Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 46
Verðlaunasamkeppnin:
Til mikils að vinna
- því margt er að sjá þar vestra
Sigurvegarar í verðlaunasamkeppni
Æskunnar, Ríkisútvarpsins og Flugleiða
1990 hljóta í verðlaun ferð til Was-
hington/Baltimore. Flogið verður til
BWI flugvallar og gist á hóteli í Was-
hington. Báðar borgirnar verða skoð-
aðar. Baltimore, sem er stærsta borg
Marylandsfylkis, stendur í fallegu um-
hverfi Chesapeakflóa rétt norðan við
Washington. Baltimore er borg versl-
unar og viðskipta og ein af fimm
stærstu hafnarborgum Bandaríkjanna.
Á síðari árum hefur mikil uppbygging
átt sér stað og borgin blómstrar nú sem
aldrei fyrr.
Hjarta Baltimore er því höfnin og
svæðið þar í kring. Fjölsóttur og afar
skemmtilegur staður þar er „Harbour
Sædýrasafnið í Baltimore er eitt hið
besta í heimi.
Place", gríðarstórt markaðstorg með
fjölda verslana, veitingastaða og kaffi-
húsa. Á næstu grösum er Maryland
Science Center og Davis Planetarium,
auk National Aquarium, stærsta og
I tæknivæddasta sædýrasafns í landinu.
y Baltimore-dýragarðurinn er einnig
glæsilegur með yfir 1200 dýrum. Við
Antique Row, Artisan Row og Charles
Street eru helstu verslanir og veitinga-
staðir borgarinnar en sjávarréttastaðir
II eru stolt borgarbúa.
Washington D.C., höfuðborg
Bandaríkjanna, stendur á bökkum ár-
Minnismerki í Washington.
50 ÆSKAN