Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 18
if
erum
eins og
fjöl-
skylda “>
Rætt við
tónlistarfólkið
i Stjorninni
Viðtal: II
Elísabet Elín 15 ára.
Ljósmyndir:
Björn Torfi Hauksson (Bonni).
Einn milljarður manna horfði á lagið ■ i
„Eitt lag enn “ með Stjórninni hafna í
fjórða seeti í söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva í maímánuði. 1
Stjórninni eru Eiður Arnarsson
bassaleikari, Einar Bragi Bragason
saxófónleikari, Þorsteinn Gunnars- 1 ■
son trommuleikari, Jón E. Hafsteins-
son gítarleikari, Grétar Örvarsson
hljómborðsleikari og Sigríður Bein-
teinsdóttir söngkona. 1 *
Stjórnin naut mikilla vinsœlda í sum-
ar og fór í hringferð um landið þar
sem hún kom fram á öllum stœrstu
stöðunum. 12. tbl. Æskunnar í mars t ^
birtist viðtal við Siggu og Grétar,
söngvara hljómsveitarinnar, en
minna hefur farið fyrir hljóðfœraleik-
urunum. Lesendur Æskunnar hafa
því beðið um viðtal við alla Stjórnina
og hér á eftir tala þeir félagar um I
sjálfa sig, Evrósjón keppnina, Stjórn- I
ina og fleira. ♦
Fyrst voru þau spurö hvenær þau hefðu I
fengið áhuga á tónlist:
Eiður: Ég fékk fyrst áhuga á tónlist þeg-
ar ég var níu ára og var að hlusta á Kiss. t
Nei, ég breyti þessu í árið 1976 þegar ég
heyrði „Day of the Races" með Queen.
Sigga: Ég held ég hafi fengið áhugann
sex, sjö ára...
Þorsteinn: Þegar ég var sex ára gaf , ■
amma mín mér lítið, grænt snældutæki. Þá
fékk ég áhuga á tónlist og byrjaði að taka
upp úr útvarpinu. Ég á þetta tæki enn og
hlusta oft á það.
Jón: Ég man eftir því að lagið, Ég á litla
mús; hún heitir Heiða, var mikið spilað á
heimili mínu. Og Bítlalögin...
Þorsteinn: Fyrsta platan, sem ég eign-
aðist, var Bítlaplata.
Grétar: Ég hef ekki áhuga á tónlist...!
Nei, í alvöru þá hef ég haft áhuga á tónlist
frá því ég man eftir mér.
Flvenær lærðuð þið fyrst á hljóðfæri?
Eiður: Ég byrjaði að glamra á gítar þeg-
ar ég var 12 ára. Á bassa fór ég að spila
fjórtán ára.
Einar Bragi: Ég lærði á klarinett þegat
ég var níu ára, hætti snögglega þegar ég
var 12 ára og fór að læra á saxófón.
Þorsteinn: Ég byrjaði að læra á hljóð-
færi þegar ég var sex ára. Þá lærði ég a
blokkflautu. Svo lærði ég á trompet í nokk-
ur ár, síðan á trommur og svo byrjaði ég að
spila á gítar þegar ég var átján ára. Og eg
er langbestur á gítarinn!!!
Jón: Ég byrjaði að læra á píanó þegar eg
var sex ára. Svo tók ég hlé en byrjaði aftur i
píanónámi fjórtán ára. Þá nennti ég þessu
*1 ekki lengur og fór að læra á gítar fimmtán
ára og hef haldið mig við hann síðan.
Grétar: Ég byrjaði að læra á blokk-
flautu og píanó þegar ég var átta ára. Eiður
segist ekki hafa lært á hljóðfæri en það er
! bara út í hött að segja slíkt. Auðvitað hefur
hann lært á hljóðfærið þótt hann hafi ekki
lært hjá kennara! Hann kenndi sér sjálfur
og ég vil að það komi fram.
Þorsteinn: Já Eiður er sjálfmenntaður,
stórkostlegur listamaður.
18 ÆSKAN