyrja einhvers um ketti. Gerið svo vel! Við munum fjalla um þá aftur eftir áramót. (lliiJT) vur hliðsjón af texta í sænska blaðinu Kamratposten) 6 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.