Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1990, Page 19

Æskan - 01.10.1990, Page 19
pað eru jafnmargir ættaðir af Langanesi íþessari hljómsveit og úr Reykjavík. Feður allra í Stjórninm spila á harmoniku! - Af hverju völduð þið þau hljóðfæri sem þið spilió á? Þorsteinn: Mig vantaði rör til að blása í °g þess vegna lærði ég á klarinett og trompet! Svo spilar maður hraðast á ttommur og þess vegna valdi ég þær. Grétar: Ég lærði á píanó vegna þess að Það eru flestar nótur á píanói. Jón: Ætli ég hafi ekki valið gítarinn því að hann er svo „töff" hljóðfæri. Einar Bragi: Ég valdi saxófóninn því að Það finnst mér flott hljóðfæri. Sigga: Mig langaði líka alltaf til að læra á saxófón. Jón: Ég átti saxófón í heilan vetur. En ég Þætti snögglega að leika á hann því að ég sá að þetta var vonlaust hljóðfæri. Einar Bragi: Það var bara vegna þess að Þljóðin í honum voru eins og öskur í fíl! Grétar: En allar alvöru danshljómsveitir í heiminum hafa saxófónleikara. Á hverj- um einustu rokkhljómleikum, sem maður fer á, er leikið á saxófón. Ég sá Rolling Sto- f nes nýlega og þótt það sé ekki mikið um að spilað sé á saxófón á plötunum þeirra þá geta þeir ekki án hans verið á tónleik- um. Hljómsveitir verða að hafa alvöru hljóðfæri með. Það er nauðsynlegt að hafa saxófón því að hann gefur svo mikla „breidd" í tónlistina. 17. júní vakti það mikla athygli að Sigga og Grétar eru ekki einu söngvarar hljómsveitarinnar. Þá söng Jón gítarleikari nokkur erlend lög og því spurði ég hann hvort hann hefði lært söng: „Nú virðist söng mínum lokið í bili...! Ég var orðinn svo eftirtektarverður sem ^ lr söngvari að ég var látinn hætta. Ég hef aldrei lært söng." Þorsteinn: Jú víst! Grétar: Jóhanna Linnet kenndi Jóni, Steina, Eiöi og Einari söng. Hún ber á- byrgðina á bakröddunum í Evrósjón I keppninni f Sagreb. Þorsteinn: Já það syngja allir í hljóm- sveitinni nema trommuleikarinn knái! Sigga: Þú hefur nú sungið, Steini minn... Það er til á spólu. Þorsteinn: Getum við ekki látið spól- una fylgja með Æskunni?! Eru tónlistarmenn í ættinni? Grétar: Já, já. Pabbi minn er Örvar Kristjánsson harmonikuleikari, landsfrægur nikkari og söngvari. Það er mikil músík í báðum ættum mínum. Þorsteinn: Faðir minn er líka harmon- ikuleikari. Grétar: Það eiga allir í Stjórninni harm- ónikuleikara fyrir pabba! Pabbi hennar Siggu dýrkar harmóniku. Sigga: Og orgel. Jón: Skrifaðu bara að allir í Stjórninni eigi feður sem eru harmónikuleikarar! Þorsteinn: Nema Einar Bragi. Pabbi hans blæs í rör. Sko, þetta eru allt píparar! Einar Bragi: Pabbi minn er gamall klar- inettleikari. ÆSKAN 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.