Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 37

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 37
hélt hann í átt á eftir honum. Starfsfélaginn, sent hét Jón, læddist upp að einum gluggganum á húsi Rikka. Þó að dregið væri fyrir sá hann í gegnum gluggatjöldin með röngten- gleraugunum sínum (- sem hann sjálf- ur átti heiðurinn af að hafa fundið upp). „Guð minn góður!“ sagði hann um leið og hann leit inn. „Þetta eru skrímsli.“ Foringi geimveranna, sem hét Dungan, ætlaði að flytja flaugina í skúrinn. Hann fór upp í flaugina og 1 * flaug af stað. Hann flaug frekar hægt og það færði Jón sér í nyt. Hann elti Dungan á bílnum sinum. Þegar Dung- an var búinn að fela flaugina gróf hann göng alla leið til Rikka. En Jón hafði öðruvísi tilfæringar við skúrinn. Hann kom þar fyrir tímasþrengju sem átti að springa eftir klukkustund. Síð- an fór hann heirn, hringdi á lögregl- una og sagði að það væru skrímsli á Njálsgötu. Það hlakkaði í honum að símtalinu loknu. Rikki hafði skotist til manns sem seldi blý, þó ekki nema lítið magn í einu, en geimflaug veranna þurfti 20 kíló af blýi til að komast til Andrómedu. „Ertu brjálaður!“ sagði maðurinn þegar Rikki sagði honum hvað hann vildi. „20 kíló er næstum allt sem ég á og ég sel bara lítið í einu. Vertu sæll!“ Rikki gekk út en skaust bak við næsta hús. Hann tók upp poka sem í voru 40 mismunandi dulargervi. Hann fór í hvert gervið af öðru og keypti lít- ið magn af blýi í hvert sinn. Þannig safnaðist það saman þangað til komin voru 20 kíló. Þá fleygði hann dular- gervunum og dró blýið heim til sín í pokanum. Skömmu eftir að hann kom heim komu lögreglumenn og umkringdu húsið. „Gefstu upp!“ sögðu þeir í gjallar- horn. „Komdu út og afhentu skrímslin." Rikki var ekki á því að gefast upp heldur opnaði leynihlera í veggnum og sagði geimverunum að flýta sér niður. Fyrir innan voru göng. Við end- ann á þeim lágu tröppur upp. Fyrir ofan var hleri sem þeir lyftu og komu þá upp á yfirborðið fimmtán metrum fyrir aftan húsið. En löggurnar sáu þá og eltu. Einn lögreglumannanna skaut og hæfði næstum því Dungan. Þeir höfðu forskot en það kom þeim í oþna skjöldu að þeir höfnuðu í lokuðu húsasundi. „Ó, nei! Við getum ekkert gert,“ sagði Rikki. „Víst getum við það,“ sagði Dungan. Því næst sendi hann rauðan geisla út úr fingri og teiknaði ferhyrning með honum. „Allir upp á!“ sagði hann að því loknu. Allt þetta gerðist svo hratt að Rikki vissi varla hvað var að gerast en stökk þó upp á geislaflekann ásamt verun- um. Flekinn þaut af stað og flaug hátt yfir jörðu. „Vá! Þetta er æðislegt!“ sagði Rikki. Eftir einnar mínútu flug lentu þeir fyrir utan skúrinn. Þeir tóku geim- flaugina út og settu blýið í hana. En í þann mund komu löggurnar á lög- reglubílnum. „Bless, jarðarbúi!" sögðu verurnar um leið og þær þutu inn í flaugina. „Megi Ammó fylgja þér!“ (Svo nefna Andrómedubúar Guð) Á því andartaki tók Rikki eftir tímasþrengjunni. Hann tók hana og kastaði henni í ógáti í einn lögreglu- bílanna svo að hann sprakk en sem betur fór var enginn í honum. Lögreglumennirnir horfðu agndofa á geimflaugina þjóta með ógnarhraða í burtu en Rikki labbaði rólegur á brott. „Þetta er ekkert miðað við það sem kom fyrir mig,“ sagði hann við sjálfan sig og í þetta sinn rötuðust honum sönn orð á munn! ÆSKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.