Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 27

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 27
- Ekki ég heldur. Það er þess vegna sem ég er svo hrædd, segir stelpan. - Eg er samt viss um að það er eðlileg skýring á því. Ted og Hera eru svo góð. Þau eru bara að reyna að hjálpa þér. Á einn eða annan hátt. Við skulum fara saman og tala um þetta við þau á morgun, segir Lóa. - Má ég vera hjá ykkur í nótt? spyr stelpan og lítur votum augum á Lóu. - Mín vegna. En þú hefur engan poka til að sofa í. - Það gerir ekkert til bara ef ég má vera hér, segir stelpan. - Lóa þreifar á henni. - Þú ert svo blaut. Þú verður að fara í þurr föt. Svo getum við rennt pokanum mínum í sundur og notað hann fyrir sæng, segir hún og tínir föt upp úr poka. - Þakka þér fyrir. Stelpan lítur á hana og brosir í fyrsta sinn. Hún er mjög sæt. Það sér Lóa núna. Stelpan er holdvot og Lóa hvetur hana til að fara í allt þurrt. Hún fylgist vel með og eftir litla stund hefur hún komist að því að stelpan er að segja satt. Hún getur alls ekki heitið Pétur. Upp á líf og dauða - Lóa mín, er allt í lagi með þig? Búi stingur hausnum inn í tjaldið. - Auðvitað er allt í lagi með mig. En hvað gerðist hjá ykkur? Af hverju voruð þið svona lengi? Hvað funduð þið? Hver var að keyra burtu? Lóa spyr og spyr. Hún spyr svo hratt að Búi og Hrói ná ekki að svara. - Lóa mín, þegiðu og þá skaltu fá að vita þetta, segir Hrói. - Hvað vildi hann þér? spyr Búi og horfir hissa á Pétur sem er nú kominn í peysu af Lóu. - Það færðu að vita á eftir. En hvað funduð þið? spyr Lóa áköf. - Víðbláin, svarar Hrói. - Og útvarpið mitt, segir Búi og dregur tækið fram. - Vá, funduð þið Víðbláin. Hvar er hann? spyr Lóa. - Ted og Hera fóru með hann nið- ur á Furuvík. Þau koma aftur á morg- un með menn til að taka Skeggja og Snúð fasta, segir Hrói. - Og sækja okkur, segir Búi. - Eru Ted og Hera farin? spyr stelpan hissa. - Já, en þú skalt vera alveg róleg- ur, Pétur ntinn. Þau koma á morgun og sækja þig, segir Búi. Nú er röðin komin að Lóu að segja fréttir. - Þetta er ekki Pétur, segir hún. - Hva ... hvað áttu við? spyr Búi. - Þetta er stelpa. - Nehei, þú ert að plata, segir Hrói. - Alveg hreina satt. - Af hverju ertu þá eins og strákur, ég meina hárið og allt? spyr Hrói. Stelpan lítur niður fyrir sig og svar- ar ekki. - Hún veit það ekki. Hún veit ekki neitt. Hún er búin að missa minnið, svarar Lóa. - Þetta er bara della. Eins og Ted og Hera hefðu ekki vitað ef hún væri stelpa, segir Hrói. - Nei, þau vissu það ekki, segir Lóa. - Það er skrýtið, segir Búi. - Ertu viss um að þetta sé rétt? spyr Hrói. - Hún er stelpa, segir Lóa stutt í spuna. Búi og Hrói horfa hvor á annan. Svo yppa þeir öxlum. - Við skulum reyna að sofna. Á morgun þurfum við að vera við öllu búin, segir Búi. Þau kúra sig niður. Lóa og stelpan eru vel klæddar þvi að þær geta ekki verið í pokanum. Búi sefur líka í peysu og stakk því að það er hrollur í honum. Hrói er aftur á móti lítið klæddur enda hlífa holdin honum við kulda.' En þau geta ekki sofnað strax. Það er svo margt búið að gerast. Þau ræða málin frá öllum hliðum aftur og aftur. Það hlýnar smám saman í tjald- inu og regnið, sem bylur á því, er svo róandi að það kyrrir æsta hugi þeirra. Þau sofna eitt af öðru. Búi er lengst að sofna. Honum finnst hann finna á sér að eitthvað sé ekki með felldu. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. En hann getur ekki áttað sig á hvað það er. Regnið eykst og storminn herðir og um síðir nær Búi líka að sofna. - Hvað er um að vera? Hvaða há- vaði er þetta? Stelpan er risin upp og rífur í Lóu. Lóa hendist líka upp. Ærandi hávaði berst utan frá. Þungir dynkir, högg og surg. Og það færist nær og nær. Lóa argar á Búa og Hróa og hristir þá til. - Skriða, það er að falla skriða, æpir hún. Þeir þjóta á fætur. Hávaðinn er óg- urlegur. í blindni fálmar Hrói eftir op- inu, sviptir tjaldinu upp og þau hend- ast út. Þau vaða í leir og leðju um leið og þau koma út úr tjaldinu. Skriðan er alveg komin að lautinni. Stórir steinar ryðjast niður í hana á mikilli ferð. Þau æða beint af augum upp úr lautinni. Stelpan er öftust, rétt á eftir Lóu. Þær eru að verða komnar upp á brún þegar Lóa heyrir óp í henni. Hún lítur við og sér stelpuna liggja á grúfu. Framhald ÆSKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.