Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 20
SAS=Samtök
Alþýðuflokksmanna
annars staðar!
Hvað getið þió sagt okkur um Júgóslavíuferð- L
ina?
Eiður: Við héldum fyrst til Kaupmanna-
hafnar og byrjuðum á því að fara í Tívolí
og fá okkur sykurflos. Við mælum eindreg-
ið með Töfrateppinu í Tívolí.
Þorsteinn: Já og líka hringekjunni við
hliðina á því. Við fórum þrisvar í hana í t
röð. Rússíbaninn er hins vegar lélegur.
Manni verður ekki einu sinni óglatt í hon-
um.
Jón: Maður er afskaplega hress þegar
maður hefur farið þrjár ferðir með,^
hringekjunni, tvær á töfrateppinu og svo
aftur í hringekjuna. Þá hefur maður á til-
finningunni að máltíðin sem maður borð-
aði þurfi að sleppa mjög fljótlega út!
Sigga: Á mánudagsmorgni fórum við til * f
Júgóslavíu frá Danmörku og á æfingu eftir
hádegi.
Þorsteinn: Og einn svaf yfir sig. En það
var allt í lagi. „Og þá voru eftir fjórir,"
syngur hann við lagið Tíu litlir negrastrák-
ar: „Fjórir litlir hljómsveitarstrákar fóru til
Júgóslavíu, einn svaf yfir sig og þá voru eft-
ir fjórir."
Grétar: Já við fórum með SAS...
Þorsteinn: Það þýðir „Samband Al-
þýðuflokksmanna annars staðar!" • i
Grétar: Við þurftum að byrja á að fá
sérstök vegabréf til að komast inn í höllina
þar sem keppnin var haldin. Eftir að við
Jón: Þá heíur maður á tilfinningunni að
máltíðin sem maður borðaði þurfi að sleppa
mjög fljótlega út!
höfðum sett farangurinn upp á hótel fórum
við á æfingu og svo í viðtöl við blaðamenn
og í myndatökur. Síðan byrjuðu þrotlausar
æfingar. Fyrsta kvöldið í Sagreb fórum við í
mikla kynningarveislu þar sem allir kepp-
endur komu saman. Þar fengum við gott
að borða, dönsuðum og teknar voru mynd-
ir. Tíminn í Sagreb fór í að æfa og viðtöl.
Svo skoðuðum við borgina og fórum í
vatnaskógaferð. Sá skógur er hundrað sinn-
um stærri en Vatnaskógur hér. Spænsku
söngvararnir týndust í þessari ferð og það
þurfti að bíða heillengi eftir þeim. Við
kynntumst mörgum sem voru að keppa
þarna, sérstaklega Katli Stokkan sem keppti
fyrir Noreg. Eitt kvöldið fórum við svo á
diskótek.
Jón: En fyrst og fremst beindist öll ferð-
in að lokakvöldinu.
Grétar: Já, auðvitað beindist allt að því
að ná sem bestum árangri á úrslitakvöld-
inu. Þegar keppnisdagurinn rann upp byrj-
uðum við á æfingu og eftir hádegi var
„rennsli".
Eiður: Það var búið að taka upp eitt
rennsii hjá öllum ef eitthvað skyldi bregð-
ast í útsendingunni. Það rennsli átti að
nota ef til dæmis gervihnöttur bilaði í
keppninni.
Grétar: Sá skógur er hundrað sinnum stærri
en Vatnaskógur...
Grétar: Það var meðal annars það sem
íslendingar urðu vitni að. í hollenska lag-
inu sást að söngvararnir hreyfðu ekki var-
irnar í takt við tónlistina. Þá hefur eitthvað
bilað og þeir hafa sýnt æfingabandið. En
það var bara í þessu lagi og það var tækni-
legs eðlis. Svo rann upp aðalkvöldið og við
stigum á svið, lékum og sungum. Við vor-
um bara nokkuð ánægð með hvernig okk-
ur tókst á sviðinu. Eftir að við höfðum flutt
lagið fórum við í herbergi á bak við og bið-
um eftir stigagjöfinni.
Sigga: Það var mikil spenna í keppn-
inni.
1*
Jón: Það má geta þess að þarna var
risastór rjómaterta sem mig langaði afskap-
lega mikið til að borða. En hún var aldrei
borðuð!
Grétar: Jú, ég og Ketill Stokkan fórum i
hana. Við vorum þeir einu sem smökkuðu
á henni!
Sigga: Já, á henni stóð: „Vinningshafi
númer eitt..."
Grétar: Hann var bara svo voða merki-
legur með sig.
Jón: Já, sigurvegarinn átti svo annríkt
við að þvo af sér háralitinn að hann
gleymdi að borða kökuna!
Grétar: En við vorum að vonum mjög
ánægð með stigagjöfina.
Sigga: Eftir keppnina var okkur boðið i
mikla veislu.
Grétar: Áður höfðum við spilað í Höll-
inni. Þar var einhver hundleiðinleg
júgóslavnesk hljómsveit að spila en við
rákum hana bara af sviðinu! Og „tróðum
upp" eins og við köllum það við mikinn
fögnuð og þá sérstaklega Ijósmyndara og
blaðamanna. Þá höfðu þeir eitthvað meira
að tala um en keppnina sjálfa.
Eiður: Það stóð í einhverju dönsku
blaði að við hefðum tekið lag með Janis
Joplin og lagið „Bat out of Hell" með
Þorsteinn: I sama blaði var minnst á
„hina fallegu íslensku söngkonu,
Grétar Örvarsson!“.
Meatloaf. Við könnuðumst ekkert við að
hafa spilað það lag.
Þorsteinn: Okkur grunar að áfengm
drykkir hafi verið með í spilinu hjá blaða-
manninum! í sama blaði var minnst á hina
„fallegu íslensku söngkonu, Grétar Örvars-
son!"
Grétar: Svo fórum við á diskótek - og
einn svaf yfir sig.
Þorsteinn: Og þá voru eftir sjö!
Grétar: Við lögðum af stað heim
20 ÆSKAN