Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 53

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 53
frá Chuck Berry og Litla Rík- harði. — Það önduðu margir léttar þegar forsprakkar rokksins hurfu af sviði svona skyndilega. — Um leið og rokkforsprakk- arnir hurfu mönnum sjónum fylltist markaðurinn af virðuleg- um, hæglátum og yfirveguðum söngvurum og sönghópum. Þeir sungu rokklaglínur. En taktur- inn var hægari. Þeir beittu ekki öskursöngstíl. Þeir ögruðu eng- um. Þeir hreyfðu sig varla á sviði nema afar settlega. Músík þeirra var dúnmjúk og sykur- sæt. Hún var kynnt sem rokk. En hún var í raun líkari fullorð- inna músík Franks Sinatra og Bings C rosbys. Hún var líka kölluð „dú-vúbb“ í höfuðið á bakraddarkvaki sem einkenndi hana. Hún var einnig af sömu á- stæðum kölluð „sjúbbidú“ og „ókí-ókí“. — Þessari sykurhúðuðu og nijúku músík var vel tekið af forsvarsmönnum útvarpsstöðva og öðrum er tengdust músík- niarkaðnum. Það var hægt að kynna flytjendur þessarar mús- íkur sem rokkara án þess að ergja foreldra eða aðra uppalendur. — Gallinn við þessa léttpopp- uðu „rokk“ útgáfu var að hún var leiðigjörn. Þess vegna eru flestir „dú-vúbb“ söngvarar gleymdír (en forsprakkar rokksins eru jafnvel vinsælli nú en þeir voru á dögum rokkbylt- ingarinnar). — Eins og forsprakkar rokks- ins voru „dú-vúbb“ söngvararn- ir bandarískir. Framhald í næsta blaði: Cliff Richard „Börn þykjast ekki vera neitt annaö en þaö sem þau eru" - hefur móðir Michacls jacksonar cftir honum. Lesendur biðja stöðugt um fróðleiksmola um Mikjál Jackson. Þeim óskum hefur oft verið fullnægt. Til að forðast að endurtaka sömu hlutina of oft höfum við leitað á náðir móður Mikjáls, Katrínar. Hér koma nokkrir fróðleiksmolar sem hún lætur hafa eftir sér um soninn: Barnsleg rödd Mikjáls hefur þótt dularfull í meira lagi. Sann- leikurinn er sá bæði faðir minn og tengdafaðir hafa þessa sömu háu og mjóu rödd, segir Katrín. Mikjáll með leikkonunni Jane Fonda Mikjáll meö Katrínu, móöur sinni — Það er rangt að Mikjáll hafi látið smíða á sig nýtt andlit. Hann hefur aðeins tvívegis látið breyta nefinu og svo lét hann bæta Péturs-spori á hökuna. — Mikjáll tók bílpróf þegar hann var orðinn 23 ára. — Fyrsta bifreiðin sem hann eignaðist var þýskur Mersedes Bens. — Næsta bifreið var ensk- ur Rolls-Royce. — Eitt sinn var Mikjáli varpað í fangelsi og hann sakaður um að hafa stolið bílnum sem hann ók. Lögregluþjónarnir þekktu nefnilega ekki Mikjál og það hvarflaði ekki að þeim að þessi harnslegi blökkudrengur ætti sjálfur handmálaða Rolls-Royce- glæsikerru. — Mikjáll forðast jafnaldra sína. Hann kýs helst samneyti við miðaldra eða aldrað fólk, svo og börn. „Börn eru ekki að þykjast vera neitt,“ segir hann. — Fullorðna fólkið, sem Mikjáll kýs að eiga samneyti við, er frægir kvikmyndaleikar- ar. Fyrsti trúnaðarvinur hans í þeim hópi var leikkonan Jane Fonda. Þau gátu spjallað tímun- um saman um leiklist og lífið og tilveruna. Aðrir nánir vinir hans úr leikarastétt eru Marlon Brando og Elísabet Taylor. — Mikjáll segir að hann geti ekki hugsað sér að stofna til hjónabands með annarri konu en þeirri sem sé jafnfræg og hann og jafnauðug. Þannig tel- ur hann sig tryggðan fyrir ví að konan giftist honum ekki vegna frægðar hans og auðæfa. Uissir Þú...? Eru Greifarnir hættir eða bara lagstir ídvala? .. að ein vinsælasta hljómsveit síðustu ára hefur hætt störfum. Það er hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík. Kveðjuhljómleik- ar Greifanna fóru fram í Templ- arahöllinni í október. Þar sam- fögnuðu Greifarnir og aðstand- endur Bindindismótsins í Galta- lækjarskógi glæsilegu aðsóknar- meti um verslunarmannahelg- ina. .. að grunur leikur á að Greif- arnir séu ekki hættir fyrir fullt og allt. Líklegt þykir að hljóm- sveitin rísi úr rekkju næsta vor. Rökin fyrir þessum grun eru þau hve hljótt hefur verið um starfslok þeirra. .. að nýi gítarleikarinn í ensku þungarokkssveitinni Iron Maiden heitir Janick Gers. Hann starfaði áður með hljóm- sveitunum White Spirit og Gill- an Band. ÆSKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.